Chelsea vann sinn fyrsta leik síðan í mars

Frank Lampard, bráðabirgðastjóri Chelsea kátur að leik loknum
Frank Lampard, bráðabirgðastjóri Chelsea kátur að leik loknum Vísir/Getty

Chelsea gerði sér lítið fyrir og vann loksins leik eftir langa bið frá síðasta sigri liðsins. Liðið heimsótti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag og enduðu leikar með 3-1 sigri Lampard og félaga.

Conor Gallagher kom Chelsea yfir strax á 9. mínútu leiksins með marki eftir stoðsendingu frá N'Golo Kante. 

Þannig stóðu leikar allt þar til á 21. mínútu þegar að Matías Vina jafnaði metin fyrir heimamenn í Bournemouth.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik en þegar komið var undir lok leiks kom Benoit Baddiashile, leikmaður Chelsea, boltanum í netið og staðan því orðin 2-1. 

Það var síðan á 86. mínútu sem Joao Felix innsiglaði 3-1 sigur Chelsea með marki eftir stoðsendingu frá Raheem Sterling. 

Um er að ræða afar kærkominn og langþráðan sigur Chelsea sem hafði ekki unnið leik í öllum keppnum síðan þann 11. mars fyrr á þessu ári. 

Chelsea situr í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir með 42 stig. Bournemouth er í 14. sæti með 39 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira