Yfirmaður Grétars í langt bann frá öllum fótbolta en átti að finna arftaka Conte Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2023 11:31 Grétar Rafn Steinsson og Fabio Paratici ræða málin en Grétar var ráðinn sem frammistöðustjóri, eða „performance director“, hjá Tottenham síðasta sumar. Getty/Simon Stacpoole Bannið langa frá fótbolta sem að Ítalinn Fabio Paratici, yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham, var úrskurðaður í á Ítalíu hefur nú verið útvíkkað þannig að það nái til fótbolta alls staðar í heiminum. Enskir fjölmiðlar greina frá því að staða Paratici, sem er nánasti yfirmaður Grétars Rafns Steinssonar, sé í algjörri óvissu hjá Tottenham eftir að FIFA tilkynnti í dag að beiðni ítalska knattspyrnusambandsins um útvíkkun bannsins hefði verið samþykkt. Paratici var dæmdur í 30 mánaða bann frá fótbolta vegna sinnar þátttöku í því að falsa bókhald Juventus, sem í vetur leiddi til þess að fimmtán stig voru dregin af Juventus í ítölsku A-deildinni. Spurs' search for a manager may have to be done without their director of football.#TelegraphFootball | #THFC— Telegraph Football (@TeleFootball) March 29, 2023 Paratici fékk þyngstu refsinguna af þeim tólf einstaklingum sem var refsað vegna málsins en upphaflega átti bann þeirra frá fótbolta aðeins að gilda á Ítalíu. FIFA hefur hins vegar breytt því. Þessum fregnum er líst sem miklu áfalli fyrir Tottenham í Daily Mail þar sem segir að Paratici hafi átt að fara fyrir leitinni að nýjum knattspyrnustjóra í stað Antonio Conte sem nú hefur kvatt félagið. FIFA statement on Fabio Paratici Following a request by Italian FA, the disciplinary committee has decided to extend sanctions imposed on several football officials to have worldwide effect .Appeal will be crucial to understand Tottenham director s future. #THFC pic.twitter.com/nEaJ5c56QD— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 29, 2023 Samkvæmt Sky Sports má Paratici núna ekki taka neinn þátt í viðskiptum með leikmenn. Hann má ekki tala við umboðsmenn eða gera samninga, sem er stór hluti af hans starfslýsingu sem yfirmaður knattspyrnumála, en má starfa innan Tottenham og mæta þar á fundi. Beðið er viðbragða frá Tottenham við tíðindum dagsins. Þrjátíu mánaða bannið sem Fabio Paratici var úrskurðaður í gildir núna um allan heim.Getty/Simon Stacpoole Í gær var viðtal við Paratici birt á heimasíðu Tottenham þar sem hann sagði félagið vera einbeitt í því að stefna fram á við eftir brotthvarf Conte sem hafði stýrt liðinu í 16 mánuði. Cristian Stellini mun stýra Tottenham til loka leiktíðarinnar með aðstoð Ryan Mason. Paratici, sem er fimmtugur, starfaði í ellefu ár hjá Juventus og þar af þrjú ár sem yfirmaður knattspyrnumála á árunum 2018-2021, áður en hann kom til Tottenham. Paratici og Juventus hafa áfrýjað úrskurði ítalska knattspyrnusambandsins og til stendur að málið verði tekið fyrir hjá ítölsku ólympíunefndinni 19. apríl. Enski boltinn Tengdar fréttir Stigafrádráttur hjá Juventus og Mourinho vill þrjú stig í stórafmælisgjöf Þeir hafa rekið upp stór augu sem hafa skoðað stöðuna í ítölsku A deildinni í vikunni án þess að lesa fréttir undangenginna daga. Juventus, sem áður var helsti keppinautur Napoli um titilinn og virtist vera á góðri siglingu um 10 stigum á eftir toppliðinu, hafði allt í einu misst 15 stig og var fallið niður í 10. sæti, rétt á eftir Empoli. 27. janúar 2023 17:01 „Ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006“ „Við höfum ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006, Calciopoli-skandalinn,“ segir Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska fótboltann, en hneykslismálið sem skekur ítalskan fótbolta þessa dagana var rætt í þaula í nýjasta þættinum af Punkti og basta. 25. janúar 2023 16:02 Juventus áfrýjar fimmtán stiga refsingunni Ítalska stórveldið Juventus hefur áfrýjað ákvörðun ítalska knattspyrnusambandsins um að fimmtán stig skuli dregin af liðinu fyrir brot á félagsskiptareglum. 21. janúar 2023 10:00 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Enskir fjölmiðlar greina frá því að staða Paratici, sem er nánasti yfirmaður Grétars Rafns Steinssonar, sé í algjörri óvissu hjá Tottenham eftir að FIFA tilkynnti í dag að beiðni ítalska knattspyrnusambandsins um útvíkkun bannsins hefði verið samþykkt. Paratici var dæmdur í 30 mánaða bann frá fótbolta vegna sinnar þátttöku í því að falsa bókhald Juventus, sem í vetur leiddi til þess að fimmtán stig voru dregin af Juventus í ítölsku A-deildinni. Spurs' search for a manager may have to be done without their director of football.