70 sm bleikja úr Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 22. maí 2023 08:33 Þykk og flott 70 sm bleikja hjá Nils Folmer Þrátt fyrir að umræðan um minnkandi veiði á bleikju í Þingvallavatni sé fyrirferðarmikil veiðast ennþá vænar bleikjur í vatninu. Það eru fáir veiðimenn sem eru jafn slungnir í að finna stóra fiska, hvort heldur lax eða silung, eins og Nils Folmer. Við hjá Veiðivísi birtum á hverju sumri fréttir af þssum frábæra veiðimanni og þeim tröllvöxnu fiskum sem hann veiðir á hverju ári. Nils var við veiðar á ION svæðinu við Þingvallavatn í gær, nánar til tekið í Þorsteinsvík, og landaði þar bleikju sem er um 70 sm löng og þykk eftir því. Þessar bleikjur sjást reglulega í vatninu á nokkrum stöðum og Þosteinsvíkin er einn af þeim. Nils sagðist hafa séð stærri bleikju en hún féll ekki fyrir flugunni. Veiðin á ION hefur annars gengið ágætlega í vor en minna af 90 sm og stærri fiskum hafa þó sést og merkilegt að engin yfir 86 sm hafi veiðst ennþá. Þeir eru þarna, það er alveg á hreinu og líklega bara tímaspursmál hvenær sá fyrsti í þessari yfirstærð veiðist á þessu tímabili. Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Laxateljarinn í Elliðaánum kominn á netið Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Þegar örflugurnar gefa best Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Frábær veiði á ION svæðinu Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði
Það eru fáir veiðimenn sem eru jafn slungnir í að finna stóra fiska, hvort heldur lax eða silung, eins og Nils Folmer. Við hjá Veiðivísi birtum á hverju sumri fréttir af þssum frábæra veiðimanni og þeim tröllvöxnu fiskum sem hann veiðir á hverju ári. Nils var við veiðar á ION svæðinu við Þingvallavatn í gær, nánar til tekið í Þorsteinsvík, og landaði þar bleikju sem er um 70 sm löng og þykk eftir því. Þessar bleikjur sjást reglulega í vatninu á nokkrum stöðum og Þosteinsvíkin er einn af þeim. Nils sagðist hafa séð stærri bleikju en hún féll ekki fyrir flugunni. Veiðin á ION hefur annars gengið ágætlega í vor en minna af 90 sm og stærri fiskum hafa þó sést og merkilegt að engin yfir 86 sm hafi veiðst ennþá. Þeir eru þarna, það er alveg á hreinu og líklega bara tímaspursmál hvenær sá fyrsti í þessari yfirstærð veiðist á þessu tímabili.
Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Laxateljarinn í Elliðaánum kominn á netið Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Þegar örflugurnar gefa best Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Frábær veiði á ION svæðinu Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði