Tónlist

Af­hjúpa fleiri tón­listar­at­riði á Þjóð­há­tíð

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Tónlistarkonan Una Torfa kemur fram á Þjóðhátíð í ár í fyrsta sinn.
Tónlistarkonan Una Torfa kemur fram á Þjóðhátíð í ár í fyrsta sinn. Anna Maggý

Þjóðhátíð fer fram með pomp og prakt yfir Verslunarmannahelgina, 3. - 6. ágúst næstkomandi. Emmsjé Gauti er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins sem verður frumflutt í byrjun júní en Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í dag um fleiri tónlistaratriði. 

Rapp hljómsveitin XXX Rottweiler mun aftur stíga á stokk í Herjólfsdalnum en þeir trylltu lýðinn í dalnum í fyrra. Tónlistarkonan Una Torfa kemur fram á hátíðinni í fyrsta skipti í ár og það á stóra sviðinu. Blaðamaður tók púlsinn á henni. 

„Ég er bara alveg ótrúlega spennt og ég hlakka mikið til. Ég hef aldrei farið á Þjóðhátíð áður þannig að þetta verður skemmtileg fyrsta upplifun af hátíðinni,“ segir Una. 

Í spilaranum hér að neðan má sjá Unu Torfa flytja lagið Fyrrverandi á Hlustendaverðlaununum í ár:

Jón Ólafsson er einnig meðal nýtilkynntra tónlistarmanna sem koma fram á Þjóðhátíð í ár en hann verður í góðum hópi ásamt eiginkonu sinni og söngkonunni Hildi Völu, tónlistarmanninum Eyfa og hljómsveitarbræðrum sínum úr Nýdönsk, þeim Birni Jörundi og Daníel Ágústi. 

Áður tilkynnt atriði auk Emmsjé Gauta eru Bríet, Stjórnin og Friðrik Dór. Það eru nákvæmlega 88 dagar í stærstu útihátíð ársins hérlendis og geta áhugasamir fylgst með hér


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×