Bournemouth tryggði sér sigur í uppbótartíma 15. apríl 2023 16:13 Dominic Solanke fagnar marki sínu í dag. Vísir/Getty Bournemouth vann dramatískan sigur á Tottenham þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurmark Bournemouth kom í uppbótartíma eftir að Tottenham hafði misnotað dauðafæri skömmu áður. Tottenham er í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en Bournemouth sat í 14. sætinu og þarf að hafa varann á ætli liðið sér ekki að dragast niður í fallslaginn. Leiknum var frestað um 15 mínútur vegna umferðaöngþveitis við völlinn en þegar hann loksins hófst var það heimalið Tottenham sem byrjaði betur. Heung-min Son kom Spurs yfir á 14. mínútu eftir sendingu frá Ivan Perisic en Matias Vina jafnaði metin fyrir gestina á 38. mínútu. Í upphafi síðari hálfleiks kom Dominic Solanke Bournemouth síðan yfir og gestirnir í draumalandi í Lundúnum. Tottenham setti allt kapp á sóknarleikinn og það bar ávöxt tveimur mínútum fyrir leikslok þegar Arnaut Danjuma jafnaði metin með góðu skoti frá vítateigslínu. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að tryggja sér sigurinn og Richarlison fékk fínt skallafæri eftir hornspyrnu en kom boltanum ekki á markið. Á fimmtu mínútu uppbótartíma náðu gestirnir hins vegar skyndisókn. Dango Ouattara fór illa með Pierre Emile Hojberg leikmann Spurs og kláraði færið af stakri snilld, staðan 3-2 fyrir Bournemouth sem urðu lokatölur leiksins. Enski boltinn
Bournemouth vann dramatískan sigur á Tottenham þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurmark Bournemouth kom í uppbótartíma eftir að Tottenham hafði misnotað dauðafæri skömmu áður. Tottenham er í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en Bournemouth sat í 14. sætinu og þarf að hafa varann á ætli liðið sér ekki að dragast niður í fallslaginn. Leiknum var frestað um 15 mínútur vegna umferðaöngþveitis við völlinn en þegar hann loksins hófst var það heimalið Tottenham sem byrjaði betur. Heung-min Son kom Spurs yfir á 14. mínútu eftir sendingu frá Ivan Perisic en Matias Vina jafnaði metin fyrir gestina á 38. mínútu. Í upphafi síðari hálfleiks kom Dominic Solanke Bournemouth síðan yfir og gestirnir í draumalandi í Lundúnum. Tottenham setti allt kapp á sóknarleikinn og það bar ávöxt tveimur mínútum fyrir leikslok þegar Arnaut Danjuma jafnaði metin með góðu skoti frá vítateigslínu. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að tryggja sér sigurinn og Richarlison fékk fínt skallafæri eftir hornspyrnu en kom boltanum ekki á markið. Á fimmtu mínútu uppbótartíma náðu gestirnir hins vegar skyndisókn. Dango Ouattara fór illa með Pierre Emile Hojberg leikmann Spurs og kláraði færið af stakri snilld, staðan 3-2 fyrir Bournemouth sem urðu lokatölur leiksins.