Meistararnir gengu frá Leicester í fyrri hálfleik og setja pressu á Skytturnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2023 18:25 John Stones kom Man City á bragðið. EPA-EFE/TIM KEETON Manchester City vann 3-1 sigur á Leicester City í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. John Stones skoraði strax eftir fimm mínútur og ekki löngu síðar fengu heimamenn vítaspyrnu. Erling Braut Håland fór á punktinn og skoraði af öryggi. Hans 31. deildarmark á leiktíðinni. Þegar 25 mínútur voru liðnar bætti Håland við öðru marki sínu og þriðja marki heimamanna. 32 - Erling Haaland has equalled the Premier League record for goals in a 38-game season (32), with only Andrew Cole in 1993-94 (34) and Alan Shearer in 1994-95 (34) netting more in any season overall. Hunting. pic.twitter.com/MCvrfoUuPU— OptaJoe (@OptaJoe) April 15, 2023 Segja má að leikmenn Man Citu hafi þarna ákveðið að eyða engir óþarfa orku það sem eftir lifði leiks. Það virtist sem liðið ætlaði að sigla öruggum 3-0 sigri í hús en undir lok leiks vöknuðu gestirnir af værum blundi. Kelechi Iheanacho skoraði þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Hann átti eftir að skjóta í stöng og James Maddison fékk sömuleiðis gott færi sem Ederson varði. Allt kom fyrir ekki og Man City vann 3-1 sigur. Manchester City er nú með 70 stig í 2. sæti þegar 8 umferðir eru eftir. Arsenal er á toppnum með 73 stig. Þessi lið mætast þann 26. apríl í leik sem gæti skorið úr um hvort verður Englandsmeistari. Enski boltinn
Manchester City vann 3-1 sigur á Leicester City í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. John Stones skoraði strax eftir fimm mínútur og ekki löngu síðar fengu heimamenn vítaspyrnu. Erling Braut Håland fór á punktinn og skoraði af öryggi. Hans 31. deildarmark á leiktíðinni. Þegar 25 mínútur voru liðnar bætti Håland við öðru marki sínu og þriðja marki heimamanna. 32 - Erling Haaland has equalled the Premier League record for goals in a 38-game season (32), with only Andrew Cole in 1993-94 (34) and Alan Shearer in 1994-95 (34) netting more in any season overall. Hunting. pic.twitter.com/MCvrfoUuPU— OptaJoe (@OptaJoe) April 15, 2023 Segja má að leikmenn Man Citu hafi þarna ákveðið að eyða engir óþarfa orku það sem eftir lifði leiks. Það virtist sem liðið ætlaði að sigla öruggum 3-0 sigri í hús en undir lok leiks vöknuðu gestirnir af værum blundi. Kelechi Iheanacho skoraði þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Hann átti eftir að skjóta í stöng og James Maddison fékk sömuleiðis gott færi sem Ederson varði. Allt kom fyrir ekki og Man City vann 3-1 sigur. Manchester City er nú með 70 stig í 2. sæti þegar 8 umferðir eru eftir. Arsenal er á toppnum með 73 stig. Þessi lið mætast þann 26. apríl í leik sem gæti skorið úr um hvort verður Englandsmeistari.