Lífið

Tommi Steindórs fann ástina í örmum sunddrottningar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Tommi Steindórs og Hrafnhildur Lúthers eru nýtt par.
Tommi Steindórs og Hrafnhildur Lúthers eru nýtt par.

Útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson, betur þekktur sem Tommi Steindórs, hefur fundið ástina í faðmi afreksíþróttakonunnar Hrafnhildar Lúthersdóttur.

Ástin virðist blómstra á milli þeirra en þau mættu saman í afmælisveislu Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillz, í Sjálandi í Garðabæ á laugardagskvöld þar sem þau létu vel að hvort öðru.

Tómas starfar sem útvarpsmaður á X977 og stjórnar þáttunum Tommi Steindórs og Boltinn lýgur ekki.

Hrafnhildur hefur unnið til margra verðlauna sem afrekskona í sundi víðsvegar um heiminn og hafnaði meðal annars í 6. sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Þá hefur hún nokkrum sinnum verið valin íþróttakona Hafnarfjarðar og hafnaði í öðru sæti í kjörinu um íþróttamann ársins árið 2017.

Hrafnhildur er systir tónlistarmannsins Auðuns Lútherssonar, betur þekktur sem Auður.


Tengdar fréttir

Tommi Steindórs og Margrét Maack hætt saman

Fjöllistakonan Margrét Erla Maack og útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson eru hætt saman. Þau höfðu verið í sambandi í yfir sex ár og eiga saman eina dóttur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×