Enski boltinn

Erling braut fjörutíu marka múrinn

Jón Már Ferro skrifar
Haaland gæti brotið blað í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Haaland gæti brotið blað í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. EPA-EFE/TIM KEETON

Erling Haaland hefur komið með beinum hætti að fjörutíu mörkum í ensku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili, það er með því að skora sjálfur eða leggja upp mark fyrir félaga sína.

Haaland vantar nú sjö mörk til að jafna met Alan Shearer, frá 1994-95 tímabilinu, og Andrew Cole, frá tímabilinu á undan. Báðir skoruðu þeir 34 mörk og gáfu þrettán stoðsendingar eða komu samtals að 47 mörkum liða sinna.

Norðmaðurinn er fimmti leikmaðurinn til að koma að fjörutíu mörkum á tímabili en fyrir ofan hann á listanum eru auk Cole og Shearer, Thierry Henry (44, timabilið 2002-03), Luis Suárez (43, 2013-14) og Mohamed Salah (42, 2017-18).

Haaland skoraði sitt 33. mark í ensku úrvalsdeildinni, gegn Arsenal, í gær og komst þar með yfir Mohamed Salah, leikmann Liverpool, á listanum yfir þá sem hafa skorað mest í 38 leikja deild.

Salah skoraði 32 mörk á 2017-18 tímabilinu og hafði því haldið metinu í fimm ár. Luiz Suarez, Cristiano Ronaldo og Alan Shearer voru allir með 31 mark og því engin smá nöfn á þessum lista.


Tengdar fréttir

„Raun­veru­leikinn er sá að við erum enn á eftir Arsenal“

Þrátt fyrir 4-1 sigur á Arsenal í kvöld þá sendi Pep Guardiola skýr skilaboð til sinna manna þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. Manchester City mun ekki slaka á þrátt fyrir sigurinn og þó liðið eigi leiki til góða. Það þarf að klára dæmið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×