Júníspá Siggu Kling: Himintunglin hagstæð hjá Steingeitinni Sigga Kling skrifar 2. júní 2023 06:00 Elsku Steingeitin mín, það er í eðli þínu að halda alltaf áfram sama hvað og það er það eina sem skiptir máli til að ná á áfangastað. Þó að þú eigir það til eitt augnablik að missa trúna á sjálfa þig og lífið, þá er það bara augnablik. Það er svo margt sem þú þarft að dröslast áfram með en þú þarft að vita í öllu þessu að þú ert ekki Guð. Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar. Sumt þarftu bara að láta Almættið um og loka úr huga þínum, og akkúrat þannig leysist úr þeim hluta af lífi þínu sem að þú finnur ekki aflið til þess að klára. Bara eitt í einu, þegar þú hugsar það þá verður þessi farvegur svo miklu léttari. Júlí gefur þér svo sterka sýn á lífið og þær brautir sem beinast að þér, svo það kemur tími í þessum mánuði þar sem þér finnst þú vera alveg blind á útkomuna sem þú vilt sjá. Vertu róleg fyrstu fimmtán dagana í júní og það er gott fyrir þig að nota þá möntru að segja „lífið mun leysa þetta“, helst á hverjum degi. Það er viss galdur fólginn í þessari setningu og það mun leysast sem erfitt er, og mundu að þú ræður því hvort þú hafir áhyggjur af því eða ekki, því það er valkostur. Himintunglin eru þér hagstæð í sambandi við velferð og fjárhagslega útkomu og ef þú ert í sambandi þá er ástin í raun og veru sönn vinátta, ekki eins og eldgos, fiðrildi í maganum eða stórkostleg spenna. Og þegar þú veist þetta, þá ertu í góðum málum. Hinir sem eru að skoða og langar í ástina verða að vera tilbúnir til þess að opna fyrir annars konar týpur en þeir eru búnir að vera að eltast við, þeir þurfa að gefa öðrum tækifæri til að sanna sig. Ungar Steingeitur finna ástina í sumar, ef þær eru sannarlega tilbúnar. Ef þú ert fullþroskuð og eldri en tvívetra, þá er komin mikil stífni í að sleppa tökunum á sjálfri þér í ástina. Því það er ekki hægt að segja einn daginn ég er tilbúin í maka og hinn daginn vil ég það alls ekki, þetta gengur ekki. En það yrðu allir heppnir ef þú myndir bjóða þeim inn í þitt líf. Kiefer Sutherland, leikari, 21. desember Finn Wolfhard, leikari, 23. desember Edda Andrésdóttir, sjónvarpskona, 28. desember Nicolas Cage, leikari, 7. janúar Marilyn Manson, söngvari, 5. janúar Diane Keaton, leikkona, 5. janúar Aron Már Ólafsson, leikari, 12. janúar Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú Íslands, 12. janúar Davíð Oddson, stjórnmálamaður, 17. janúar Michelle Obama, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, 17. janúar Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar. Sumt þarftu bara að láta Almættið um og loka úr huga þínum, og akkúrat þannig leysist úr þeim hluta af lífi þínu sem að þú finnur ekki aflið til þess að klára. Bara eitt í einu, þegar þú hugsar það þá verður þessi farvegur svo miklu léttari. Júlí gefur þér svo sterka sýn á lífið og þær brautir sem beinast að þér, svo það kemur tími í þessum mánuði þar sem þér finnst þú vera alveg blind á útkomuna sem þú vilt sjá. Vertu róleg fyrstu fimmtán dagana í júní og það er gott fyrir þig að nota þá möntru að segja „lífið mun leysa þetta“, helst á hverjum degi. Það er viss galdur fólginn í þessari setningu og það mun leysast sem erfitt er, og mundu að þú ræður því hvort þú hafir áhyggjur af því eða ekki, því það er valkostur. Himintunglin eru þér hagstæð í sambandi við velferð og fjárhagslega útkomu og ef þú ert í sambandi þá er ástin í raun og veru sönn vinátta, ekki eins og eldgos, fiðrildi í maganum eða stórkostleg spenna. Og þegar þú veist þetta, þá ertu í góðum málum. Hinir sem eru að skoða og langar í ástina verða að vera tilbúnir til þess að opna fyrir annars konar týpur en þeir eru búnir að vera að eltast við, þeir þurfa að gefa öðrum tækifæri til að sanna sig. Ungar Steingeitur finna ástina í sumar, ef þær eru sannarlega tilbúnar. Ef þú ert fullþroskuð og eldri en tvívetra, þá er komin mikil stífni í að sleppa tökunum á sjálfri þér í ástina. Því það er ekki hægt að segja einn daginn ég er tilbúin í maka og hinn daginn vil ég það alls ekki, þetta gengur ekki. En það yrðu allir heppnir ef þú myndir bjóða þeim inn í þitt líf. Kiefer Sutherland, leikari, 21. desember Finn Wolfhard, leikari, 23. desember Edda Andrésdóttir, sjónvarpskona, 28. desember Nicolas Cage, leikari, 7. janúar Marilyn Manson, söngvari, 5. janúar Diane Keaton, leikkona, 5. janúar Aron Már Ólafsson, leikari, 12. janúar Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú Íslands, 12. janúar Davíð Oddson, stjórnmálamaður, 17. janúar Michelle Obama, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, 17. janúar
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira