Spennandi veiðileyfi í lax í júní Karl Lúðvíksson skrifar 17. maí 2023 08:29 Veida.is er einn stærsti söluaðili veiðileyfa á Íslandi Nú styttist óðum í að laxveiðin hefjist en fyrstu laxarnir eru að mæta í árnar um þetta leyti en veiði hefst 1. júní. Veiðimenn eru orðnir mjög spenntir fyrir laxveiðisumrinu enda er ekki annað að sjá en að árnar verði í góðu vatni, í það minnsta inní júlí því apríl og maí hafa sjaldan verið jafn blautir og vatnsstaðan er góð. Það er nokkur hópur sem bíður gjarnan með að bóka leyfi fram á síðasta dag og Veiðivísir hefur aðeins verið að skoða hvað er í boði hjá hinum og þessum söluaðilum veiðileyfa. Einn af stærstu söluaðilum veiðileyfa á landinu er vefurinn www.veida.is en við renndum aðeins yfir lausa daga í laxveiði fyrir júní. Á vefnum hjá þeim er meðal annars hægt að finna lausa daga í Brennunni í júní en það er klárlega frábær tími á þessu svæði en þetta er vesturbakkinn í Hvítá í Borgarfirði þar sem Grímsá kemur út í hana. Sama má segja um hinn bakkann þar sem veiðisvæðið Straumar liggur en meðfram þeim bakka gengur laxinn sem ætlar upp í Norðurá. Það er líka laust í Sogið í Bíldsfell og Alviðru, laust holl í Hallá og Blöndu I og Blöndu IV. Það eru lausar stangir í Hvítá við Skálholt en þar má veiða á spún, maðk og flugu. Stangveiði Mest lesið Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Talið niður í gæsaveiðina Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði 44 laxar á land á fyrsta degi í Miðfjarðará Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl Veiði
Veiðimenn eru orðnir mjög spenntir fyrir laxveiðisumrinu enda er ekki annað að sjá en að árnar verði í góðu vatni, í það minnsta inní júlí því apríl og maí hafa sjaldan verið jafn blautir og vatnsstaðan er góð. Það er nokkur hópur sem bíður gjarnan með að bóka leyfi fram á síðasta dag og Veiðivísir hefur aðeins verið að skoða hvað er í boði hjá hinum og þessum söluaðilum veiðileyfa. Einn af stærstu söluaðilum veiðileyfa á landinu er vefurinn www.veida.is en við renndum aðeins yfir lausa daga í laxveiði fyrir júní. Á vefnum hjá þeim er meðal annars hægt að finna lausa daga í Brennunni í júní en það er klárlega frábær tími á þessu svæði en þetta er vesturbakkinn í Hvítá í Borgarfirði þar sem Grímsá kemur út í hana. Sama má segja um hinn bakkann þar sem veiðisvæðið Straumar liggur en meðfram þeim bakka gengur laxinn sem ætlar upp í Norðurá. Það er líka laust í Sogið í Bíldsfell og Alviðru, laust holl í Hallá og Blöndu I og Blöndu IV. Það eru lausar stangir í Hvítá við Skálholt en þar má veiða á spún, maðk og flugu.
Stangveiði Mest lesið Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Talið niður í gæsaveiðina Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði 44 laxar á land á fyrsta degi í Miðfjarðará Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl Veiði