#TelegraphFootball | #THFC— Telegraph Football (@TeleFootball) March 29, 2023 Paratici fékk þyngstu refsinguna af þeim tólf einstaklingum sem var refsað vegna málsins en upphaflega átti bann þeirra frá fótbolta aðeins að gilda á Ítalíu. FIFA hefur hins vegar breytt því. Þessum fregnum er líst sem miklu áfalli fyrir Tottenham í Daily Mail þar sem segir að Paratici hafi átt að fara fyrir leitinni að nýjum knattspyrnustjóra í stað Antonio Conte sem nú hefur kvatt félagið. FIFA statement on Fabio Paratici Following a request by Italian FA, the disciplinary committee has decided to extend sanctions imposed on several football officials to have worldwide effect .Appeal will be crucial to understand Tottenham director s future. #THFC pic.twitter.com/nEaJ5c56QD— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 29, 2023 Samkvæmt Sky Sports má Paratici núna ekki taka neinn þátt í viðskiptum með leikmenn. Hann má ekki tala við umboðsmenn eða gera samninga, sem er stór hluti af hans starfslýsingu sem yfirmaður knattspyrnumála, en má starfa innan Tottenham og mæta þar á fundi. Beðið er viðbragða frá Tottenham við tíðindum dagsins. Þrjátíu mánaða bannið sem Fabio Paratici var úrskurðaður í gildir núna um allan heim.Getty/Simon Stacpoole Í gær var viðtal við Paratici birt á heimasíðu Tottenham þar sem hann sagði félagið vera einbeitt í því að stefna fram á við eftir brotthvarf Conte sem hafði stýrt liðinu í 16 mánuði. Cristian Stellini mun stýra Tottenham til loka leiktíðarinnar með aðstoð Ryan Mason. Paratici, sem er fimmtugur, starfaði í ellefu ár hjá Juventus og þar af þrjú ár sem yfirmaður knattspyrnumála á árunum 2018-2021, áður en hann kom til Tottenham. Paratici og Juventus hafa áfrýjað úrskurði ítalska knattspyrnusambandsins og til stendur að málið verði tekið fyrir hjá ítölsku ólympíunefndinni 19. apríl.
Enski boltinn Tengdar fréttir Stigafrádráttur hjá Juventus og Mourinho vill þrjú stig í stórafmælisgjöf Þeir hafa rekið upp stór augu sem hafa skoðað stöðuna í ítölsku A deildinni í vikunni án þess að lesa fréttir undangenginna daga. Juventus, sem áður var helsti keppinautur Napoli um titilinn og virtist vera á góðri siglingu um 10 stigum á eftir toppliðinu, hafði allt í einu misst 15 stig og var fallið niður í 10. sæti, rétt á eftir Empoli. 27. janúar 2023 17:01 „Ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006“ „Við höfum ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006, Calciopoli-skandalinn,“ segir Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska fótboltann, en hneykslismálið sem skekur ítalskan fótbolta þessa dagana var rætt í þaula í nýjasta þættinum af Punkti og basta. 25. janúar 2023 16:02 Juventus áfrýjar fimmtán stiga refsingunni Ítalska stórveldið Juventus hefur áfrýjað ákvörðun ítalska knattspyrnusambandsins um að fimmtán stig skuli dregin af liðinu fyrir brot á félagsskiptareglum. 21. janúar 2023 10:00 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Stigafrádráttur hjá Juventus og Mourinho vill þrjú stig í stórafmælisgjöf Þeir hafa rekið upp stór augu sem hafa skoðað stöðuna í ítölsku A deildinni í vikunni án þess að lesa fréttir undangenginna daga. Juventus, sem áður var helsti keppinautur Napoli um titilinn og virtist vera á góðri siglingu um 10 stigum á eftir toppliðinu, hafði allt í einu misst 15 stig og var fallið niður í 10. sæti, rétt á eftir Empoli. 27. janúar 2023 17:01
„Ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006“ „Við höfum ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006, Calciopoli-skandalinn,“ segir Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska fótboltann, en hneykslismálið sem skekur ítalskan fótbolta þessa dagana var rætt í þaula í nýjasta þættinum af Punkti og basta. 25. janúar 2023 16:02
Juventus áfrýjar fimmtán stiga refsingunni Ítalska stórveldið Juventus hefur áfrýjað ákvörðun ítalska knattspyrnusambandsins um að fimmtán stig skuli dregin af liðinu fyrir brot á félagsskiptareglum. 21. janúar 2023 10:00