Fimmtán ára stúlka ákærð fyrir nítján morð Árni Sæberg skrifar 29. maí 2023 23:24 Heimavistinni hafði verið læst innan frá þegar hún brann. Almannaupplýsingaráðuneyti Gvæjönu/AP Fimmtán ára gvæjönsk stúlka hefur verið ákærð fyrir að hafa myrt átján skólasystur sínar og fimm ára dreng í síðustu viku, með því að hafa lagt eld að heimavistarskóla. Hún gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Lögreglan í Gvæjönu telur að stúlkan hafi kveikt eld í heimavist stúlkna við Mahdia gagnfræðaskólanum, sem sér börnum úr þorpum frumbyggja landins fyrir menntun, til þess að ná sér niður á heimavistarverði sem hafði gert farsíma hennar upptækan. Í frétt Guardian um málið segir að ákveðið hafi verið að rétta yfir stúlkunni sem fullorðnum einstaklingi og því liggi allt að lífstíðarfangelsi við meintum brotum hennar. Stúlkan kom fyrir rétt í Georgetown, höfuðborg Gvæjönu, í gegnum fjarfundarbúnað í dag en henni var ekki gefinn kostur á að tjá sig um sakarefnið. Hún mun koma aftur fyrir dóm þann 5. júlí, þegar ákveðið verður hvort efnisleg meðferð á máli hennar fari fram. Þangað til fær hún að dúsa í gæsluvarðhaldi. Vistarvörður hafði læst öllum dyrum Eldurinn kviknaði, eða var kveiktur, skömmu fyrir miðnætti sunnudaginn 21. maí síðastliðinn. Þá hafði vistarvörður heimavistarinnar læst öllum fimm dyrum vistarinnar innan frá. Gerald Gouveia, öryggisráðgjafi ríkisstjórnar Gvæjönu, hefur sagt að vörðurinn hafi læst stúlkurnar inni til þess að koma í veg fyrir að þær færu út á lífið. Þegar eldurinn geisaði hafi hann svo í óðagoti átt erfitt með að taka dyrnar úr lás. Sem áður segir brunnu átján stúlkur inni og fimm ára drengur. Þá slösuðust á þriðja tug nemenda, flestir lítillega en einn hefur verið fluttur í lífshættu á sjúkrahús í New York í Bandaríkjunum. Gvæjana Erlend sakamál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Lögreglan í Gvæjönu telur að stúlkan hafi kveikt eld í heimavist stúlkna við Mahdia gagnfræðaskólanum, sem sér börnum úr þorpum frumbyggja landins fyrir menntun, til þess að ná sér niður á heimavistarverði sem hafði gert farsíma hennar upptækan. Í frétt Guardian um málið segir að ákveðið hafi verið að rétta yfir stúlkunni sem fullorðnum einstaklingi og því liggi allt að lífstíðarfangelsi við meintum brotum hennar. Stúlkan kom fyrir rétt í Georgetown, höfuðborg Gvæjönu, í gegnum fjarfundarbúnað í dag en henni var ekki gefinn kostur á að tjá sig um sakarefnið. Hún mun koma aftur fyrir dóm þann 5. júlí, þegar ákveðið verður hvort efnisleg meðferð á máli hennar fari fram. Þangað til fær hún að dúsa í gæsluvarðhaldi. Vistarvörður hafði læst öllum dyrum Eldurinn kviknaði, eða var kveiktur, skömmu fyrir miðnætti sunnudaginn 21. maí síðastliðinn. Þá hafði vistarvörður heimavistarinnar læst öllum fimm dyrum vistarinnar innan frá. Gerald Gouveia, öryggisráðgjafi ríkisstjórnar Gvæjönu, hefur sagt að vörðurinn hafi læst stúlkurnar inni til þess að koma í veg fyrir að þær færu út á lífið. Þegar eldurinn geisaði hafi hann svo í óðagoti átt erfitt með að taka dyrnar úr lás. Sem áður segir brunnu átján stúlkur inni og fimm ára drengur. Þá slösuðust á þriðja tug nemenda, flestir lítillega en einn hefur verið fluttur í lífshættu á sjúkrahús í New York í Bandaríkjunum.
Gvæjana Erlend sakamál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira