Mikilvægt að konur af erlendum uppruna fái að segja sínar sögur sjálfar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 28. mars 2023 16:05 Chanel Björk, til vinstri, er annar stofnandi samtakanna Hennar rödd. Íris Bergs, til hægri, er förðunarfræðingur sýnir á laugardaginn mismunandi tækni á fjölbreytta húðliti. „Aðalmarkmið okkar er að skapa vettvang þar sem raddir kvenna af erlendum uppruna fá að heyrast á þeirra eigin forsendum,“ segir Chanel Björk, sem er einn af stofnendum samtakanna Hennar rödd. Samtökin standa fyrir ráðstefnu um konur af erlendum uppruna í listum. Verður hún haldin í Borgarleikhúsinu á laugardaginn næstkomandi og er um að ræða fjölbreytta dagskrá sem einkennist af erindum, pallborðsumræðum, vinnustofum og frumsýningu á verki. Áskoranir og hindranir Í fréttatilkynningu frá Hennar rödd kemur meðal annars fram að listin geti speglað eða ögrað ráðandi hugmyndum í samfélaginu. „Jaðarsettir hópar nota gjarnan list til að vekja athygli á áskorunum sem standa í vegi þeirra, en mæta oft hindrunum hvað varðar aðgang að tækifærum innan listasenunar.“ Hennar rödd var stofnað árið 2018 af Chanel Björk Sturludóttir og Elínborgu Kolbeinsdóttir. Innblástur að stofnun samtakanna kom frá Letetia B. Jonsson, móður Chanel. Chanel Björk og Elínborg, stofnendur Hennar rödd.Atli Freyr Steinsson „Hún er af jamaískum og breskum uppruna og bjó hér á landi þar sem hún kynntist mörgum frambærilegum konum sem upplifðu sömu hindranir og hún hvað varðar aðlögun að menningu og tungumáli landsins. Félagið hefur seinustu ár haldið pallborðsumræður og ráðstefnur ásamt þátttöku í öðrum verkefnum þar sem markmiðið er að skapa vettvang til að raddir kvenna af erlendum uppruna fái að heyrast í samfélaginu. Skörun (e. intersectionality) er í forgrunni stefnu Hennar rödd og því vilja samtökin einnig auka sýnileika kynsegin fólks af erlendum uppruna sem og kvenna,“ segir í fréttatilkynningu. Sameina, ræða og fagna Blaðamaður ræddi við Chanel Björk og Írisi Bergsdóttur, sem verður með vinnustofu á laugardaginn. „Ráðstefnan er árlegur viðburður hjá okkur í samtökunum og er rótin af því sem við gerum en samtökin urðu til í kringum þessa viðburði. Aðal markmið okkar er að skapa vettvang þar sem raddir kvenna af erlendum uppruna fá að heyrast á þeirra eigin forsendum. Akademísk umræða um konur af erlendum uppruna hefur oft einkennst af því að fara yfir tölur og staðreyndir en þá er ekki þessi vettvangur þar sem þú gætir heyrt frá konunum sjálfum. Þetta er ráðstefna en líka vettvangur fyrir samtal,“ segir Chanel Björk og bætir við: „Þess vegna er yfirskriftin sú að við viljum fá fólk til að sameina, ræða og fagna. Okkur finnst mikilvægt að leggja áherslu á að öll þau sem hafa áhuga á jafnrétti og fjölbreytileika í listum og menningu eru velkomin að taka þátt og fagna með okkur.“ Chanel Björk og Elínborg á ráðstefnu Hennar rödd 2021 þar sem lögð var áhersla á heilsu kvenna af erlendum uppruna.Atli Freyr Steinsson Madama Butterfly til umræðu Yfirskrift síðustu ráðstefnu var heilsan en Chanel segir að þær hafi ákveðið í fyrra að næst myndu þær einblína á listir. „Það hefur líka verið áhugavert að fylgjast með umræðum í samfélaginu síðan við tókum þessa ákvörðun. Viðfangsefnið er alltaf að verða meira og meira körrent, þátttaka kvenna í listum, áskoranir, fjölbreytileiki og sýnileiki, og þá hverjir fá sýnileika og hvernig sýnileikinn er. Umræðurnar hafa verið mjög heitar að undanförnu, til dæmis í tengslum við Madama Butterfly og við búumst við að það verði meðal annars farið yfir það á ráðstefnunni.“ Chanel segir undirbúning hafa gengið vel og fólk sem þær settu sig í samband við hafi tekið mjög vel í að taka þátt. „Fólk þyrstir í að deila sínum sögum þannig það er klárlega mikill áhugi fyrir því. Það var mjög gaman í undirbúnings vinnunni að ákveða mismunandi þemu sem okkur langaði til að snerta á. Það var sérstaklega skemmtilegt að ákveða hvaða vinnustofur okkur langaði til að hafa en það er nýjung hjá okkur í ár.“ Förðun fyrir fjölbreytta húðtóna Förðunarfræðingurinn Íris Bergsdóttir er meðal þeirra sem verða með vinnustofu en hún verður með förðun fyrir fjölbreytta húðtóna. „Ég sjálf sem kona sem hefur starfað hjá RÚV og verið í auglýsingum hef lent í því að vera hjá förðunarfræðingi sem kann ekki að mála fjölbreytta húðtóna. Með aukinni þekkingu erum við sem betur fer komin með fleiri förðunarfræðinga sem hafa stigið mikilvæg skref í þessum málum og ég var svo heppin að kynnast Írisi Bergs,“ segir Chanel. Íris Bergsdóttir er förðunarfræðingur.Aðsend Áherslurnar mikilvægar Íris Bergsdóttir segist hlakka mikið til laugardagsins. „Ég hef ekki gert þetta áður en það er rosalega gaman að geta gert þetta. Hingað til hefur ekki verið mikil áhersla á þetta en það er manni hjartans mál að það sé vakin athygli á förðun fyrir fjölbreytt fólk. Nú er maður að fara aðeins dýpra í þetta, sem er mikilvægt. Sýnileikinn skiptir máli og aðgengi fjölbreyttra einstaklinga að förðun.“ Hún segir að nú sé loksins lögð meiri áhersla á þetta í förðun. „Það er svo leiðinlegt að aðgengi þeirra sem eru til dæmis með dekkri húðtóna sé takmarkað í förðunarverslunum og í förðun almennt. Að fólk sé til dæmis hikandi við að fara í förðun því förðunarfræðingurinn á ekki þær vörur sem þarf til eða að verslanir selji þetta ekki með þau rök að þetta seljist illa, en það þarf að vera meiri sýnileiki og sterkari áhersla á að fjölbreyttar vörur séu til sölu. Þetta er vandamál sem við viljum að breytist og svo viljum við fá fleiri vörur í verslanir sem auðveldar öllum að versla sér förðunarvörur.“ Hér má nálgast allar upplýsingar um ráðstefnuna og vinnustofurnar, en viðburðurinn hefst klukkan 10:30 nú á laugardaginn 1. apríl og fer fram í Borgarleikhúsinu. Fjölmenning Menning Mannréttindi Jafnréttismál Innflytjendamál Tengdar fréttir Chanel Björk segir skilið við Kastljósið og lætur drauminn rætast Fjölmiðlakonan Chanel Björk stendur á tímamótum um þessar mundir. Blaðamaður ræddi við Chanel en hún er nýflutt til London sem hana hefur lengi dreymt um að gera. 10. janúar 2023 12:31 „Það er ekkert sem er manni óviðkomandi“ Chanel Björk er baráttu- og fjölmiðlakona sem berst fyrir fjölbreytileika þjóðarinnar. Hún var valin í hóp topp tíu framúrskarandi ungra Íslendinga árið 2021 og lýsir sér meðal annars sem miklum pælara. Chanel Björk er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 17. september 2022 11:30 Halda ráðstefnu um heilsu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi Á laugardag fer fram ráðstefna um heilsu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Viðburðurinn er á vegum félagasamtakanna Hennar rödd eða Her voice og fer fram í Borgarleikhúsinu. 30. september 2021 13:31 Þau eru tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar 2021 Tíu hafa hlotið tilnefningu sem framúrskarandi Íslendingar árið 2021. JCI á Íslandi veitir verðlaunin árlega en að endingu er einn úr hópi tilnefndra útnefndur verðlaunahafi. 20. nóvember 2021 15:26 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Áskoranir og hindranir Í fréttatilkynningu frá Hennar rödd kemur meðal annars fram að listin geti speglað eða ögrað ráðandi hugmyndum í samfélaginu. „Jaðarsettir hópar nota gjarnan list til að vekja athygli á áskorunum sem standa í vegi þeirra, en mæta oft hindrunum hvað varðar aðgang að tækifærum innan listasenunar.“ Hennar rödd var stofnað árið 2018 af Chanel Björk Sturludóttir og Elínborgu Kolbeinsdóttir. Innblástur að stofnun samtakanna kom frá Letetia B. Jonsson, móður Chanel. Chanel Björk og Elínborg, stofnendur Hennar rödd.Atli Freyr Steinsson „Hún er af jamaískum og breskum uppruna og bjó hér á landi þar sem hún kynntist mörgum frambærilegum konum sem upplifðu sömu hindranir og hún hvað varðar aðlögun að menningu og tungumáli landsins. Félagið hefur seinustu ár haldið pallborðsumræður og ráðstefnur ásamt þátttöku í öðrum verkefnum þar sem markmiðið er að skapa vettvang til að raddir kvenna af erlendum uppruna fái að heyrast í samfélaginu. Skörun (e. intersectionality) er í forgrunni stefnu Hennar rödd og því vilja samtökin einnig auka sýnileika kynsegin fólks af erlendum uppruna sem og kvenna,“ segir í fréttatilkynningu. Sameina, ræða og fagna Blaðamaður ræddi við Chanel Björk og Írisi Bergsdóttur, sem verður með vinnustofu á laugardaginn. „Ráðstefnan er árlegur viðburður hjá okkur í samtökunum og er rótin af því sem við gerum en samtökin urðu til í kringum þessa viðburði. Aðal markmið okkar er að skapa vettvang þar sem raddir kvenna af erlendum uppruna fá að heyrast á þeirra eigin forsendum. Akademísk umræða um konur af erlendum uppruna hefur oft einkennst af því að fara yfir tölur og staðreyndir en þá er ekki þessi vettvangur þar sem þú gætir heyrt frá konunum sjálfum. Þetta er ráðstefna en líka vettvangur fyrir samtal,“ segir Chanel Björk og bætir við: „Þess vegna er yfirskriftin sú að við viljum fá fólk til að sameina, ræða og fagna. Okkur finnst mikilvægt að leggja áherslu á að öll þau sem hafa áhuga á jafnrétti og fjölbreytileika í listum og menningu eru velkomin að taka þátt og fagna með okkur.“ Chanel Björk og Elínborg á ráðstefnu Hennar rödd 2021 þar sem lögð var áhersla á heilsu kvenna af erlendum uppruna.Atli Freyr Steinsson Madama Butterfly til umræðu Yfirskrift síðustu ráðstefnu var heilsan en Chanel segir að þær hafi ákveðið í fyrra að næst myndu þær einblína á listir. „Það hefur líka verið áhugavert að fylgjast með umræðum í samfélaginu síðan við tókum þessa ákvörðun. Viðfangsefnið er alltaf að verða meira og meira körrent, þátttaka kvenna í listum, áskoranir, fjölbreytileiki og sýnileiki, og þá hverjir fá sýnileika og hvernig sýnileikinn er. Umræðurnar hafa verið mjög heitar að undanförnu, til dæmis í tengslum við Madama Butterfly og við búumst við að það verði meðal annars farið yfir það á ráðstefnunni.“ Chanel segir undirbúning hafa gengið vel og fólk sem þær settu sig í samband við hafi tekið mjög vel í að taka þátt. „Fólk þyrstir í að deila sínum sögum þannig það er klárlega mikill áhugi fyrir því. Það var mjög gaman í undirbúnings vinnunni að ákveða mismunandi þemu sem okkur langaði til að snerta á. Það var sérstaklega skemmtilegt að ákveða hvaða vinnustofur okkur langaði til að hafa en það er nýjung hjá okkur í ár.“ Förðun fyrir fjölbreytta húðtóna Förðunarfræðingurinn Íris Bergsdóttir er meðal þeirra sem verða með vinnustofu en hún verður með förðun fyrir fjölbreytta húðtóna. „Ég sjálf sem kona sem hefur starfað hjá RÚV og verið í auglýsingum hef lent í því að vera hjá förðunarfræðingi sem kann ekki að mála fjölbreytta húðtóna. Með aukinni þekkingu erum við sem betur fer komin með fleiri förðunarfræðinga sem hafa stigið mikilvæg skref í þessum málum og ég var svo heppin að kynnast Írisi Bergs,“ segir Chanel. Íris Bergsdóttir er förðunarfræðingur.Aðsend Áherslurnar mikilvægar Íris Bergsdóttir segist hlakka mikið til laugardagsins. „Ég hef ekki gert þetta áður en það er rosalega gaman að geta gert þetta. Hingað til hefur ekki verið mikil áhersla á þetta en það er manni hjartans mál að það sé vakin athygli á förðun fyrir fjölbreytt fólk. Nú er maður að fara aðeins dýpra í þetta, sem er mikilvægt. Sýnileikinn skiptir máli og aðgengi fjölbreyttra einstaklinga að förðun.“ Hún segir að nú sé loksins lögð meiri áhersla á þetta í förðun. „Það er svo leiðinlegt að aðgengi þeirra sem eru til dæmis með dekkri húðtóna sé takmarkað í förðunarverslunum og í förðun almennt. Að fólk sé til dæmis hikandi við að fara í förðun því förðunarfræðingurinn á ekki þær vörur sem þarf til eða að verslanir selji þetta ekki með þau rök að þetta seljist illa, en það þarf að vera meiri sýnileiki og sterkari áhersla á að fjölbreyttar vörur séu til sölu. Þetta er vandamál sem við viljum að breytist og svo viljum við fá fleiri vörur í verslanir sem auðveldar öllum að versla sér förðunarvörur.“ Hér má nálgast allar upplýsingar um ráðstefnuna og vinnustofurnar, en viðburðurinn hefst klukkan 10:30 nú á laugardaginn 1. apríl og fer fram í Borgarleikhúsinu.
Fjölmenning Menning Mannréttindi Jafnréttismál Innflytjendamál Tengdar fréttir Chanel Björk segir skilið við Kastljósið og lætur drauminn rætast Fjölmiðlakonan Chanel Björk stendur á tímamótum um þessar mundir. Blaðamaður ræddi við Chanel en hún er nýflutt til London sem hana hefur lengi dreymt um að gera. 10. janúar 2023 12:31 „Það er ekkert sem er manni óviðkomandi“ Chanel Björk er baráttu- og fjölmiðlakona sem berst fyrir fjölbreytileika þjóðarinnar. Hún var valin í hóp topp tíu framúrskarandi ungra Íslendinga árið 2021 og lýsir sér meðal annars sem miklum pælara. Chanel Björk er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 17. september 2022 11:30 Halda ráðstefnu um heilsu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi Á laugardag fer fram ráðstefna um heilsu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Viðburðurinn er á vegum félagasamtakanna Hennar rödd eða Her voice og fer fram í Borgarleikhúsinu. 30. september 2021 13:31 Þau eru tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar 2021 Tíu hafa hlotið tilnefningu sem framúrskarandi Íslendingar árið 2021. JCI á Íslandi veitir verðlaunin árlega en að endingu er einn úr hópi tilnefndra útnefndur verðlaunahafi. 20. nóvember 2021 15:26 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Chanel Björk segir skilið við Kastljósið og lætur drauminn rætast Fjölmiðlakonan Chanel Björk stendur á tímamótum um þessar mundir. Blaðamaður ræddi við Chanel en hún er nýflutt til London sem hana hefur lengi dreymt um að gera. 10. janúar 2023 12:31
„Það er ekkert sem er manni óviðkomandi“ Chanel Björk er baráttu- og fjölmiðlakona sem berst fyrir fjölbreytileika þjóðarinnar. Hún var valin í hóp topp tíu framúrskarandi ungra Íslendinga árið 2021 og lýsir sér meðal annars sem miklum pælara. Chanel Björk er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 17. september 2022 11:30
Halda ráðstefnu um heilsu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi Á laugardag fer fram ráðstefna um heilsu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Viðburðurinn er á vegum félagasamtakanna Hennar rödd eða Her voice og fer fram í Borgarleikhúsinu. 30. september 2021 13:31
Þau eru tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar 2021 Tíu hafa hlotið tilnefningu sem framúrskarandi Íslendingar árið 2021. JCI á Íslandi veitir verðlaunin árlega en að endingu er einn úr hópi tilnefndra útnefndur verðlaunahafi. 20. nóvember 2021 15:26