Enski boltinn

Tvítugum Dana líkt við Haaland og orðaður við Man. United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rasmus Hojlund skoraði fimm mörk fyrir danska landsliðið í þessum landsliðsglugga.
Rasmus Hojlund skoraði fimm mörk fyrir danska landsliðið í þessum landsliðsglugga. AP/

Það vantar ekki að það sé að orða framherja við Manchester United í erlendum miðlum enda liggur í augum uppi að félagið muni kaupa framherja í sumar.

Táningurinn Evan Ferguson hjá Brighton er sagður á innkaupalistanum sem og auðvitað Victor Osimhen hjá Napoli.

Nú er hins vegar kominn nýtt nafn á þennan lista samkvæmt fréttum frá Danmörku.

Þar erum við að tala um Rasmus Hojlund, framherja Atalanta. Ekstra Bladet segir að United hafi áhugi á þessum tvítuga danska landsliðsmanni. Það fylgir sögunni að strákurinn var mikill stuðningsmaður United þegar hann var yngri.

Það er óhætt að segja að Hojlund hafi minnt á sig í þessum landsliðsglugga þegar hann fékk sín fyrstu tækifæri í byrjunarliði landsliðsins.

Hojlund skoraði fyrst þrennu á móti Finnlandi og svo tvö mörk á móti Kasakstan. Hojlund hefur skorað 7 mörk í 23 leikjum í Seríu A á þessari leiktíð.

Hojlund er 191 sentimetrar á hæð og hans leik hefur verið líkt við Erling Braut Haaland. Hann kom til ítalska félagsins frá austurríska félaginu Sturm Graz síðasta haust og er með samning til 2027.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×