Enski boltinn

Vatnsflaska Pickfords hafði rétt fyrir sér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jordan Pickford varði mikilvæga vítaspyrnu í gær.
Jordan Pickford varði mikilvæga vítaspyrnu í gær. AP/Jon Super

Jordan Pickford, markvörður Everton, kom sínu til bjargar í fallbaráttunni um helgina þegar hann varði vítaspyrnu í 2-2 jafntefli á móti Leicester.

Leicester átti möguleika á því að komast í 3-1 í uppbótatíma fyrri hálfleiks þegar liðið fékk vítaspyrnu.

James Maddison fór á punktinn en hann ætlaði að vera flottur á því og skjóta á mitt markið.

Pickford var hins vegar viðbúinn því, beið með að skutla sér og varði vítið.

Þegar betur var á góð þá sáu menn að það voru upplýsingar um vítaskyttur Leicester City liðsins á vatnsflösku Pickford.

Á henni stóð: James Maddison. Vertu kyrr. 60% líkur á að hann skjóti á mitt markið.

Vatnsflaska Pickfords hafði því rétt fyrir sér og Everton liðið endaði á því að jafna leikinn í seinni hálfleik og tryggja sér mikilvægt stig í fallbaráttunni.

Hér fyrir neðan má sjá þessa frægu vatnsflösku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×