Newcastle niðurlægði Tottenham og stefnan er sett á Meistaradeildina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. apríl 2023 14:54 Alexander Isak skoraði tvö mörk fyrir Newcastle er liðið niðurlægði Tottenham í dag. Clive Brunskill/Getty Images Newcastle vann vægast sagt sannfærandi sigur er liðið tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 6-1 í leik sem var nánast búinn áður en hann byrjaði og Newcastle er nú í kjörstöðu í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Það varð fljótt ljóst í hvap stefndi því Jacob Murphy kom heimamönnum yfir eftir rétt rúmlega mínútu leik áður en Joelinton tvöfaldaði forystu Newcastle fjórum mínútum síðar. Murphy var svo aftur á ferðinni þremur mínútum eftir annað markið og staðan var því orðin 3-0 áður en tíu mínútur voru liðnar. Alexander Isak bætti fjórða marki liðsins við á 19. mínútu eftir frábæra sendingu Joe Willock innfyrir vörn gestanna og sænski framherjinn bætti öðru marki sínu og fimmta marki heimamanna við þegar leikurinn var aðeins tuttugu mínútna gamall. Ótrúlegar tölur á St. James' Park og heimamenn gátu leyft sér að taka fótinn af bensíngjöfinni þegar fyrri hálfleikur var ekki einu sinni hálfnaður. Gestirnir í Tottenham náðu að klóra örlítið í bakkann snemma í síðari hálfleik þegar Harry Kane skoraði gott mark, en varamaðurinn Callum Wilson endurheimti fimm marka forskot Newcastle rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok og þar við sat. Niðurstaðan því ótrúlegur 6-1 sigur Newcastle sem nú situr í þriðja sæti deildarinnar með 59 stig eftir 31 leik, sex stigum fyrir ofan Tottenham sem situr í fimmta sætinu. Magnificent. 🔥 pic.twitter.com/DVIrn5MzTn— Newcastle United FC (@NUFC) April 23, 2023 Þá vann West Ham einnig afar sannfærandi sigur er liðið heimsótti Bournemouth á sama tíma, 0-4. Michail Antonio, Lucas Paqueta og Declan Rice sáu um markaskorun West Ham í fyrri hálfleik áður en Pablo Fornals gulltryggði sigurinn á 72. mínútu. Enski boltinn
Newcastle vann vægast sagt sannfærandi sigur er liðið tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 6-1 í leik sem var nánast búinn áður en hann byrjaði og Newcastle er nú í kjörstöðu í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Það varð fljótt ljóst í hvap stefndi því Jacob Murphy kom heimamönnum yfir eftir rétt rúmlega mínútu leik áður en Joelinton tvöfaldaði forystu Newcastle fjórum mínútum síðar. Murphy var svo aftur á ferðinni þremur mínútum eftir annað markið og staðan var því orðin 3-0 áður en tíu mínútur voru liðnar. Alexander Isak bætti fjórða marki liðsins við á 19. mínútu eftir frábæra sendingu Joe Willock innfyrir vörn gestanna og sænski framherjinn bætti öðru marki sínu og fimmta marki heimamanna við þegar leikurinn var aðeins tuttugu mínútna gamall. Ótrúlegar tölur á St. James' Park og heimamenn gátu leyft sér að taka fótinn af bensíngjöfinni þegar fyrri hálfleikur var ekki einu sinni hálfnaður. Gestirnir í Tottenham náðu að klóra örlítið í bakkann snemma í síðari hálfleik þegar Harry Kane skoraði gott mark, en varamaðurinn Callum Wilson endurheimti fimm marka forskot Newcastle rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok og þar við sat. Niðurstaðan því ótrúlegur 6-1 sigur Newcastle sem nú situr í þriðja sæti deildarinnar með 59 stig eftir 31 leik, sex stigum fyrir ofan Tottenham sem situr í fimmta sætinu. Magnificent. 🔥 pic.twitter.com/DVIrn5MzTn— Newcastle United FC (@NUFC) April 23, 2023 Þá vann West Ham einnig afar sannfærandi sigur er liðið heimsótti Bournemouth á sama tíma, 0-4. Michail Antonio, Lucas Paqueta og Declan Rice sáu um markaskorun West Ham í fyrri hálfleik áður en Pablo Fornals gulltryggði sigurinn á 72. mínútu.