Enski boltinn

Haaland mætti í náttfötum í meistarafögnuð City-manna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erling Haaland í náttfötunum.
Erling Haaland í náttfötunum.

Erling Haaland og kærasta hans mætti í heldur betur óvenjulegum fatnaði í meistarafögnuð Manchester City í gær.

City varð enskur meistari þriðja árið í röð þegar Nottingham Forest sigraði Arsenal, 1-0, á laugardaginn. City-menn lyftu svo Englandsmeistarabikarnum eftir 1-0 sigur á Chelsea í gær.

Eftir leikinn fóru leikmenn City og makar á skemmtistað í Manchester þar sem þau fögnuðu fram á rauða nótt.

Haaland og kærasta hans, Isabel Johansen, mættu í fögnuðinn klædd silkináttfötum, ljósbláum að sjálfsögðu.

Haaland átti risastóran þátt í að City varð Englandsmeistari en hann hefur skorað 36 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Enginn hefur skorað meira í deildinni síðan hún var sett á laggirnar 1992.


Tengdar fréttir

Baðst af­sökunar á blóti Haalands í fögnuðinum

Erling Haaland stalst til að trufla sigurviðtal á Sky Sports í meistarafögnuði Manchester City á Etihad-leikvanginum í gær, til að lýsa yfir aðdáun á liðsfélaga sínum Jack Grealish.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×