Enski boltinn

Yngsti stjóri í sögu ensku úr­vals­deildarinnar

Jón Már Ferro skrifar
Ryan Mason ásamt Gareth Bale eftir leik gegn Sheffield United í maí 2021.
Ryan Mason ásamt Gareth Bale eftir leik gegn Sheffield United í maí 2021. Justin Setterfield/Getty

Ryan Mason tók við sem bráðabirgðarstjóri Tottenham í annað sinn síðastliðin mánudag. Fyrir tveimur árum og fjórum dögum varð hann yngsti knattspyrnustjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. 

Þá var Mason einungis 29 ára gamall sem þykir ansi ungt, sérstaklega í ljósi þess að flestir atvinnumenn spila langt fram yfir þrítugsaldurinn.

Sem leikmaður á Mason að baki 69 leiki í ensku úrvalsdeildinni en þurfti að hætta einungis, 26 ára, vegna höfuðkúpubrots sem hann varð fyrir í skallaeinvígi við Gary Cahill í tapi Hull gegn Chelsea, í maí 2017. Mason sem þá var leikmaður Hull segist muna eftir öllu sem gerðist fyrir og eftir skallaeinvígið örlagaríka.

Stundin þegar fótboltaferill Ryan Mason endaði.Vísir/Getty

Mason þekkir vel til hjá Tottenham og leikmannahóp liðsins sömuleiðis, ásamt því að hafa verið knattspyrnustjóri félagsins hefur hann verið aðstoðarþjálfari og yfirþjálfari knattspyrnuakademíunnar. Síðast þegar Mason var stjóri Tottenham þá vann liðið fjóra leiki og tapaði þremur leikjum. Nú er hann reynslunni ríkari og vonast til að geta snúið við slæmu gengi liðsins.

„Ég hef verið nógu lengi í fótbolta til að vita að hlutirnir geta breyst mjög hratt. Ég hef trú á leikmannahóp mínum og því sem ég vil gera. Vonandi getum við fært það inn á völlinn,“ sagði Mason á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld gegn Manchester United. Það er eins gott að hann breyti hlutunum til hins betra fljótt og örugglega, því Tottenham á einungis sex leiki eftir af ensku úrvalsdeildinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×