Enski boltinn

Stjóri Jóhanns Bergs á blaði hjá Chelsea

Aron Guðmundsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson og Vincent Kompany hafa náð afar vel saman hjá Burnley 
Jóhann Berg Guðmundsson og Vincent Kompany hafa náð afar vel saman hjá Burnley  Vísir/Getty

Vincent Kompany, knatt­spyrnu­stjóri ís­lenska lands­liðs­mannsins Jóhanns Bergs Guð­munds­sonar hjá enska B-deildar liðinu Burnl­ey er einn þeirra sem er á blaði hjá for­ráða­mönnum Chelsea er kemur að ráðningu á nýjum knatt­spyrnu­stjóra fé­lagsins.

Frá þessu greinir Sky Sports í dag en Kompany hefur verið að gera virki­lega flotta hluti á sínu fyrsta tíma­bili sem knatt­spyrnu­stjóri Burnl­ey. Liðið hefur nú þegar tryggt sér sæti í ensku úr­vals­deildinni á næsta tíma­bili.

Þjálfara­ferill Kompany, sem á sínum tíma sló í gegn sem leik­maður Manchester City, er ekki langur. Hann hófst í Belgíu hjá Ander­lecht og þaðan færði hann sig yfir til Burnl­ey og orðið til þess að ferskir vindar blása þar.

Á sama tíma hefur enska úr­vals­deildar­fé­laginu Burnl­ey gengið bölvan­lega. For­ráða­menn fé­lagsins hafa í tví­gang rekið knatt­spyrnu­stjóra sinn á yfir­standandi tíma­bili og nú er Frank Lampard starfandi þar sem bráða­birgða­stjóri.

Heimildir Sky Sports herma að þrír knatt­spyrnu­stjórar séu á blaði hjá for­ráða­mönnum Chelsea þessa stundina. Það séu þeir Mauricio Pochettino, Vincent Kompany og einn stjóri til við­bótar sem ekki er nafngreindur sem um ræðir þar.

Talið er að Julian Nagelsmann, fyrrum knattspyrnustjóri Bayern Munchen hafi ekki lengur áhuga á að taka við stjórnartaumunum á Brúnni. 

Þessa dagana fari fram ó­form­legir fundir for­ráða­manna Chelsea með fyrr­greindum stjórum.

Þrátt fyrir að stórum fjár­hæðum hafi verið eytt í kaup á nýjum leik­mönnum hafa úr­slitin ekki fallið með Chelsea.

Liðið er sem stendur í 11. sæti ensku úr­vals­deildarinnar með 39 stig, 11 stigum frá Evrópu­sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×