Enski boltinn

Liverpool vill fá miðjumann Dýrlinganna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Roméo Lavia verður væntanlega ekki áfram hjá Southampton.
Roméo Lavia verður væntanlega ekki áfram hjá Southampton. getty/Robin Jones

Liverpool og Chelsea renna bæði hýru auga til Roméos Lavia, miðjumanns Southampton sem er fallið úr ensku úrvalsdeildinni.

Southampton keypti Lavia frá Manchester City fyrir 12,5 milljónir punda fyrir þetta tímabil. Og þrátt fyrir að Dýrlingunum hafi gengið illa í vetur og séu fallnir hefur Lavia heillað með frammistöðu sinni. Hann var meðal annars valinn í belgíska landsliðið og lék sinn fyrsta landsleik.

Liverpool og Chelsea eru meðal liða sem hafa sýnt Lavia áhuga en talið er að þau ætli að gera talsverðar breytingar á miðjuskipan sinni.

Talið er að verðmiðinn á Lavia sé fjörutíu milljónir punda, eitthvað sem Liverpool og Chelsea ættu bæði að ráða léttilega við.

Í samningi Lavias við Southampton er ákvæði þess efnis að City geti keypt hann ef félagið jafnar tilboð annarra félaga í hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×