Brjálaðir vegna dýrustu ársmiðanna í ensku úrvalsdeildinni Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2023 08:00 Stuðningsmenn Fulham eru brjálaðir yfir hækkun miðaverðs fyrir næsta tímabil. Vísir/Getty Stuðningsmenn Fulham í ensku úrvalsdeildinni eru brjálaðir vegna hækkunar á miðaverði fyrir næsta tímabil. Miðar í nýrri stúku verða í hæsta verðflokki. Á miðvikudaginn tilkynnti knattspyrnufélagið Fulham um miðaverð á leiki liðsins á næsta tímabili. Stuðningsmenn liðsins eru allt annað en sáttir með hækkunina og hafa skrifað opið bréf til Shahid Khan eiganda liðsins. Miðaverð í þrjár af fjórum stúkum Craven Cottage leikvagnsins verður hækkað um 18% og þar fyrir utan var tilkynnt að verð fyrir ársmiða í hinni nýbyggðu Riverside stúkunni verður hvorki meira né minna en 3000 pund sem gerir rúmlega hálfa milljón íslenskra króna. Ágætis verð fyrir að sjá nokkra fótboltaleiki. Til að kaupa miða á einn leik þarf að punga út 157 pundum eða rúmum 25 þúsund íslenskum krónum. Það er eitt hæsta verð fyrir miða í ensku úrvalsdeildinni. Stuðningsmenn Fulham hafa ekki tekið þessum fréttum af mikilli gleði. Þeir skrifuðu eigandanum Shahid Khan opið bréf og lýstu yfir óánægju sinni. „Við teljum að miðaverðið sé ekki aðlagað að þeim fjárhagslega raunveruleika sem margir af okkar tryggustu stuðningsmönnum búa við. Við krefjumst þess að miðaverð í Riverside stúkunni verði endurskoðað. Miðaverðið gerir það að verkum að stærsti hluti stuðningsmanna hópsins getur aldrei séð leik þar,“ segir í bréfinu og stuðningsmenn segja að tilkynningin um hækkunina hafi orsakað stress og kvíða á meðal stuðninsmanna Fulham. „Sæti yfir meira en 3000 pund er á meðal dýrustu ársmiða í fótboltaheiminum.“ Forráðamenn Fulham telja verðið hins vegar lágt samanborið við önnur félög í ensku úrvalsdeildinni þar sem miðaverðið hefur aðeins hækkað um 2% að meðaltali síðustu tuttugu árin. Fulham er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en hefur ekki átt góðu gengi að fagna að undanförnu. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð en mætir fallkandídötum Everton á morgun. Enski boltinn Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Sjá meira
Á miðvikudaginn tilkynnti knattspyrnufélagið Fulham um miðaverð á leiki liðsins á næsta tímabili. Stuðningsmenn liðsins eru allt annað en sáttir með hækkunina og hafa skrifað opið bréf til Shahid Khan eiganda liðsins. Miðaverð í þrjár af fjórum stúkum Craven Cottage leikvagnsins verður hækkað um 18% og þar fyrir utan var tilkynnt að verð fyrir ársmiða í hinni nýbyggðu Riverside stúkunni verður hvorki meira né minna en 3000 pund sem gerir rúmlega hálfa milljón íslenskra króna. Ágætis verð fyrir að sjá nokkra fótboltaleiki. Til að kaupa miða á einn leik þarf að punga út 157 pundum eða rúmum 25 þúsund íslenskum krónum. Það er eitt hæsta verð fyrir miða í ensku úrvalsdeildinni. Stuðningsmenn Fulham hafa ekki tekið þessum fréttum af mikilli gleði. Þeir skrifuðu eigandanum Shahid Khan opið bréf og lýstu yfir óánægju sinni. „Við teljum að miðaverðið sé ekki aðlagað að þeim fjárhagslega raunveruleika sem margir af okkar tryggustu stuðningsmönnum búa við. Við krefjumst þess að miðaverð í Riverside stúkunni verði endurskoðað. Miðaverðið gerir það að verkum að stærsti hluti stuðningsmanna hópsins getur aldrei séð leik þar,“ segir í bréfinu og stuðningsmenn segja að tilkynningin um hækkunina hafi orsakað stress og kvíða á meðal stuðninsmanna Fulham. „Sæti yfir meira en 3000 pund er á meðal dýrustu ársmiða í fótboltaheiminum.“ Forráðamenn Fulham telja verðið hins vegar lágt samanborið við önnur félög í ensku úrvalsdeildinni þar sem miðaverðið hefur aðeins hækkað um 2% að meðaltali síðustu tuttugu árin. Fulham er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en hefur ekki átt góðu gengi að fagna að undanförnu. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð en mætir fallkandídötum Everton á morgun.
Enski boltinn Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Sjá meira