Lífið

Að­dá­endur komu Cap­aldi aftur til bjargar

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lewsi Capaldi nýtur gríðarlegra vinsælda.
Lewsi Capaldi nýtur gríðarlegra vinsælda. Getty/Frank Hoensch

Aðdáendur söngvarans Lewis Capaldi sungu heilt lag fyrir hann á tónleikum í Chicago í Bandaríkjunum fyrir helgi. Capaldi, sem glímir við Tourette, gat ekki klárað lagið vegna heilkennisins. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Capaldi þakkar aðdáendum sínum fyrir sambærilegan stuðning. Á tónleikum í Þýskalandi í febrúar gripu aðdáendur söngvarann einnig þegar hann glímdi við kæki vegna Tourettes.

Myndbandið hér að neðan birti Capaldi á TikTok eftir tónleikana í vikunni og þakkaði aðdáendum sínum fyrir.

@lewiscapaldi so sorry I couldn t continue but thank you so much Chicago #lewiscapaldi Someone You Loved - Lewis Capaldi

Söngvarinn er gríðarlega vinsæll og hefur reglulega rætt Tourette-heilkennið opinberlega. Hann segir aukið álag hafa gert einkennin svæsnari en Capaldi hefur spilað á fjölmörgum tónleikum, fyrir tugi þúsunda áhorfenda, síðustu mánuðina. Söngvarinn sagði í viðtali fyrir skömmu að hann gæti þurft að hætta koma fram vegna heilkennisins, fyrir fullt og allt.

Lewis Capaldi átti að koma fram hér á landi í ágúst í fyrra en tónleikunum var frestað með tveggja sólarhringa fyrirvara vegna „vandamála við framkvæmd þeirra.“ Sena tók yfir rekstur tónleikanna nýverið og mun söngvarinn koma fram í Laugardalshöllinni hinn 11. ágúst næstkomandi að öllu óbreyttu.


Tengdar fréttir

Hundrað þúsund krónur í vaskinn eftir frestunina

Viktor Klimazewski flaug til Reykjavíkur frá Egilsstöðum í gærmorgun til þess að fara á tónleika með Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í kvöld. Tónleikunum var frestað nokkrum tímum síðar og eru Viktor og kærasta hans hundrað þúsund krónum fátækari þar til annað kemur í ljós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×