Hljómsveitarmeðlimirnir Brian Littrell, Nick Carter og Howie Dorough hafa helst sýnt frá ferðalaginu en þeir heimsóttu meðal annars Ingólfsskála í Ölfusi, Bláa lónið og gæddi Howie sér á sinni fyrstu SS pylsu í miðborg Reykjavíkur.
Fyrsta máltíðin í Reykjavík
Howies var ánægður með pylsuna og þótti ristaði laukurinn gefa skemmtilega áferð.
Smellið á F5 eða endurhlaðið síðunni til að sjá færslur Backstreet boys á Instagram að neðan.
Silica maski og blíða í Bláa lóninu
Howie og Brian brostu sínu blíðasta í Lóninu og segist Brian ætla að heimsækja Ísland aftur.
Lambakjöt í Ölfusi
Nick Carter sýndi frá því þegar hluti hljómsveitarinnar ásamt fríðu föruneyti, gæddi sér á kvöldverði í Ingólfsskála í Ölfusi þar sem fiskisúpa og lambakjöt var meðal annars á boðstólnum.
Þá má sjá að áhrifavaldurinn Þórunn Ívarsdóttir var með þeim við borðhaldið.
Hljómsveitarmeðlimir eru fimm og samanstendur sveitin af Brian Littrell, Nick Carter, Howie Dorough, Kevin Richardsson og AJ McLean. Sveitin fagnaði 30 ára afmæli sínu 20. apríl síðastliðinn.