Kane kom Totten­ham aftur á sigur­braut

Harry Kane fagnar marki sínu í dag
Harry Kane fagnar marki sínu í dag Vísir/Getty

Tottenham vann í dag 1-0 sigur á nágrönnum sínum í Crystal Palace er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á Tottenham Hotspur leikvanginum.

Eina mark leiksins kom í uppbótartíma venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik en það skoraði fyrirliði Tottenham, framherjinn Harry Kane eftir stoðsendingu frá Pedro Porro. 

Lærisveinar Roy Hodgson í Crystal Palace fundu ekki jöfnunarmarkið og því vann Tottenham sinn fyrsta sigur undir stjórn bráðabirgðastjórans Ryan Mason.

Jafnframt er þetta fyrsti sigur Tottenham síðan þann 8. apríl síðastliðinn en með honum kemst liðið upp í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og situr þar með 57 stig. 

Crystal Palace er hins vegar í 12. sæti með 40 stig. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira