Atlantic Stórmeistarar 2023 Snorri Rafn Hallsson skrifar 25. mars 2023 22:51 Það var rífandi stemning í Arena þegar Atlantic og Þór mættust í úrslitaleik Stórmeistaramóts Ljósleiðaradeildarinnar Bæði Þór og Atlantic höfðu gert sig líkleg til að vinna Ljósleiðaradeildina en lutu í lægra haldi fyrir Dusty. Atlantic sló þá út í undanúrslitum í gærkvöldi og gat í kvöld sýnt að þeir væru besta lið landsins. Þórsarar höfðu slegið FH út og ljóst að hart yrði barist í viðureign kvöldsins. Atlantic valdi Nuke, Þór Overpass og Anubis var úrslitakortið. Leikur 1: Nuke Atlantic byrjuðu í sókn enda völdu þeir kortið. Peterrr opnaði leikinn með þrefaldri fellu og Þórsarar kræktu í fyrstu lotuna af miklum krafti. Þórsarar bættu næstu lotu við og Peterrr sem var kominn með 10 fellur eftir fjórar lotur tryggði þeim næstu tvær eftir það. Atlantic komst loks í gegnum vörnina í fimmtu lotu til að minnka muninn í 4–1 fyrir Þór sem svaraði um hæl. Um miðjan hálfleikinn staðsetti Atlantic sig vel til að ná valdi á útisvæðinu og tókst þannig smám saman að fikra sig upp að Þór og jafna 6–6. Peterrr og Bjarni voru einir eftir í lotunni þar á eftir og hitti Peterrr Bjarna í haus til að klára lotuna og koma í veg fyrir að Atlantic kæmist yfir. LeFluff bjargaði næstsíðustu lotunni fyrir horn og jafnaði en þreföld fella frá Rean tryggði Þór eins nauman sigur í hálfleiknum og mögulegt er. Staðan í hálfleik: Þór 8 – 7 Atlantic Peterrr var allt í öllu hjá Þór, felldi lang flesta og skapaði tækifæri fyrir liðsfélaga sína. Þannig braust Þór auðveldlega í gegn um vörn Atlantic sem náði ekki stigi fyrr en í fjórðu lotu síðari hálfleiks. RavlE hafði mikið fyrir því að ná þrefaldri fellu og jafna leikinn aftur fyrir Atlantic sem voru komnir á ágætis ról og náðu forystunni í fyrsta sinn í leiknum strax í kjölfarið. RavlE og Pandaz voru sérlega öflugir. Atlantic las vel í aðgerðir Þórs og komust í 14–11. Pandaz kom Atlantic í sigurstöðu eftir þrefalda fellu frá LeFluff og stillti Þór upp við vegg. Bjarni rak svo smiðshöggið á leikinn og níu sigurlotur í röð komu Atlantic í 1–0 í einvíginu. Lokastaða: Þór 11 – 16 Atlantic Leikur 2: Overpass Þórsarar byrjuðu í sókn og átti Minidegreez ótrúlega lotu þegar hann felldi þrjá leikmenn Atlantic og stakk svo þann fjórða sem var í þann mund að aftengja sprengjuna. Þórsarar tóku næstu tvær líka en Atlantic minnkaði muninn í 3–1 til að hleypa þeim ekki jafnlangt frá sér og í fyrri leiknum. Bjarni, RavlE og Pandaz voru ennþá heitir frá því í fyrri leiknum og stilltu upp í þétta vörn þegar þeir vopnuðust og áttu Þórsarar erfitt með hana. Atlantic komust í 5–3 og héldu dampi á meðan það fjaraði undan öllum aðgerðum Þórs. Atlantic hafði því gott forskot inn í síðari hálfleikinn. Staðan í hálfleik: Þór 6 – 9 Atlantic Enn og aftur vann Þór skammbyssulotuna og Rean bjargaði þeirri næstu fyrir horn. Allee átti frábæra fjórfalda fellu til að jafna í 9–9 og munaði miklu um að fá hann almennilega í gang. Þórsarar voru farnir að leika hraðar, komust yfir og treystu á Rean til að loka lotunum. Dell1 og Allee komu Þór í 12–9. Í lotunni þar á eftir skildi Þór A-sætið eftir opið fyrir Atlantic sem komust þá á blað í síðari hálfleik. Rean og Peterrr voru eins og múrveggur og eftir 26 lotur voru Þórsarar komnir í 15–11 og nálægt því að jafna Atlantic í einvíginu. Þreföld fella frá Allee opnaði næstu lotu. Pandaz endaði einn eftir en réð ekki við Dell1 sem kláraði leikinn fyrir Þór. Lokastaða: Þór 16 – 11 Atlantic Leikur 3: Anubis Atlantic vann hnífalotuna og kaus að byrja í sókn. Dell1 endaði einn gegn Pandaz og Brnr og bjargaði skammbyssulotunni fyrir Þórsara sem tóku næstu tvær lotur beint í kjölfarið. Eftir að hafa tapað fjórðu lotunni í röð reyndu Atlantic að keyra hratt en lentu í Peterr sem tók þrjá. Allee felldi hina tvo og Þórsarar komnir í 5–0. Atlantic náðu þá einni lotu en virtust hikandi í aðgerðum sínum. Um miðbik hálfleiks fundu þeir þá taktinn og gátu leikið hver af öðrum undir dyggri stjórn Bjarna til að koma sér aftur inn í leikinn. Með beittri sókn tengdu þeir saman hverja lotuna á fætur annarri, brutu bankann hjá Þór og yfirspiluðu þá til að snúa blaðinu við og taka forystuna. Staðan í hálfleik: Þór 7 – 8 Atlantic Brnr tryggði Atlantic fyrstu skammbyssulotuna sína í einvíginu og náði Atlantic þannig strax stjórn á leiknum í vörninni. Þreföld fella frá Pandaz kom Atlantic í 12–7 og Þórsarar hvorki á góðu róli né vel efnaðir. Engu að síður komu þeir sprengjunni niður og Rean varði hana gríðarlega vel til að koma Þórsurum á blað í síðari hálfleik. Aftur var það Rean sem tryggði Þór tíunda stigið og spenna komin í leikinn á ný. Skjótt skipast veður í lofti og nýtti Þór meðbyrinn til þess að jafna í 12–12. Atlantic hafði ráðið illa við hraðann sem Þór lék á. Atlantic þurfti að setja alla sína peninga í lotuna þar á eftir sem borgaði sig því þeir unnu lotuna og komust í 13–12. Fjórföld fella frá Pandaz á ögurstundu tryggði þeim 14. stigið og missti Þór þar af möguleikanum til að stilla þeim upp við vegg. Allee endaði einn gegn RavlE og hafði betur og var leikurinn því alveg í járnum. Pandaz var risastór fyrir Atlantic og kom þeim í sigurstöðu, fyrir leikinn, einvígið og mótið. Liðin skiptust á mönnum í upphafi 29. lotu en LeFluff endaði einn gegn Minidegreez og Allee. Eftir að sprengjan fór niður felldi hann Allee og Minidegreez réð ekki við hann heldur. Lokastaða: Þór 13 – 16 Atlantic Atlantic Stórmeistarar Eftir glæsilegt tímabil þar sem liðið endaði í öðru sæti í Ljósleiðaradeildinni hefur leikstjórnandinn Bjarni sýnt að hann getur púslað saman frábæru liði með ungum og upprennandi leikmönnum. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem eitthvað annað lið en Dusty, sem Bjarni lék með undanfarin ár, vinnur titil á Íslandi og því áhugaverðir tímar framundan í Counter Strike senunni á Íslandi. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Þór Akureyri Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti
Bæði Þór og Atlantic höfðu gert sig líkleg til að vinna Ljósleiðaradeildina en lutu í lægra haldi fyrir Dusty. Atlantic sló þá út í undanúrslitum í gærkvöldi og gat í kvöld sýnt að þeir væru besta lið landsins. Þórsarar höfðu slegið FH út og ljóst að hart yrði barist í viðureign kvöldsins. Atlantic valdi Nuke, Þór Overpass og Anubis var úrslitakortið. Leikur 1: Nuke Atlantic byrjuðu í sókn enda völdu þeir kortið. Peterrr opnaði leikinn með þrefaldri fellu og Þórsarar kræktu í fyrstu lotuna af miklum krafti. Þórsarar bættu næstu lotu við og Peterrr sem var kominn með 10 fellur eftir fjórar lotur tryggði þeim næstu tvær eftir það. Atlantic komst loks í gegnum vörnina í fimmtu lotu til að minnka muninn í 4–1 fyrir Þór sem svaraði um hæl. Um miðjan hálfleikinn staðsetti Atlantic sig vel til að ná valdi á útisvæðinu og tókst þannig smám saman að fikra sig upp að Þór og jafna 6–6. Peterrr og Bjarni voru einir eftir í lotunni þar á eftir og hitti Peterrr Bjarna í haus til að klára lotuna og koma í veg fyrir að Atlantic kæmist yfir. LeFluff bjargaði næstsíðustu lotunni fyrir horn og jafnaði en þreföld fella frá Rean tryggði Þór eins nauman sigur í hálfleiknum og mögulegt er. Staðan í hálfleik: Þór 8 – 7 Atlantic Peterrr var allt í öllu hjá Þór, felldi lang flesta og skapaði tækifæri fyrir liðsfélaga sína. Þannig braust Þór auðveldlega í gegn um vörn Atlantic sem náði ekki stigi fyrr en í fjórðu lotu síðari hálfleiks. RavlE hafði mikið fyrir því að ná þrefaldri fellu og jafna leikinn aftur fyrir Atlantic sem voru komnir á ágætis ról og náðu forystunni í fyrsta sinn í leiknum strax í kjölfarið. RavlE og Pandaz voru sérlega öflugir. Atlantic las vel í aðgerðir Þórs og komust í 14–11. Pandaz kom Atlantic í sigurstöðu eftir þrefalda fellu frá LeFluff og stillti Þór upp við vegg. Bjarni rak svo smiðshöggið á leikinn og níu