Enski boltinn

„Bunny“ framlengir við Man. City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Khadija Shaw í leik með liði Manchester City.
Khadija Shaw í leik með liði Manchester City. Getty/Matt McNulty

Manchester City á ekki aðeins einn besta framherjann í úrvalsdeild karla í Englandi í Erling Haaland því félagið á einnig einn besta framherjann í úrvalsdeild kvenna.

City færði stuðningsmönnum kvennaliðs félagsins gleðifréttir í gær þegar ljóst var að Khadija 'Bunny' Shaw hafði framlengt samning sinn til ársins 2026.

Hin 26 ára gamla Shaw er frá Jamaíka og átti ár eftir af samningi sínum. Hún hefur nú bætt tveimur árum við hann.

Shaw átti frábært tímabil þar sem hún skoraði 31 mark í 30 leikjum. Hún var kosinn leikmaður ársins hjá Manchester City og er enn fremur besta knattspyrnukonan í Norður- og Mið-Ameríku.

Shaw hækkaði markaskor sitt í ensku úrvalsdeildinni úr 9 mörkum í 17 deildarleikjum tímabilið 2021-22 í 20 mörk í 22 leikjum tímaiblið 2022-23. Hún segist í viðtali við miðla Manchester City að hún ætli sér enn stærri hluti hjá City í framtíðinni.

Shaw kom til Manchester City frá Bordeaux árið 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×