Enski boltinn

Liver­pool hélt krísu­fund eftir skellinn gegn City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liverpool-menn ræddu málin opinskátt eftir tapið fyrir meisturum Manchester City.
Liverpool-menn ræddu málin opinskátt eftir tapið fyrir meisturum Manchester City. getty/Clive Brunskill

Eftir að hafa rústað Manchester United, 7-0, hefur Liverpool tapað þremur leikjum í röð.

Liverpool laut í lægra haldi fyrir Englandsmeisturum Manchester City á laugardaginn, 4-1. Liverpool náði forystunni með marki Mohameds Salah en City skoraði næstu fjögur mörk leiksins og vann öruggan sigur.

Þetta var þriðja tap Liverpool í röð eftir risasigurinn á United. Liðið er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 42 stig, átta stigum frá Meistaradeildarsæti. Staða Rauða hersins verður svo enn erfiðari ef Tottenham vinnur Everton í kvöld.

Liverpool mætir stjóralausu liði Chelsea annað kvöld í afar mikilvægum leik. Enskir fjölmiðlar greina frá því að leikmenn Liverpool hafi haldið krísufund í gær til að brýna sig fyrir leikinn gegn Chelsea.

„Þetta er stór dagur,“ sagði Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, eftir leikinn gegn City. „Þegar þú tapar svona verður ýmislegt látið flakka,“ bætti Hollendingurinn við.

Liverpool missti síðast af Meistaradeildarsæti tímabilið 2015-16 sem var það fyrsta undir stjórn Jürgens Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×