sigurlotur í röð komu Atlantic í 1–0 í einvíginu. Lokastaða: Þór 11 – 16 Atlantic Leikur 2: Overpass Þórsarar byrjuðu í sókn og átti Minidegreez ótrúlega lotu þegar hann felldi þrjá leikmenn Atlantic og stakk svo þann fjórða sem var í þann mund að aftengja sprengjuna. Þórsarar tóku næstu tvær líka en Atlantic minnkaði muninn í 3–1 til að hleypa þeim ekki jafnlangt frá sér og í fyrri leiknum. Bjarni, RavlE og Pandaz voru ennþá heitir frá því í fyrri leiknum og stilltu upp í þétta vörn þegar þeir vopnuðust og áttu Þórsarar erfitt með hana. Atlantic komust í 5–3 og héldu dampi á meðan það fjaraði undan öllum aðgerðum Þórs. Atlantic hafði því gott forskot inn í síðari hálfleikinn. Staðan í hálfleik: Þór 6 – 9 Atlantic Enn og aftur vann Þór skammbyssulotuna og Rean bjargaði þeirri næstu fyrir horn. Allee átti frábæra fjórfalda fellu til að jafna í 9–9 og munaði miklu um að fá hann almennilega í gang. Þórsarar voru farnir að leika hraðar, komust yfir og treystu á Rean til að loka lotunum. Dell1 og Allee komu Þór í 12–9. Í lotunni þar á eftir skildi Þór A-sætið eftir opið fyrir Atlantic sem komust þá á blað í síðari hálfleik. Rean og Peterrr voru eins og múrveggur og eftir 26 lotur voru Þórsarar komnir í 15–11 og nálægt því að jafna Atlantic í einvíginu. Þreföld fella frá Allee opnaði næstu lotu. Pandaz endaði einn eftir en réð ekki við Dell1 sem kláraði leikinn fyrir Þór. Lokastaða: Þór 16 – 11 Atlantic Leikur 3: Anubis Atlantic vann hnífalotuna og kaus að byrja í sókn. Dell1 endaði einn gegn Pandaz og Brnr og bjargaði skammbyssulotunni fyrir Þórsara sem tóku næstu tvær lotur beint í kjölfarið. Eftir að hafa tapað fjórðu lotunni í röð reyndu Atlantic að keyra hratt en lentu í Peterr sem tók þrjá. Allee felldi hina tvo og Þórsarar komnir í 5–0. Atlantic náðu þá einni lotu en virtust hikandi í aðgerðum sínum. Um miðbik hálfleiks fundu þeir þá taktinn og gátu leikið hver af öðrum undir dyggri stjórn Bjarna til að koma sér aftur inn í leikinn. Með beittri sókn tengdu þeir saman hverja lotuna á fætur annarri, brutu bankann hjá Þór og yfirspiluðu þá til að snúa blaðinu við og taka forystuna. Staðan í hálfleik: Þór 7 – 8 Atlantic Brnr tryggði Atlantic fyrstu skammbyssulotuna sína í einvíginu og náði Atlantic þannig strax stjórn á leiknum í vörninni. Þreföld fella frá Pandaz kom Atlantic í 12–7 og Þórsarar hvorki á góðu róli né vel efnaðir. Engu að síður komu þeir sprengjunni niður og Rean varði hana gríðarlega vel til að koma Þórsurum á blað í síðari hálfleik. Aftur var það Rean sem tryggði Þór tíunda stigið og spenna komin í leikinn á ný. Skjótt skipast veður í lofti og nýtti Þór meðbyrinn til þess að jafna í 12–12. Atlantic hafði ráðið illa við hraðann sem Þór lék á. Atlantic þurfti að setja alla sína peninga í lotuna þar á eftir sem borgaði sig því þeir unnu lotuna og komust í 13–12. Fjórföld fella frá Pandaz á ögurstundu tryggði þeim 14. stigið og missti Þór þar af möguleikanum til að stilla þeim upp við vegg. Allee endaði einn gegn RavlE og hafði betur og var leikurinn því alveg í járnum. Pandaz var risastór fyrir Atlantic og kom þeim í sigurstöðu, fyrir leikinn, einvígið og mótið. Liðin skiptust á mönnum í upphafi 29. lotu en LeFluff endaði einn gegn Minidegreez og Allee. Eftir að sprengjan fór niður felldi hann Allee og Minidegreez réð ekki við hann heldur. Lokastaða: Þór 13 – 16 Atlantic Atlantic Stórmeistarar Eftir glæsilegt tímabil þar sem liðið endaði í öðru sæti í Ljósleiðaradeildinni hefur leikstjórnandinn Bjarni sýnt að hann getur púslað saman frábæru liði með ungum og upprennandi leikmönnum. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem eitthvað annað lið en Dusty, sem Bjarni lék með undanfarin ár, vinnur titil á Íslandi og því áhugaverðir tímar framundan í Counter Strike senunni á Íslandi.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Þór Akureyri Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti