Enski boltinn

Hvetur United til að nýta sér ófarir Spurs og kaupa Kane

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harry Kane hefur verið orðaður við Manchester United.
Harry Kane hefur verið orðaður við Manchester United. getty/Marc Atkins

Rio Ferdinand segir að nú sé tækifæri fyrir hans gamla lið, Manchester United, að kaupa Harry Kane.

Samningur Kanes við Tottenham rennur út næsta sumar og hann hefur verið orðaður við önnur lið, meðal annars United. Kane lagði upp jöfnunarmark Spurs í leiknum gegn United í gær. 

Á meðan leiknum stóð heyrðust stuðningsmenn United syngja: Harry Kane, við sjáumst í júní. Ferdinand hvetur United til að nýta sér slæma stöðu Tottenham og kaupa fyrirliða enska landsliðsins.

„Það kæmi mér á óvart ef það væru engar samræður hjá háttsettum aðilum um Kane,“ sagði Ferdinand.

„Seljið hann núna, áður en tímabilinu lýkur. United þarf að horfa á stöðuna sem Spurs er í,“ bætti Ferdinand við í léttum dúr.

Spurs tapaði 6-1 fyrir Newcastle United um helgina. Í kjölfarið var Cristian Stellini rekinn sem bráðabirgðastjóri liðsins. Ryan Mason tók við og stýrir liðinu út tímabilið.

Spurs lenti 0-2 undir í leiknum gegn United í gær en kom til baka og náði að jafna, 2-2. Tottenham er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×