Arteta: Leikurinn gegn City mun ekki ráða úrslitum í titilbaráttunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 11:31 Mikel Arteta hefur gert frábæra hluti með Arsenal í vetur en prófin verða ekki stærri en það sem bíður liðsins í kvöld. Getty/Julian Finney Flestir líta á leik Manchester City og Arsenal í kvöld sem úrslitaleik um Englandsmeistaratitilinn í ár. Knattspyrnustjóri Arsenal er þó ekki á því að þessi leikur ráði endanlega úrslitum. Arsenal er búið að gera jafntefli í þremur leikjum í röð og forskot liðsins á Manchester City er nú fimm stig, City-menn eru með þetta í sínum höndum því þeir eiga tvo leiki inni. Mikel Arteta insists Arsenal's trip to face Man City is not a Premier League title decider, but concedes his side now have to be perfect in order to stay top of the table... pic.twitter.com/9gAsCsK0Xj— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 25, 2023 Stórleikurinn í kvöld fer fram á heimavelli Manchester City þar sem Arsenal hefur ekki fagnað sigri síðan í janúar 2015. City sló Arsenal út úr enska bikarnum í janúar og er á svaka skriði með ellefu sigra í síðustu tólf leikjum. „Við vissum það frá byrjun að City væri liðið sem við þyrftum að vinna alveg eins og Liverpool vegna þess hvað þessi tvö lið hafa afrekað undanfarin ár,“ sagði Mikel Arteta á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við vildum loka bilinu á milli okkar og þeirra og sýna að við getum keppt við þá um titilinn. Við vissum að við þyrftum að fara á Etihad en vitum líka að eftir það bíða okkar fimm erfiðir leikir. Við vitum að leikurinn í kvöld verður risastór leikur en mun hann skilgreina tímabilið okkar. Svarið við því er nei,“ sagði Arteta. Arteta er á því að Man City-Arsenal leikurinn muni ekki ráða úrslitum í titilbaráttunni því mikið eigi eftir að gerast á lokasprettinum. „Allir mótherjar krefjast mismunandi hluta af þér en gefa um leið mismunandi tækifæri. Það er engin breyting á því með City en auðvitað eru gæðin í liðin eins mikil og þau finnast í heiminum,“ sagði Arteta. Arteta er að reyna að létta pressunni af sínum mönnum sem hafa litið út fyrir það í síðustu leikjum að þeir séu að fara á taugum. Í tveimur af þessum jafnteflum hefur liðið misst niður tveggja marka forystu og í síðasta leik byrjaði liðið hörmulega. Enski boltinn Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Sjá meira
Arsenal er búið að gera jafntefli í þremur leikjum í röð og forskot liðsins á Manchester City er nú fimm stig, City-menn eru með þetta í sínum höndum því þeir eiga tvo leiki inni. Mikel Arteta insists Arsenal's trip to face Man City is not a Premier League title decider, but concedes his side now have to be perfect in order to stay top of the table... pic.twitter.com/9gAsCsK0Xj— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 25, 2023 Stórleikurinn í kvöld fer fram á heimavelli Manchester City þar sem Arsenal hefur ekki fagnað sigri síðan í janúar 2015. City sló Arsenal út úr enska bikarnum í janúar og er á svaka skriði með ellefu sigra í síðustu tólf leikjum. „Við vissum það frá byrjun að City væri liðið sem við þyrftum að vinna alveg eins og Liverpool vegna þess hvað þessi tvö lið hafa afrekað undanfarin ár,“ sagði Mikel Arteta á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við vildum loka bilinu á milli okkar og þeirra og sýna að við getum keppt við þá um titilinn. Við vissum að við þyrftum að fara á Etihad en vitum líka að eftir það bíða okkar fimm erfiðir leikir. Við vitum að leikurinn í kvöld verður risastór leikur en mun hann skilgreina tímabilið okkar. Svarið við því er nei,“ sagði Arteta. Arteta er á því að Man City-Arsenal leikurinn muni ekki ráða úrslitum í titilbaráttunni því mikið eigi eftir að gerast á lokasprettinum. „Allir mótherjar krefjast mismunandi hluta af þér en gefa um leið mismunandi tækifæri. Það er engin breyting á því með City en auðvitað eru gæðin í liðin eins mikil og þau finnast í heiminum,“ sagði Arteta. Arteta er að reyna að létta pressunni af sínum mönnum sem hafa litið út fyrir það í síðustu leikjum að þeir séu að fara á taugum. Í tveimur af þessum jafnteflum hefur liðið misst niður tveggja marka forystu og í síðasta leik byrjaði liðið hörmulega.
Enski boltinn Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Sjá meira