FSu leikur til úrslita í fyrstu tilraun: „Erum eiginlega ekki hræddir við neitt lengur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. apríl 2023 15:01 FSu og FVA mætast í úrslitum FRÍS í kvöld. Fjölbrautaskóli Suðurlands, FSu, er kominn í úrslit Framhaldsskólaleika Rafíþróttasamtaka Íslands í fyrstu tilraun eftir sigur gegn tvöföldum meisturum Tækniskólans í undanúrslitum í síðustu viku. Róbert Khorchai Angeluson, liðsmaður FSu, segir að þrátt fyrir að skólinn sé að taka þátt í fyrsta skipti óttist liðið ekki neitt fyrir úrslitin. „Bara um leið og ég fer að hugsa út í það að við erum að fara að keppa í úrslitum þá myndast spenna og kannski smá stress. En það mun nú bara hjálpa okkur að verða betri,“ sagði Róbert í samtali við Vísi í gærkvöldi. Hann segist ekki hafa tekið sérstaklega eftir því að skólafélagar hans séu að sýna mótinu áhuga, enda sé hann of upptekinn við æfingar. „Ég því miður veit það ekki þar sem ég er ekkert búinn að vera að fylgjast mikið með því hvort krakkarnir í skólanum séu að horfa á leikina eða ekki. Þetta er náttúrulega tölvuleikjamót og það er frekar nýtt og ný íþrótt þannig ég veit ekki hvort skólinn sé eitthvað mikið að fylgjast með. En þar sem þetta eru úrslit þá vona ég bara að sem flestir taki þátt og fylgist með.“ Stífar æfingar Þá segir Róbert að liðið hafi staðið í stífum æfingum undanfarna daga til að undirbúa sig fyrir stóru stundina. „Það er bara fullur fókus núna og við erum mjög margir sem erum að æfa okkur einmitt núna. Ég er búinn að vera hérna síðan síðasta þriðjudag að æfa uppi í Arena. Counter Strike liðið er á fullu núna að æfa og þeir mættu í gær þannig að það eru allir á fullu að æfa og Rocket League liðið er hérna líka. Þetta eru mjög stídar æfingar hjá okkur.“ „Við viljum ekki alltaf lenda í öðru sæti. Eins og í Gettu betur um daginn þar sem við enduðum í öðru sæti. Við reynum að vinna eitthvað,“ sagði Róbert léttur. „Gaf okkur miklu meira sjálfstraust að taka tvöfalda meistara út“ FSu er að taka þátt á Framhaldsskólaleikunum í fyrsta sinn og skólinn er kominn í úrslit í fyrstu tilraun. „Þetta er líka bara magnað hjá okkur þar sem þetta er fyrsta skiptið sem við tökum þátt í FRÍS og við erum komin svona langt. Þá tekur því eiginlega ekki að tapa núna.“ Leið FSu að úrslitum var þó ekki auðveld þar sem skólinn mætti ríkjandi meisturum Tækniskólans í undanúrslitum. Tækniskólinn hefur raunar unnuð FRÍS bæði árin sem mótið hefur verið haldið og bjuggust flestir við að skólinn færi í það minnsta í úrslit þriðja árið í röð. Róbert segir það gefa liðinu gríðarlegt sjálfstraust að hafa slegið ríkjandi meistara úr leik. „Þetta gaf okkur miklu meira sjálfstraust að taka tvöfalda meistara út. Þannig að við erum eiginlega ekki hræddir við neitt lengur,“ sagði Róbert að lokum. Úrslitaviðureign FSu og FVA verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi, en útsendingin hefst klukkan 19.30. Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport
„Bara um leið og ég fer að hugsa út í það að við erum að fara að keppa í úrslitum þá myndast spenna og kannski smá stress. En það mun nú bara hjálpa okkur að verða betri,“ sagði Róbert í samtali við Vísi í gærkvöldi. Hann segist ekki hafa tekið sérstaklega eftir því að skólafélagar hans séu að sýna mótinu áhuga, enda sé hann of upptekinn við æfingar. „Ég því miður veit það ekki þar sem ég er ekkert búinn að vera að fylgjast mikið með því hvort krakkarnir í skólanum séu að horfa á leikina eða ekki. Þetta er náttúrulega tölvuleikjamót og það er frekar nýtt og ný íþrótt þannig ég veit ekki hvort skólinn sé eitthvað mikið að fylgjast með. En þar sem þetta eru úrslit þá vona ég bara að sem flestir taki þátt og fylgist með.“ Stífar æfingar Þá segir Róbert að liðið hafi staðið í stífum æfingum undanfarna daga til að undirbúa sig fyrir stóru stundina. „Það er bara fullur fókus núna og við erum mjög margir sem erum að æfa okkur einmitt núna. Ég er búinn að vera hérna síðan síðasta þriðjudag að æfa uppi í Arena. Counter Strike liðið er á fullu núna að æfa og þeir mættu í gær þannig að það eru allir á fullu að æfa og Rocket League liðið er hérna líka. Þetta eru mjög stídar æfingar hjá okkur.“ „Við viljum ekki alltaf lenda í öðru sæti. Eins og í Gettu betur um daginn þar sem við enduðum í öðru sæti. Við reynum að vinna eitthvað,“ sagði Róbert léttur. „Gaf okkur miklu meira sjálfstraust að taka tvöfalda meistara út“ FSu er að taka þátt á Framhaldsskólaleikunum í fyrsta sinn og skólinn er kominn í úrslit í fyrstu tilraun. „Þetta er líka bara magnað hjá okkur þar sem þetta er fyrsta skiptið sem við tökum þátt í FRÍS og við erum komin svona langt. Þá tekur því eiginlega ekki að tapa núna.“ Leið FSu að úrslitum var þó ekki auðveld þar sem skólinn mætti ríkjandi meisturum Tækniskólans í undanúrslitum. Tækniskólinn hefur raunar unnuð FRÍS bæði árin sem mótið hefur verið haldið og bjuggust flestir við að skólinn færi í það minnsta í úrslit þriðja árið í röð. Róbert segir það gefa liðinu gríðarlegt sjálfstraust að hafa slegið ríkjandi meistara úr leik. „Þetta gaf okkur miklu meira sjálfstraust að taka tvöfalda meistara út. Þannig að við erum eiginlega ekki hræddir við neitt lengur,“ sagði Róbert að lokum. Úrslitaviðureign FSu og FVA verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi, en útsendingin hefst klukkan 19.30.
Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport