Manchester United í úrslitaleikinn eftir sigur í vítaspyrnukeppni Aron Guðmundsson skrifar 23. apríl 2023 18:20 Leikmenn Manchester United ærðust af fögnuði þegar ljóst var að liðið væri komið í úrslitaleik enska bikarsins. Þar verður andstæðingurinn Manchester City Visir/Getty Manchester United er komið áfram í úrslitaleik enska bikarsins eftir sigur gegn Brighton í undanúrslitum, leik sem fór alla leið í bráðabana í vítaspyrnukeppni. Leikið var á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í dag. Ljóst var fyrir leik dagsins að sigurlið þess myndi mæta Manchester City í úrslitaleik keppninnar en þeir úr bláklædda hluta Manchesterborgar unnu í gær sannfærandi sigur á Sheffield United í fyrri undanúrslitaleiknum. Staða Brighton og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni gaf til kynna að um afar jafnan leik yrði að ræða í dag og að sama skapi að spennan yrði mikil enda mikið í húfi. Brighton byrjaði leikinn betur og átti Mac Allister besta tækifæri liðsins framan af en David de Gea sá við honum í marki Manchester United. Leikmenn Manchester United sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn en svo fór að ekkert mark var skorað áður en flautað var til hálfleiks. Svipaðir hlutir voru upp á teningnum í seinni hálfleik þar sem að Brighton byrjaði betur. Danny Welbeck, sóknarmaður liðsins og fyrrum leikmaður Manchester United fékk gullið tækifæri til að skora fyrsta mark leiksins en skalli hans af stuttu færi fór yfir markið. Hvorugu liðinu tókst að finna netmöskvana áður en leiktíminn rann út og því þurfti að grípa til framlengingar. Robert Sánchez, markvörður Brighton reyndist þrándur í götu Manchester United að úrslitaleiknum og í fyrri hálfleik framlengingarinnar átti hann magnaða markvörslu eftir að skot Marcus Rashford hafði viðkomu í varnarmanni Brighton. Hreint út sagt mögnuð markvarsla sem hélt Brighton á lífi í leiknum. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar reyndist Manchester United sterkari aðilinn og hafði betur 7-6. Liðið tryggði sér þar með farseðil í úrslitaleik enska bikarsins þar sem andstæðingurinn verður nágrannaliðið Manchester City. Vítaspyrnukeppnin: Spyrnumenn Brighton: Alexis Mac Allister – SkoraðiPascal Gross – SkoraðiUndav – SkoraðiEstupinan – SkoraðiLewis Dunk – SkoraðiWebster – SkoraðiMarch – Brenndi af Spyrnumenn Manchester United: Casemiro – SkoraðiDiogo Dalot – SkoraðiJadon Sancho – SkoraðiMarcus Rashford – SkoraðiMarcel Sabitzer – SkoraðiWout Weghorst – SkoraðiVictor Lindelöf - Skoraði Enski boltinn
Manchester United er komið áfram í úrslitaleik enska bikarsins eftir sigur gegn Brighton í undanúrslitum, leik sem fór alla leið í bráðabana í vítaspyrnukeppni. Leikið var á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í dag. Ljóst var fyrir leik dagsins að sigurlið þess myndi mæta Manchester City í úrslitaleik keppninnar en þeir úr bláklædda hluta Manchesterborgar unnu í gær sannfærandi sigur á Sheffield United í fyrri undanúrslitaleiknum. Staða Brighton og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni gaf til kynna að um afar jafnan leik yrði að ræða í dag og að sama skapi að spennan yrði mikil enda mikið í húfi. Brighton byrjaði leikinn betur og átti Mac Allister besta tækifæri liðsins framan af en David de Gea sá við honum í marki Manchester United. Leikmenn Manchester United sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn en svo fór að ekkert mark var skorað áður en flautað var til hálfleiks. Svipaðir hlutir voru upp á teningnum í seinni hálfleik þar sem að Brighton byrjaði betur. Danny Welbeck, sóknarmaður liðsins og fyrrum leikmaður Manchester United fékk gullið tækifæri til að skora fyrsta mark leiksins en skalli hans af stuttu færi fór yfir markið. Hvorugu liðinu tókst að finna netmöskvana áður en leiktíminn rann út og því þurfti að grípa til framlengingar. Robert Sánchez, markvörður Brighton reyndist þrándur í götu Manchester United að úrslitaleiknum og í fyrri hálfleik framlengingarinnar átti hann magnaða markvörslu eftir að skot Marcus Rashford hafði viðkomu í varnarmanni Brighton. Hreint út sagt mögnuð markvarsla sem hélt Brighton á lífi í leiknum. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar reyndist Manchester United sterkari aðilinn og hafði betur 7-6. Liðið tryggði sér þar með farseðil í úrslitaleik enska bikarsins þar sem andstæðingurinn verður nágrannaliðið Manchester City. Vítaspyrnukeppnin: Spyrnumenn Brighton: Alexis Mac Allister – SkoraðiPascal Gross – SkoraðiUndav – SkoraðiEstupinan – SkoraðiLewis Dunk – SkoraðiWebster – SkoraðiMarch – Brenndi af Spyrnumenn Manchester United: Casemiro – SkoraðiDiogo Dalot – SkoraðiJadon Sancho – SkoraðiMarcus Rashford – SkoraðiMarcel Sabitzer – SkoraðiWout Weghorst – SkoraðiVictor Lindelöf - Skoraði