Refsinguna hlaut Leclerc eftir tímatöku dagsins í Mónakó þar sem að hann endaði í þriðja sæti.
Leclerc er gefið að sök að hafa verið fyrir Lando Norris, ökumanni McLaren í tímatökunni en Norris var á fljúgandi hring er hann þurfti að hægja ferð sína verulega í göngum Mónakó-brautarinnar þar sem Leclerc var að þvælast fyrir.
Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Leclerc og Ferrari á yfirstandandi tímabili. Ferrari-bíllinn hefur ekki geta barist um sigra til þessa og þá hefur Leclerc ekki fundið sig.
Hann er sem stendur í 7. sæti í stigakeppni ökumanna með aðeins 34 stig og er að tapa baráttunni við liðsfélaga sinn Carlos Sainz.
Max Verstappen, ríkjandi heimseistari ökumanna í Formúlu 1 og forystusauður stigakeppninnar er á ráspól í keppni morgundagsins og ljóst að erfitt verður fyrir andstæðinga hans að koma í veg fyrir enn einn sigur Verstappen og Red Bull Racing.