Eurovision draumur sem breyttist í martröð: „Leið eins og ég hefði brugðist öllum“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 19. apríl 2023 21:03 Söngkonan María Ólafsdóttir opnaði sig á einlægan hátt um þau áhrif sem Eurovision-ferðalagið árið 2015 hefur haft á líf hennar. Vísir/Vilhelm Söngkonuna Maríu Ólafsdóttur hafði alla tíð dreymt um að keppa í Eurovision. Þegar sá draumur rættist árið 2015 breyttist draumurinn þó fljótt í hreina martröð. Átta árum síðar er María enn að vinna úr áfallinu og vekur hún athygli á því hve djúpstæð áhrif neikvæð orðræða á netinu getur haft á einstaklinga. María var gestur Helga Ómarssonar í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Helgaspjallinu. Í þættinum rifjaði María upp Eurovision ferðalagið og sagði á einlægan hátt frá því hvaða áhrif þátttakan hefur haft á líf hennar síðustu ár. María tók þátt í Söngvakeppninni árið 2015 með laginu Lítil skref eftir þá Ásgeir Orra Ásgeirsson, Pálma Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson í StopWaitGo. „Ég á bara mjög góðar minningar úr Söngvakeppninni sjálfri. Það voru allir svo miklir vinir og mér fannst þetta bara geggjað ferli,“ rifjar María upp. Var búin að ákveða að Friðrik Dór myndi vinna María er mikil keppnismanneskja og lagði sig alla fram en átti þó ekki endilega von á því að vinna. Hún var óþekkt andlit og keppti þarna á móti reynsluboltum á borð við Friðrik Dór. „Frikki var og er mjög stórt nafn og á stóran aðdáendahóp. Þó svo að mig langaði þetta og hausinn minn væri kominn út þá var ég að reyna að vera raunsæ. Ég var bara búin að ákveða að Frikki væri að fara að vinna þetta,“ segir hún. Þegar María var kosin áfram í einvígið gegn Friðriki Dór segist hún hafa verið mjög meðvituð um að njóta augnabliksins til fulls þar sem hún hafi verið handviss um að þetta yrði hennar síðasti flutningur á laginu. Nýr veruleiki blasti við Þegar úrslitin voru tilkynnt kom hins vegar annað á daginn og lýsir María því sem miklu áfalli. Eurovision undirbúningurinn fór á fullt og nýr veruleiki blasti við Maríu. „Þetta er svo skrítið. Allt í einu ertu bara orðin einhver stórstjarna. Fólk er að bíða eftir þér og vill myndir af þér og fá áritanir.“ Það reyndist Maríu ákveðin áskorun því hún er að eigin sögn frekar hlédræg og feimin. Athyglin var þó ekki eina áskorunin sem María átti eftir að glíma við í tengslum við keppnina. Fannst fótunum kippt undan sér „Ég held að 2015 hafi verið fyrsta árið sem það var birt opinberlega hvernig símakosningin fór. Þannig fólk gat séð svart á hvítu hverjir fengu hvað mörg atkvæði, dómnefndin valdi þennan og einvígið fór svona. Þannig fólk gat bara rýnt í það. Í því kom fram að ef einvígið hefði ekki verið þá hefði Frikki unnið. Strax þá finnst mér pínu kippt undan mér fótunum.“ Friðrik hafði hlotið fleiri atkvæði í fyrri umferð úrslitanna en eftir einvígið var María ótvíræður sigurvegari með um fimmtán þúsund atkvæða mun. Þetta varð þó mikið hitamál, þá sérstaklega á samfélagsmiðlum, og vildu einhverjir meina að Friðrik hefði átt skilið að vinna. „Ef sá sem hefði verið að keppa á móti mér í einvíginu hefði verið einhver „nobody“ eins og ég, þá hefði umræðan kannski ekki verið svona, en þetta var Frikki.“ „Neikvæðu raddirnar eru svo háværar og þegar maður er svona nýr í þessum bransa þá þarf ekki mikið til að brjóta þig.“ Athyglin sem fylgdi Eurovision reyndist Maríu áskorun þar sem hún er nokkuð feimin og hlédræg að eigin sögn. getty/manfred schmid Röddin gaf sig „Áður en ég fer út þá er ég bara nokkuð góð. Jú, það eru þessar neikvæðu raddir en ég er ekkert eitthvað grátandi heima hjá mér útaf því,“ segir María sem var á þessum tíma með hugann við annað vandamál. Röddin hennar hafði verið undir miklu álagi í tengslum við undirbúning fyrir keppnina og var byrjuð að gefa sig. Hún hafði þurft að fara í sprautur og sterainnöndun á Landspítalanum fyrir brottför sem hjálpaði til í einhvern tíma. En þegar til Austurríkis var komið jókst álagið á röddina enn frekar og þurfti María þá að leita aftur til læknis. „Niðurstaðan var bara að ég var orðin það klemmd að ég náði ekki að skila þessu eins og ég hefði viljað gera. Mér var ráðlagt að taka raddstera sem ég hafði aldrei gert áður. Vandamálið með þá er að þeir hjálpa röddinni en geta valdið því að hjartslátturinn verður mikið hraðari og maður skelfur meira og verður taugaóstyrkur, sem er kannski ekki alveg málið þegar þú ert stressaður fyrir.“ „Ég varð þarna mjög hrædd“ María steig á svið á undanúrslitakvöldi Eurovision og flutti lagið í enskum búningi sem hét þá Unbroken. Þegar úrslitin voru tilkynnt kom í ljós að Ísland kæmist ekki upp úr undanúrslitunum, þá í fyrsta skipti í átta ár. „Mér fannst þetta mjög þungt. Ég varð þarna mjög hrædd eiginlega,“ rifjar María upp og á því við að hún hafi verið hrædd við viðbrögð þjóðarinnar. Á Íslandi ríkir auðvitað einstök menning í kringum Eurovision og er ákveðinn hópur sem á það til að vera gríðarlega stoltur af okkar fulltrúum alveg þar til illa gengur. Þetta var María meðvituð um. „Ég tek líka eftir þessu, ekki bara í Eurovision, heldur líka í íþróttunum. Það er alltaf „stelpurnar okkar“ og „strákarnir okkar“, rosa mikið pepp og allir alveg æðislegir. Svo klúðrar bara einhver víti eða eitthvað, þá er þetta bara alveg ömurlegur leikmaður,“ segir María. Leið eins og hún hefði brugðist öllum Íslenski hópurinn fór út að borða eftir undanúrslitin og lýsir María því hvernig þau sátu og borðuðu í algjörri þögn. „Þegar ég kom heim var ég í miklu áfalli. Mér leið eins og ég hefði brugðist öllum, bæði lagahöfundunum og þjóðinni, sem er frekar þungt þegar þú ert 22 ára.“ Þegar María vann Söngvakeppnina hafði hún verið fyrirfram bókuð á hina ýmsu viðburði það sem eftir var af ári. „Ég varð mjög kvíðin fyrir því að koma fram. Þegar ég var að syngja einhvers staðar þá leið mér svona eins og ég væri ekki að koma fram því einhver vildi koma og horfa á mig, heldur þyrfti ég að sanna mig. Hvert og eitt gigg varð íþyngjandi, þannig ég náði kannski ekki að njóta gigganna á þessu ári.“ „Mér leið eins og ég þyrfti að sanna mig, að ég gæti sungið þetta lag og ég væri í raun og veru góð söngkona. Það tók alveg mikið á mig og á endanum þurfti ég að leita mér hjálpar hjá sálfræðingi til þess að komast í gegnum þetta.“ „Mér fannst þetta bara vera pínu martröð og mig langaði bara pínu að vakna,“ segir hún. María Ólafs á sviðinu í Austurríki árið 2015.getty/nigel treblin „Á hverju einasta ári þá byrjar þessi umræða aftur“ María hefur verið hjá sálfræðingi síðustu ár og unnið markvisst úr því áfalli sem Eurovision ferðalagið reyndist henni vera. Þrátt fyrir þá vinnu segir hún gömlu sárin ýfast upp á hverju ári í kringum Eurovision. „Ef ég á að vera hreinskilin þá var þetta alveg þannig fyrstu árin á eftir að þegar Söngvakeppnin og Eurovision fóru fram þá var ég bara í fósturstellingunni heima skjálfandi. Þetta var bara einhver svona „trigger“.“ „Það eru átta ár síðan ég keppti og á hverju einasta ári þá byrjar þessi umræða aftur, að ég hefði átt að tapa, sem er orðið rosa þreytt. Maður hugsar: Hættir þetta aldrei?“ Yfirsteig óttann og fór aftur út árið 2018 Það var ekki fyrr en árið 2018, þegar Ari Ólafsson keppti í Eurovision fyrir hönd Íslands, að María ákvað að horfast í augu við óttann. Kærasti hennar, Gunnar Leó Pálsson, var í bakröddum í atriðinu það árið og María ákvað að fara með þeim út sem aðstandandi. „Það var alveg pínu erfitt en ég kom fram á einhverjum Eurovision tónleikum. Þetta var smá bara eins og þegar fólk er hrætt við að fara í lyftu og þarf að fara í lyftu. Þetta var drullu erfitt. Þegar ég kom heim þá hugsaði ég „ég gat þetta“ og ég var ekkert í neinu kvíðakasti á keppninni,“ segir hún. Umræðan í kringum Systur ýfði upp gömul sár Maríu hefur því tekist að vinna nokkuð vel úr áfallinu. Hún segist þó hafa upplifað ákveðið bakslag á síðasta ári þegar hljómsveitin Systur bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni. Systur höfðu betur gegn Reykjavíkurdætrum eftir æsispennandi einvígi en umræðan í kjölfarið svipaði til umræðunnar árið 2015. „Mér fannst margt ósanngjarnt sem var sagt um þær. Þá einhvern veginn var mitt einvígi dregið inn í umræðuna,“ segir María. „Bara það að skrifa „Við erum að gera sömu mistök og við gerðum árið 2015 þegar við kusum Maríu í staðinn fyrir Frikka“. Af hverju þarf að draga þetta upp?“ „Fólk verður líka pínu að hugsa. Það er alltaf verið að tala um krakka og einelti. En hvar eru fyrirmyndirnar í því? Fullorðið fólk er líka að haga sér svona á netinu.“ Þegar kom svo að einvígi Diljár Pétursdóttur og Langa Sela og Skugganna í ár fór umræðan af stað enn einu sinni. Þá greip leikkonan Unnur Eggertsdóttir inn í og birti þetta tíst: Getum við sem þjóð hætt að vera svona passive aggressive við Maríu Ólafs? Vá hvað það hlýtur að vera þreytandi að heyra ennþá ÁTTA ÁRUM seinna að þú hefðir átt að tapa #12stig— Unnur Eggertsdóttir (@UnnurEggerts) February 18, 2023 Tíst Unnar fór á flug og snerti það Maríu djúpt. Sterkari fyrir vikið og útilokar ekki að gefa Eurovision annað tækifæri Í dag er María á góðum stað í lífinu. Hún eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári, hefur gefið út nokkur lög á síðustu árum og setið í dómnefnd Íslands í Eurovision. „Ég er náttúrlega miklu sterkari eftir þessa reynslu,“ segir hún. Þrátt fyrir að hafa upplifað draum sinn verða að martröð útilokar María það ekki að hún muni gefa Eurovision annað tækifæri í framtíðinni. „Eins og þetta var 2015, þá var maður bara blautur á bak við eyrun og treysti fagfólki til þess að segja manni hvernig maður ætti að gera þetta. En ég held að í dag myndi ég kannski meira stjórna ferðinni sjálf.“ Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Maríu Ólafs í heild sinni. Eurovision Tónlist Tengdar fréttir María Ólafs og Gunnar Leó eignuðust lítinn dreng Söngkonan og Eurovision-stjarnan María Ólafsdóttir og trommarinn Gunnar Leó Pálsson eignuðust lítinn dreng um helgina. 5. júlí 2022 09:30 María Ólafs og Einar frumsýna myndband við nýja ballöðu „Við erum búin að vera á fullu að taka upp nýja tónlist í Stúdíó Sýrlandi síðustu daga og vikur og erum mjög spennt fyrir framhaldinu,” segir María Ólafsdóttir söngkona, en hún ásamt Einari Erni Jónssyni píanóleikara skipa Löður Music. 1. nóvember 2021 13:00 María Ólafs sest í sæti dómara í Eurovision María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2015 með lagið Lítil skref, verður í dómnefnd Íslands í Eurovision sem fram fer í Ísrael í ár. Tilkynnt hefur verið hverjir standa vaktina í dómnefndum þátttökuþjóðanna. 30. apríl 2019 12:17 María Ólafs mætt aftur í Eurovision en núna í öðru hlutverki Ari Ólafsson steig á sviðið í Altice höllinni í Lissabon í Portúgal í kvöld og flutti lagið Our Choice í dómararennslinu. 7. maí 2018 20:30 María Ólafs sendir frá sér sumarsmell María Ólafsdóttir Eurovision söngkona er kominn til baka eftir smá hlé. 25. apríl 2018 23:58 María um flutninginn: „Mikið stress í gangi“ María Ólafsdóttir segist myndu taka aftur þátt í Eurovision ef henni stæði það til boða. 22. maí 2015 14:55 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
María var gestur Helga Ómarssonar í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Helgaspjallinu. Í þættinum rifjaði María upp Eurovision ferðalagið og sagði á einlægan hátt frá því hvaða áhrif þátttakan hefur haft á líf hennar síðustu ár. María tók þátt í Söngvakeppninni árið 2015 með laginu Lítil skref eftir þá Ásgeir Orra Ásgeirsson, Pálma Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson í StopWaitGo. „Ég á bara mjög góðar minningar úr Söngvakeppninni sjálfri. Það voru allir svo miklir vinir og mér fannst þetta bara geggjað ferli,“ rifjar María upp. Var búin að ákveða að Friðrik Dór myndi vinna María er mikil keppnismanneskja og lagði sig alla fram en átti þó ekki endilega von á því að vinna. Hún var óþekkt andlit og keppti þarna á móti reynsluboltum á borð við Friðrik Dór. „Frikki var og er mjög stórt nafn og á stóran aðdáendahóp. Þó svo að mig langaði þetta og hausinn minn væri kominn út þá var ég að reyna að vera raunsæ. Ég var bara búin að ákveða að Frikki væri að fara að vinna þetta,“ segir hún. Þegar María var kosin áfram í einvígið gegn Friðriki Dór segist hún hafa verið mjög meðvituð um að njóta augnabliksins til fulls þar sem hún hafi verið handviss um að þetta yrði hennar síðasti flutningur á laginu. Nýr veruleiki blasti við Þegar úrslitin voru tilkynnt kom hins vegar annað á daginn og lýsir María því sem miklu áfalli. Eurovision undirbúningurinn fór á fullt og nýr veruleiki blasti við Maríu. „Þetta er svo skrítið. Allt í einu ertu bara orðin einhver stórstjarna. Fólk er að bíða eftir þér og vill myndir af þér og fá áritanir.“ Það reyndist Maríu ákveðin áskorun því hún er að eigin sögn frekar hlédræg og feimin. Athyglin var þó ekki eina áskorunin sem María átti eftir að glíma við í tengslum við keppnina. Fannst fótunum kippt undan sér „Ég held að 2015 hafi verið fyrsta árið sem það var birt opinberlega hvernig símakosningin fór. Þannig fólk gat séð svart á hvítu hverjir fengu hvað mörg atkvæði, dómnefndin valdi þennan og einvígið fór svona. Þannig fólk gat bara rýnt í það. Í því kom fram að ef einvígið hefði ekki verið þá hefði Frikki unnið. Strax þá finnst mér pínu kippt undan mér fótunum.“ Friðrik hafði hlotið fleiri atkvæði í fyrri umferð úrslitanna en eftir einvígið var María ótvíræður sigurvegari með um fimmtán þúsund atkvæða mun. Þetta varð þó mikið hitamál, þá sérstaklega á samfélagsmiðlum, og vildu einhverjir meina að Friðrik hefði átt skilið að vinna. „Ef sá sem hefði verið að keppa á móti mér í einvíginu hefði verið einhver „nobody“ eins og ég, þá hefði umræðan kannski ekki verið svona, en þetta var Frikki.“ „Neikvæðu raddirnar eru svo háværar og þegar maður er svona nýr í þessum bransa þá þarf ekki mikið til að brjóta þig.“ Athyglin sem fylgdi Eurovision reyndist Maríu áskorun þar sem hún er nokkuð feimin og hlédræg að eigin sögn. getty/manfred schmid Röddin gaf sig „Áður en ég fer út þá er ég bara nokkuð góð. Jú, það eru þessar neikvæðu raddir en ég er ekkert eitthvað grátandi heima hjá mér útaf því,“ segir María sem var á þessum tíma með hugann við annað vandamál. Röddin hennar hafði verið undir miklu álagi í tengslum við undirbúning fyrir keppnina og var byrjuð að gefa sig. Hún hafði þurft að fara í sprautur og sterainnöndun á Landspítalanum fyrir brottför sem hjálpaði til í einhvern tíma. En þegar til Austurríkis var komið jókst álagið á röddina enn frekar og þurfti María þá að leita aftur til læknis. „Niðurstaðan var bara að ég var orðin það klemmd að ég náði ekki að skila þessu eins og ég hefði viljað gera. Mér var ráðlagt að taka raddstera sem ég hafði aldrei gert áður. Vandamálið með þá er að þeir hjálpa röddinni en geta valdið því að hjartslátturinn verður mikið hraðari og maður skelfur meira og verður taugaóstyrkur, sem er kannski ekki alveg málið þegar þú ert stressaður fyrir.“ „Ég varð þarna mjög hrædd“ María steig á svið á undanúrslitakvöldi Eurovision og flutti lagið í enskum búningi sem hét þá Unbroken. Þegar úrslitin voru tilkynnt kom í ljós að Ísland kæmist ekki upp úr undanúrslitunum, þá í fyrsta skipti í átta ár. „Mér fannst þetta mjög þungt. Ég varð þarna mjög hrædd eiginlega,“ rifjar María upp og á því við að hún hafi verið hrædd við viðbrögð þjóðarinnar. Á Íslandi ríkir auðvitað einstök menning í kringum Eurovision og er ákveðinn hópur sem á það til að vera gríðarlega stoltur af okkar fulltrúum alveg þar til illa gengur. Þetta var María meðvituð um. „Ég tek líka eftir þessu, ekki bara í Eurovision, heldur líka í íþróttunum. Það er alltaf „stelpurnar okkar“ og „strákarnir okkar“, rosa mikið pepp og allir alveg æðislegir. Svo klúðrar bara einhver víti eða eitthvað, þá er þetta bara alveg ömurlegur leikmaður,“ segir María. Leið eins og hún hefði brugðist öllum Íslenski hópurinn fór út að borða eftir undanúrslitin og lýsir María því hvernig þau sátu og borðuðu í algjörri þögn. „Þegar ég kom heim var ég í miklu áfalli. Mér leið eins og ég hefði brugðist öllum, bæði lagahöfundunum og þjóðinni, sem er frekar þungt þegar þú ert 22 ára.“ Þegar María vann Söngvakeppnina hafði hún verið fyrirfram bókuð á hina ýmsu viðburði það sem eftir var af ári. „Ég varð mjög kvíðin fyrir því að koma fram. Þegar ég var að syngja einhvers staðar þá leið mér svona eins og ég væri ekki að koma fram því einhver vildi koma og horfa á mig, heldur þyrfti ég að sanna mig. Hvert og eitt gigg varð íþyngjandi, þannig ég náði kannski ekki að njóta gigganna á þessu ári.“ „Mér leið eins og ég þyrfti að sanna mig, að ég gæti sungið þetta lag og ég væri í raun og veru góð söngkona. Það tók alveg mikið á mig og á endanum þurfti ég að leita mér hjálpar hjá sálfræðingi til þess að komast í gegnum þetta.“ „Mér fannst þetta bara vera pínu martröð og mig langaði bara pínu að vakna,“ segir hún. María Ólafs á sviðinu í Austurríki árið 2015.getty/nigel treblin „Á hverju einasta ári þá byrjar þessi umræða aftur“ María hefur verið hjá sálfræðingi síðustu ár og unnið markvisst úr því áfalli sem Eurovision ferðalagið reyndist henni vera. Þrátt fyrir þá vinnu segir hún gömlu sárin ýfast upp á hverju ári í kringum Eurovision. „Ef ég á að vera hreinskilin þá var þetta alveg þannig fyrstu árin á eftir að þegar Söngvakeppnin og Eurovision fóru fram þá var ég bara í fósturstellingunni heima skjálfandi. Þetta var bara einhver svona „trigger“.“ „Það eru átta ár síðan ég keppti og á hverju einasta ári þá byrjar þessi umræða aftur, að ég hefði átt að tapa, sem er orðið rosa þreytt. Maður hugsar: Hættir þetta aldrei?“ Yfirsteig óttann og fór aftur út árið 2018 Það var ekki fyrr en árið 2018, þegar Ari Ólafsson keppti í Eurovision fyrir hönd Íslands, að María ákvað að horfast í augu við óttann. Kærasti hennar, Gunnar Leó Pálsson, var í bakröddum í atriðinu það árið og María ákvað að fara með þeim út sem aðstandandi. „Það var alveg pínu erfitt en ég kom fram á einhverjum Eurovision tónleikum. Þetta var smá bara eins og þegar fólk er hrætt við að fara í lyftu og þarf að fara í lyftu. Þetta var drullu erfitt. Þegar ég kom heim þá hugsaði ég „ég gat þetta“ og ég var ekkert í neinu kvíðakasti á keppninni,“ segir hún. Umræðan í kringum Systur ýfði upp gömul sár Maríu hefur því tekist að vinna nokkuð vel úr áfallinu. Hún segist þó hafa upplifað ákveðið bakslag á síðasta ári þegar hljómsveitin Systur bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni. Systur höfðu betur gegn Reykjavíkurdætrum eftir æsispennandi einvígi en umræðan í kjölfarið svipaði til umræðunnar árið 2015. „Mér fannst margt ósanngjarnt sem var sagt um þær. Þá einhvern veginn var mitt einvígi dregið inn í umræðuna,“ segir María. „Bara það að skrifa „Við erum að gera sömu mistök og við gerðum árið 2015 þegar við kusum Maríu í staðinn fyrir Frikka“. Af hverju þarf að draga þetta upp?“ „Fólk verður líka pínu að hugsa. Það er alltaf verið að tala um krakka og einelti. En hvar eru fyrirmyndirnar í því? Fullorðið fólk er líka að haga sér svona á netinu.“ Þegar kom svo að einvígi Diljár Pétursdóttur og Langa Sela og Skugganna í ár fór umræðan af stað enn einu sinni. Þá greip leikkonan Unnur Eggertsdóttir inn í og birti þetta tíst: Getum við sem þjóð hætt að vera svona passive aggressive við Maríu Ólafs? Vá hvað það hlýtur að vera þreytandi að heyra ennþá ÁTTA ÁRUM seinna að þú hefðir átt að tapa #12stig— Unnur Eggertsdóttir (@UnnurEggerts) February 18, 2023 Tíst Unnar fór á flug og snerti það Maríu djúpt. Sterkari fyrir vikið og útilokar ekki að gefa Eurovision annað tækifæri Í dag er María á góðum stað í lífinu. Hún eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári, hefur gefið út nokkur lög á síðustu árum og setið í dómnefnd Íslands í Eurovision. „Ég er náttúrlega miklu sterkari eftir þessa reynslu,“ segir hún. Þrátt fyrir að hafa upplifað draum sinn verða að martröð útilokar María það ekki að hún muni gefa Eurovision annað tækifæri í framtíðinni. „Eins og þetta var 2015, þá var maður bara blautur á bak við eyrun og treysti fagfólki til þess að segja manni hvernig maður ætti að gera þetta. En ég held að í dag myndi ég kannski meira stjórna ferðinni sjálf.“ Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Maríu Ólafs í heild sinni.
Eurovision Tónlist Tengdar fréttir María Ólafs og Gunnar Leó eignuðust lítinn dreng Söngkonan og Eurovision-stjarnan María Ólafsdóttir og trommarinn Gunnar Leó Pálsson eignuðust lítinn dreng um helgina. 5. júlí 2022 09:30 María Ólafs og Einar frumsýna myndband við nýja ballöðu „Við erum búin að vera á fullu að taka upp nýja tónlist í Stúdíó Sýrlandi síðustu daga og vikur og erum mjög spennt fyrir framhaldinu,” segir María Ólafsdóttir söngkona, en hún ásamt Einari Erni Jónssyni píanóleikara skipa Löður Music. 1. nóvember 2021 13:00 María Ólafs sest í sæti dómara í Eurovision María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2015 með lagið Lítil skref, verður í dómnefnd Íslands í Eurovision sem fram fer í Ísrael í ár. Tilkynnt hefur verið hverjir standa vaktina í dómnefndum þátttökuþjóðanna. 30. apríl 2019 12:17 María Ólafs mætt aftur í Eurovision en núna í öðru hlutverki Ari Ólafsson steig á sviðið í Altice höllinni í Lissabon í Portúgal í kvöld og flutti lagið Our Choice í dómararennslinu. 7. maí 2018 20:30 María Ólafs sendir frá sér sumarsmell María Ólafsdóttir Eurovision söngkona er kominn til baka eftir smá hlé. 25. apríl 2018 23:58 María um flutninginn: „Mikið stress í gangi“ María Ólafsdóttir segist myndu taka aftur þátt í Eurovision ef henni stæði það til boða. 22. maí 2015 14:55 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
María Ólafs og Gunnar Leó eignuðust lítinn dreng Söngkonan og Eurovision-stjarnan María Ólafsdóttir og trommarinn Gunnar Leó Pálsson eignuðust lítinn dreng um helgina. 5. júlí 2022 09:30
María Ólafs og Einar frumsýna myndband við nýja ballöðu „Við erum búin að vera á fullu að taka upp nýja tónlist í Stúdíó Sýrlandi síðustu daga og vikur og erum mjög spennt fyrir framhaldinu,” segir María Ólafsdóttir söngkona, en hún ásamt Einari Erni Jónssyni píanóleikara skipa Löður Music. 1. nóvember 2021 13:00
María Ólafs sest í sæti dómara í Eurovision María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2015 með lagið Lítil skref, verður í dómnefnd Íslands í Eurovision sem fram fer í Ísrael í ár. Tilkynnt hefur verið hverjir standa vaktina í dómnefndum þátttökuþjóðanna. 30. apríl 2019 12:17
María Ólafs mætt aftur í Eurovision en núna í öðru hlutverki Ari Ólafsson steig á sviðið í Altice höllinni í Lissabon í Portúgal í kvöld og flutti lagið Our Choice í dómararennslinu. 7. maí 2018 20:30
María Ólafs sendir frá sér sumarsmell María Ólafsdóttir Eurovision söngkona er kominn til baka eftir smá hlé. 25. apríl 2018 23:58
María um flutninginn: „Mikið stress í gangi“ María Ólafsdóttir segist myndu taka aftur þátt í Eurovision ef henni stæði það til boða. 22. maí 2015 14:55