Enski boltinn

Leikmenn Chelsea uppnefndu Graham Potter Harry og Hogwarts

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Graham Potter stoppaði stutt við hjá Chelsea.
Graham Potter stoppaði stutt við hjá Chelsea. getty/Visionhaus

Graham Potter tókst ekki að vinna sér inn virðingu leikmanna Chelsea sem uppnefndu hann sín á milli.

Potter var rekinn frá Chelsea í fyrradag eftir aðeins sjö mánuði í starfi. Chelsea vann aðeins tólf af 31 leik undir stjórn Potters.

The Athletic greinir frá því að Potter hafi átt erfitt uppdráttar hjá Chelsea og ekki notið virðingar leikmanna liðsins.

Þegar Potter heyrði ekki til kölluðu leikmenn Chelsea hann Harry eða Hogwarts með vísun í bækurnar um Harry Potter.

Þá litu leikmenn Chelsea á Potter sem hálfgerðan „já-mann“ sem gerði bara það sem eigendurnir Todd Boehly og Behdad Eghbali sögðu og notaði leikmennina sem þeir keyptu. Þá var Eghbali reglulegur gestur á æfingasvæði Chelsea sem kom leikmönnum liðsins spánskt fyrir sjónir.

Meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem mögulegir eftirmenn Potters hjá Chelsea eru Mauricio Pochettino og Julian Nagelsmann.

Chelsea mætir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, í fyrsta leiknum eftir að Potter var rekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×