„Þetta voru hræðileg mistök“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. maí 2023 07:00 David De Gea gerði hræðileg mistök í marki West Ham. Vísir/Getty David De Gea gerði sig sekan um slæm mistök í sigurmarki West Ham gegn Manchester United í dag. Baráttan um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili opnaðist upp á gátt eftir úrslit helgarinnar. West Ham vann 1-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag en það var Said Benrahma sem skoraði sigurmark West Ham í fyrri hálfleik. Hann skaut að marki fyrir utan vítateig og David De Gea, markvörður United, missti boltann á einhvern ótrúlegan hátt framhjá sér og í netið. Úrslitin eru bagaleg fyrir United sem hefði getað lyft sér upp í þriðja sætið með sigri og í leiðinni stigið stórt skref í átt að sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Liðið er nú stigi á undan Liverpool með einn leik til góða. United á fjóra leiki eftir í deildinni en Liverpool þrjá. Newcastle er í þriðja sætinu, þremur stigum á undan Liverpool og á fjóra leiki eftir líkt og United. Hér sést Said Benrahma skjóta að marki en David De Gea náði ekki að verja fremur laust skot Benrahma.Vísir/Getty Eftir leik vildi Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, ekki skella skuldinni á spænska markvörðinn. „Mistök eru hluti af knattspyrnu og í þessu liði þarftu að takast á við þau og koma til baka vegna þess að þetta er liðsíþrótt,“ sagði Ten Hag í viðtali eftir leikinn. „Hann er sá markvörður sem heldur einna oftast hreinu og það gerum við líka sem lið. Þetta getur gerst, þetta er fótbolti en allir þurfa að taka ábyrgð.“ „Gerir stór mistök í stórum leikjum“ Samningur De Gea rennur út að tímabilinu loknu og hafa samningaviðræður um framleningu staðið yfir síðustu vikur og mánuði. Mistök eins og þau sem De Gea gerði í dag hjálpa honum varla á þeirri vegferð að sækja nýjan samning hjá United. „Spurningin er hvort hann sé nógu góður í fótunum til að spila eins og Erik Ten Hag vill,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrum landsliðsmaður og leikmaður United, eftir leikinn í dag. „Hvað varðar það að verja skot þá gerði hann mistök í dag, en það er ekki það sem er málið. Er hann nógu góður knattspyrnumaður til að spila fyrir Manchester United?“ 4 - David de Gea has made four errors leading to a goal in all competitions this season, the joint-most of any Premier League player, along with Hugo Lloris. Howler. pic.twitter.com/nnDGryuhQP— OptaJoe (@OptaJoe) May 7, 2023 Peter Crouch var með Ferdinand í stúdíói BT Sport eftir leik. Hann sagði ekki hægt að fara í felur með það að mistök De Gea í dag hefðu verið hræðileg. „Ef hann er í samningaviðræður þá hjálpar það ekki að gera svona mistök. Hann hefur verið frábær markvörður á síðustu árum en í augnablikinu líður manni þannig að hann geri stór mistök í stórum leikjum. David De Gea klúðraði í dag, við getum ekki sykurhúðað það. Það er ekki hægt að réttlæta þetta á neinn hátt, þetta voru hræðileg mistök.“ Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
West Ham vann 1-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag en það var Said Benrahma sem skoraði sigurmark West Ham í fyrri hálfleik. Hann skaut að marki fyrir utan vítateig og David De Gea, markvörður United, missti boltann á einhvern ótrúlegan hátt framhjá sér og í netið. Úrslitin eru bagaleg fyrir United sem hefði getað lyft sér upp í þriðja sætið með sigri og í leiðinni stigið stórt skref í átt að sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Liðið er nú stigi á undan Liverpool með einn leik til góða. United á fjóra leiki eftir í deildinni en Liverpool þrjá. Newcastle er í þriðja sætinu, þremur stigum á undan Liverpool og á fjóra leiki eftir líkt og United. Hér sést Said Benrahma skjóta að marki en David De Gea náði ekki að verja fremur laust skot Benrahma.Vísir/Getty Eftir leik vildi Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, ekki skella skuldinni á spænska markvörðinn. „Mistök eru hluti af knattspyrnu og í þessu liði þarftu að takast á við þau og koma til baka vegna þess að þetta er liðsíþrótt,“ sagði Ten Hag í viðtali eftir leikinn. „Hann er sá markvörður sem heldur einna oftast hreinu og það gerum við líka sem lið. Þetta getur gerst, þetta er fótbolti en allir þurfa að taka ábyrgð.“ „Gerir stór mistök í stórum leikjum“ Samningur De Gea rennur út að tímabilinu loknu og hafa samningaviðræður um framleningu staðið yfir síðustu vikur og mánuði. Mistök eins og þau sem De Gea gerði í dag hjálpa honum varla á þeirri vegferð að sækja nýjan samning hjá United. „Spurningin er hvort hann sé nógu góður í fótunum til að spila eins og Erik Ten Hag vill,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrum landsliðsmaður og leikmaður United, eftir leikinn í dag. „Hvað varðar það að verja skot þá gerði hann mistök í dag, en það er ekki það sem er málið. Er hann nógu góður knattspyrnumaður til að spila fyrir Manchester United?“ 4 - David de Gea has made four errors leading to a goal in all competitions this season, the joint-most of any Premier League player, along with Hugo Lloris. Howler. pic.twitter.com/nnDGryuhQP— OptaJoe (@OptaJoe) May 7, 2023 Peter Crouch var með Ferdinand í stúdíói BT Sport eftir leik. Hann sagði ekki hægt að fara í felur með það að mistök De Gea í dag hefðu verið hræðileg. „Ef hann er í samningaviðræður þá hjálpar það ekki að gera svona mistök. Hann hefur verið frábær markvörður á síðustu árum en í augnablikinu líður manni þannig að hann geri stór mistök í stórum leikjum. David De Gea klúðraði í dag, við getum ekki sykurhúðað það. Það er ekki hægt að réttlæta þetta á neinn hátt, þetta voru hræðileg mistök.“
Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira