Óvissa uppi varðandi framtíð Hamilton hjá Mercedes Aron Guðmundsson skrifar 19. apríl 2023 17:16 Sjöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Sir Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes AP Photo/Luca Bruno Samningur sjöfalda Formúlu 1 heimsmeistarans Lewis Hamilton við Mercedes rennur út eftir yfirstandandi tímabil og enn virðist ekkert bóla á nýjum samningi. Þrátt fyrir yfirlýsingar ökumannsins og liðsstjóra Mercedes hafa sögusagnir um mögulegt brotthvarf Hamilton frá þýska risanum bara orðið háværari eftir því sem vikurnar líða. Byrjun Mercedes á yfirstandandi keppnistímabili í Formúlu 1 hafa ekki orðið til þess að þagga niður í orðrómunum. Mercedes er nú þegar 67 stigum á eftir Red Bull Racing í stigakeppni bílasmiða og Hamilton sjálfur 31 stigi á eftir ríkjandi heimsmeistara ökumanna, Hollendingnum Max Verstappen sem leiðir stigakeppni ökumanna. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes, hefur áður látið hafa það eftir sér að Mercedes sé ekki að undirbúa sig fyrir mögulegt brotthvarf Hamilton frá liðinu. „Ég vil ekki taka upp viðræður við aðra ökumenn vegna þess að ég er ánægður með þá ökumenn sem eru á mála hjá okkur,“ segir Wolff í samtali við Motorsport.com. „Hvað eitthvað plan B varðar þá er það ekki til.“ Að sama skapi hefur Hamilton reynt að tala niður sögusagnir um mögulegt brotthvarf sitt frá Mercedes. „Hvað mig varðar er aðalástæðan fyrir veru minni hjá Mercedes sú að ég vil hjálpa liðinu að sækja fram og leggja mitt af mörkum hvað það varðar,“ sagði Hamilton í viðtali á keppnishelgi Formúlu 1 í Sádi-Arabíu á dögunum. „Ef það kemur að þeim tímapunkti að mér finnst ég ekki geta það lengur, þá er það tímapunkturinn til þess að taka inn yngri ökumann.“ Hinn 38 ára gamli Hamilton hefur verið á mála hjá Mercedes frá árinu 2013 og þar hefur hann verið hluti af mögnuðu gengi liðsins undanfarinn áratug. Hjá Mercedes hefur Hamilton unnið sex heimsmeistaratitla og hefur allt í allt orðið heimsmeistari ökumanna sjö sinnum. Þar stendur hann jafnfætis Formúlu 1 goðsögninni Michael Schumacher. Tengdar fréttir Hamilton horfir öfundaraugum á Red Bull bílinn: Aldrei séð svona hraðan bíl Breski ökukappinn Lewis Hamilton segir að það sé nánast ómögulegt að keppa við Red Bull liðið í formúlu eitt á þessu tímabili. 20. mars 2023 16:00 Lewis Hamilton: Þeir hlustuðu ekki á mig Lewis Hamilton segir ekki hafi verið hlustað á athugasemdir sínar þegar koma að því að hanna nýja Mercedes bílinn fyrir þetta formúlu eitt tímabil. 10. mars 2023 09:30 Lewis Hamilton segir að Mercedes sé að fara aftur á bak Lewis Hamilton var allt annað en sáttur með bílinn sinn eftir fyrsta kappakstur formúlu eitt tímabilsins sem fór fram í Barein um helgina. 7. mars 2023 14:30 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Byrjun Mercedes á yfirstandandi keppnistímabili í Formúlu 1 hafa ekki orðið til þess að þagga niður í orðrómunum. Mercedes er nú þegar 67 stigum á eftir Red Bull Racing í stigakeppni bílasmiða og Hamilton sjálfur 31 stigi á eftir ríkjandi heimsmeistara ökumanna, Hollendingnum Max Verstappen sem leiðir stigakeppni ökumanna. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes, hefur áður látið hafa það eftir sér að Mercedes sé ekki að undirbúa sig fyrir mögulegt brotthvarf Hamilton frá liðinu. „Ég vil ekki taka upp viðræður við aðra ökumenn vegna þess að ég er ánægður með þá ökumenn sem eru á mála hjá okkur,“ segir Wolff í samtali við Motorsport.com. „Hvað eitthvað plan B varðar þá er það ekki til.“ Að sama skapi hefur Hamilton reynt að tala niður sögusagnir um mögulegt brotthvarf sitt frá Mercedes. „Hvað mig varðar er aðalástæðan fyrir veru minni hjá Mercedes sú að ég vil hjálpa liðinu að sækja fram og leggja mitt af mörkum hvað það varðar,“ sagði Hamilton í viðtali á keppnishelgi Formúlu 1 í Sádi-Arabíu á dögunum. „Ef það kemur að þeim tímapunkti að mér finnst ég ekki geta það lengur, þá er það tímapunkturinn til þess að taka inn yngri ökumann.“ Hinn 38 ára gamli Hamilton hefur verið á mála hjá Mercedes frá árinu 2013 og þar hefur hann verið hluti af mögnuðu gengi liðsins undanfarinn áratug. Hjá Mercedes hefur Hamilton unnið sex heimsmeistaratitla og hefur allt í allt orðið heimsmeistari ökumanna sjö sinnum. Þar stendur hann jafnfætis Formúlu 1 goðsögninni Michael Schumacher.
Tengdar fréttir Hamilton horfir öfundaraugum á Red Bull bílinn: Aldrei séð svona hraðan bíl Breski ökukappinn Lewis Hamilton segir að það sé nánast ómögulegt að keppa við Red Bull liðið í formúlu eitt á þessu tímabili. 20. mars 2023 16:00 Lewis Hamilton: Þeir hlustuðu ekki á mig Lewis Hamilton segir ekki hafi verið hlustað á athugasemdir sínar þegar koma að því að hanna nýja Mercedes bílinn fyrir þetta formúlu eitt tímabil. 10. mars 2023 09:30 Lewis Hamilton segir að Mercedes sé að fara aftur á bak Lewis Hamilton var allt annað en sáttur með bílinn sinn eftir fyrsta kappakstur formúlu eitt tímabilsins sem fór fram í Barein um helgina. 7. mars 2023 14:30 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hamilton horfir öfundaraugum á Red Bull bílinn: Aldrei séð svona hraðan bíl Breski ökukappinn Lewis Hamilton segir að það sé nánast ómögulegt að keppa við Red Bull liðið í formúlu eitt á þessu tímabili. 20. mars 2023 16:00
Lewis Hamilton: Þeir hlustuðu ekki á mig Lewis Hamilton segir ekki hafi verið hlustað á athugasemdir sínar þegar koma að því að hanna nýja Mercedes bílinn fyrir þetta formúlu eitt tímabil. 10. mars 2023 09:30
Lewis Hamilton segir að Mercedes sé að fara aftur á bak Lewis Hamilton var allt annað en sáttur með bílinn sinn eftir fyrsta kappakstur formúlu eitt tímabilsins sem fór fram í Barein um helgina. 7. mars 2023 14:30