Lagið kom út í byrjun febrúar og var frumflutt í beinni útsendingu á Idolinu. Í samtali við Brennsluna fyrr á árinu segir Herra Hnetusmjör að lagið fjalli um smá togstreitu.
„Þetta er svona í dýpri kantinum miðað við mig. Ég er ekkert að gera upp einhver mál. En þetta er svona smá togstreita og svo er boðskapurinn að halda áfram.“
Í spilaranum hér að neðan má hlusta á Íslenska listann á FM en hann hefst á mínútu 18:30.
Metro Boomin’, 21 Savage og The Weeknd sitja í öðru sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið Creepin’. Lagið er endurgerð af öðru lagi frá árinu 2004 sem ber heitið I Don’t Wanna Know með Marino Winans og P. Diddy. Hægt er að hlusta á bæði lög hér að neðan.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.
Lög Íslenska listans:
Íslenski listinn á Spotify: