Sjö egg í laup krummapars á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. apríl 2023 21:04 Grétar Ingi Sigurðsson, verslunarstjóri hjá Byko á Selfossi bendir hér á laupinn við merki verslunarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Enn og aftur hafa hrafnarnir Hrefna og Hrafn gert sér laup við verslun Byko á Selfossi og þar er Hrefna búin að verpa sjö eggjum. En þetta er ekki eini laupurinn á Selfossi. Sama hrafnaparið hefur komið sér upp laup við Byko síðustu ár. Laupurinn núna er reyndar aðeins neðar en síðustu ár. Hröfnunum virðist líða vel á þessum stað enda eru komin sjö egg í laupinn, sem þykir mjög mikið þegar hrafnar eru annars vegar. „Þetta er níunda árið, sem þeir eru hjá okkur. Þetta er mikil skemmtun fyrir aðra og við settum upp myndavél fyrir nokkrum árum og höfum leyft fólki að fylgjast með. Það er fólk út um allan heim að fylgjast með þessu alveg til Ástralíu og víðar. Mér sýnist þetta vera þannig að kerlingin liggur á og karlinn skaffar æti,“ segir Grétar Ingi Sigurðsson, verslunarstjóri hjá Byko á Selfossi. Hrefna, sem passar vel upp á eggin sín í laupnum við Byko á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsmenn Byko gefa líka fuglunum og þá eru þeir kallaðir í mat. Og það stendur ekki á viðbrögðunum, þá koma Hrefna og Hrafn fljúgandi til að sækja matinn og fara með hann á leynistað skammt frá Byko. Þau ætla greinilega að eiga nóg þegar ungarnir sjö klekjast út úr eggjunum. Hægt er að fylgjast með krummaparinu í beinni útsendingu í gegnum vefmyndavél allan sólarhringinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og heldur þú að það verði pláss fyrir sjö unga í laupnum? „Já, já, þau hljóta að hafa pláss. Það er allt skemmtilegt í kringum laupinn og fuglana, til dæmis bara í morgun var hér skólahópur af krökkum að skoða og eru búin að vera að kynna sér þetta,“ segir Grétar Ingi. En það er ekki bara laupurinn við Byko, það er annar laupur skammt frá versluninni í þyrpingu grenitrjáa. Ekki hefur verið laupur þarna áður svo vitað sé til og engin hefur hugmynd um hvort það sé komin egg í laupinn og hvað þau eru mörg, enda krummaparið hér ekki í beinni útsendingu allan sólarhringinn eins og parið við Byko. Þeir sem vilja fylgjast með útsendingunni þar gegna farið inn á heimasíðu Byko. Heimasíða Bykos Eggin sjö í laupnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Fuglar Dýr Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Sama hrafnaparið hefur komið sér upp laup við Byko síðustu ár. Laupurinn núna er reyndar aðeins neðar en síðustu ár. Hröfnunum virðist líða vel á þessum stað enda eru komin sjö egg í laupinn, sem þykir mjög mikið þegar hrafnar eru annars vegar. „Þetta er níunda árið, sem þeir eru hjá okkur. Þetta er mikil skemmtun fyrir aðra og við settum upp myndavél fyrir nokkrum árum og höfum leyft fólki að fylgjast með. Það er fólk út um allan heim að fylgjast með þessu alveg til Ástralíu og víðar. Mér sýnist þetta vera þannig að kerlingin liggur á og karlinn skaffar æti,“ segir Grétar Ingi Sigurðsson, verslunarstjóri hjá Byko á Selfossi. Hrefna, sem passar vel upp á eggin sín í laupnum við Byko á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsmenn Byko gefa líka fuglunum og þá eru þeir kallaðir í mat. Og það stendur ekki á viðbrögðunum, þá koma Hrefna og Hrafn fljúgandi til að sækja matinn og fara með hann á leynistað skammt frá Byko. Þau ætla greinilega að eiga nóg þegar ungarnir sjö klekjast út úr eggjunum. Hægt er að fylgjast með krummaparinu í beinni útsendingu í gegnum vefmyndavél allan sólarhringinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og heldur þú að það verði pláss fyrir sjö unga í laupnum? „Já, já, þau hljóta að hafa pláss. Það er allt skemmtilegt í kringum laupinn og fuglana, til dæmis bara í morgun var hér skólahópur af krökkum að skoða og eru búin að vera að kynna sér þetta,“ segir Grétar Ingi. En það er ekki bara laupurinn við Byko, það er annar laupur skammt frá versluninni í þyrpingu grenitrjáa. Ekki hefur verið laupur þarna áður svo vitað sé til og engin hefur hugmynd um hvort það sé komin egg í laupinn og hvað þau eru mörg, enda krummaparið hér ekki í beinni útsendingu allan sólarhringinn eins og parið við Byko. Þeir sem vilja fylgjast með útsendingunni þar gegna farið inn á heimasíðu Byko. Heimasíða Bykos Eggin sjö í laupnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Fuglar Dýr Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira