„Ég er jafnoki Pep, Klopp og Arteta“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. maí 2023 07:00 Sam Allardyce er orðinn knattspyrnustjóri Leeds. lufc.co.uk Sam Allardyce, nýráðinn þjálfari Leeds í ensku úrvalsdeildinni, segist hafa tekið sér tvær mínútur til að hugsa um tilboð Leeds að gerast þjálfari liðsins. Hann segir áskorunina að halda liðinu uppi þá stærstu á ferlinum. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Sam Allardyce var kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Leeds. Verkefni hans er að halda Leeds í ensku úrvalsdeildinni en liðið er með 30 stig, jafn mörg og Nottingham Forest og einu stigi meira en Everton en bæði þau lið sitja í fallsæti. Allardyce er þriðji stjóri Leeds á tímabilinu og hann var mættur á sinn fyrsta blaðamannafund í dag. Þar var hann ekkert að skafa af hlutunum. „Ég er 68 ára og mögulega lít ég út fyrir að vera gamalla en það er enginn framar mér í fótboltafræðunum. Ekki Pep, ekki Klopp, ekki Arteta. Ég er með þetta allt. Þeir gera það sem þeir gera og ég geri það sem ég geri,“ sagði kokhraustur Allardyce. "Not Pep, not Klopp, not Arteta..." Sam Allardyce says there is no manager ahead of him in terms of football knowledge and experience.pic.twitter.com/hQoGJ4u20H— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 3, 2023 „Hvað þekkinguna varðar, þá er ég ekki að segja að ég sé betri en þeir en ég er svo sannarlega jafn góður.“ Allardyce greindi einnig frá því að fólk hefði sagt við hann að hann væri brjálaður að taka að sér þetta starf. „Þetta var óvænt því það er langt liðið á tímabilið og mörgum þjálfurum hefur verið skipt út, flestum í sögu úrvalsdeildarinnar. Ég hélt að þetta væri búið þetta tímabilið. Ég hugsaði mig um í tvær mínútur áður en ég sagði já, ég varð að vera snöggur svo ég gæti verið kominn sæmilega tímanlega fyrir leikinn gegn City,“ sagði Allardyce en Leeds mætir Englandsmeisturum Manchester City á laugardaginn. Stærsta áskorunin á ferlinum Allardyce segir að áskorunin sem hann stendur frammi fyrir sé sú stærsta á ferlinum. „Þetta er líklega ein sú stærsta því það eru svo fáir leikir eftir. Að reyna að bjarga liðinu er mikil ábyrgð en ég vill takast á við þetta vegna þess hvaða félag Leeds er.“ Samkvæmt fréttum frá Englandi fær Allardyce 500 þúsund pund fyrir leikina fjóra sem hann verður við stjórnvölinn og 2,5 milljónir punda í bónus takist honum að halda Leeds uppi. Hann veit ekki hvort hann verður áfram á Elland Road að tímabilinu loknu. „Aldrei að segja aldrei. Það fer eftir því hvað gerist í þessum síðustu fjórum leikjum og hvernig stamalið verður. Einnig hvernig mér líður og það sem er enn mikilvægara, hvernig konunni minni líður.“ When your phone alarm goes off during Sam Allardyce's first press conference as Leeds United manager #BBCFootball pic.twitter.com/DN6BrCznqY— BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2023 Allardyce hafði vonast eftir því að hinn hundtryggi aðstoðarmaður hans Sammy Lee, gæti verið við hlið hans hjá Leeds en svo verður ekki. Lee hefur verið Allardyce til aðstoðar hjá fjölmörgum félögum en hann fékk ekki leyfi til að sleppa kviðdómsskyldu. „Dómarinn hefur skilið Sammy eftir vinnulausan og vildi ekki hleypa honum burt. Mér finnst þetta slæm dómgreind, þetta er synd því honum finnst gaman að vinna með mér og ég elska að hafa hann með mér.“ Leeds hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum og markatalan í síðustu fjórum leikjum er 19-4 andstæðingunum í vil. Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Sjá meira
Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Sam Allardyce var kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Leeds. Verkefni hans er að halda Leeds í ensku úrvalsdeildinni en liðið er með 30 stig, jafn mörg og Nottingham Forest og einu stigi meira en Everton en bæði þau lið sitja í fallsæti. Allardyce er þriðji stjóri Leeds á tímabilinu og hann var mættur á sinn fyrsta blaðamannafund í dag. Þar var hann ekkert að skafa af hlutunum. „Ég er 68 ára og mögulega lít ég út fyrir að vera gamalla en það er enginn framar mér í fótboltafræðunum. Ekki Pep, ekki Klopp, ekki Arteta. Ég er með þetta allt. Þeir gera það sem þeir gera og ég geri það sem ég geri,“ sagði kokhraustur Allardyce. "Not Pep, not Klopp, not Arteta..." Sam Allardyce says there is no manager ahead of him in terms of football knowledge and experience.pic.twitter.com/hQoGJ4u20H— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 3, 2023 „Hvað þekkinguna varðar, þá er ég ekki að segja að ég sé betri en þeir en ég er svo sannarlega jafn góður.“ Allardyce greindi einnig frá því að fólk hefði sagt við hann að hann væri brjálaður að taka að sér þetta starf. „Þetta var óvænt því það er langt liðið á tímabilið og mörgum þjálfurum hefur verið skipt út, flestum í sögu úrvalsdeildarinnar. Ég hélt að þetta væri búið þetta tímabilið. Ég hugsaði mig um í tvær mínútur áður en ég sagði já, ég varð að vera snöggur svo ég gæti verið kominn sæmilega tímanlega fyrir leikinn gegn City,“ sagði Allardyce en Leeds mætir Englandsmeisturum Manchester City á laugardaginn. Stærsta áskorunin á ferlinum Allardyce segir að áskorunin sem hann stendur frammi fyrir sé sú stærsta á ferlinum. „Þetta er líklega ein sú stærsta því það eru svo fáir leikir eftir. Að reyna að bjarga liðinu er mikil ábyrgð en ég vill takast á við þetta vegna þess hvaða félag Leeds er.“ Samkvæmt fréttum frá Englandi fær Allardyce 500 þúsund pund fyrir leikina fjóra sem hann verður við stjórnvölinn og 2,5 milljónir punda í bónus takist honum að halda Leeds uppi. Hann veit ekki hvort hann verður áfram á Elland Road að tímabilinu loknu. „Aldrei að segja aldrei. Það fer eftir því hvað gerist í þessum síðustu fjórum leikjum og hvernig stamalið verður. Einnig hvernig mér líður og það sem er enn mikilvægara, hvernig konunni minni líður.“ When your phone alarm goes off during Sam Allardyce's first press conference as Leeds United manager #BBCFootball pic.twitter.com/DN6BrCznqY— BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2023 Allardyce hafði vonast eftir því að hinn hundtryggi aðstoðarmaður hans Sammy Lee, gæti verið við hlið hans hjá Leeds en svo verður ekki. Lee hefur verið Allardyce til aðstoðar hjá fjölmörgum félögum en hann fékk ekki leyfi til að sleppa kviðdómsskyldu. „Dómarinn hefur skilið Sammy eftir vinnulausan og vildi ekki hleypa honum burt. Mér finnst þetta slæm dómgreind, þetta er synd því honum finnst gaman að vinna með mér og ég elska að hafa hann með mér.“ Leeds hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum og markatalan í síðustu fjórum leikjum er 19-4 andstæðingunum í vil.
Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Sjá meira