„Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2024 11:30 Rúnar Kristinsson verður áfram við stjórnvölinn hjá Fram. Hann tók við liðinu fyrir síðasta tímabil. vísir/diego Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. Eftir gott gengi framan af móti fjaraði undan Fram-liðinu og það fékk aðeins fjögur stig í síðustu tíu leikjunum í Bestu deildinni. Rúnar er ekki mikill aðdáandi úrslitakeppninnar sem var tekin upp hér á landi 2022 og sagði sína skoðun á fyrirkomulaginu eftir 1-4 tap Fram fyrir KA í lokaumferðinni. Þar sagði Rúnar að fyrirkomulagið væri slæmt fyrir lið sem hefðu ekki að neinu að keppa eins og Fram og að hann vildi fá tíu liða deild með þrefaldri umferð. „Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi. Ég sagði að það væri allt í lagi að prófa þetta, eitt eða tvö ár, ég hafði reynslu af þessu frá Belgíu og annars staðar sem ég hef starfað,“ sagði Rúnar meðal annars. Ummæli Rúnars um fyrirkomulagið báru á góma í uppgjöri á Bestu deildinni í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. „Þú færð mig aldrei til að tala á móti þessu fyrirkomulagi. Ég er gríðarlegur úrslitakeppnismaður og við lendum í móti þar sem við erum með spennu í lokaumferð á öllum vígstöðvum, botn-, Evrópu- og toppbaráttu. Það eru alltaf lið í 6.-9. sæti sem eru ekki að keppa að neinu,“ sagði Baldur. „Ég er ósammála honum, mjög. Það er ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun. Hann á ekki að vera í viðtölum leik eftir leik eftir leik, hann var ekkert bara í þessu eftir mót, að tala um þetta. Mér finnst það ekki rétt skilaboð inn í hópinn. Ég sé ekkert að þessu fyrirkomulagi. Ég er mjög peppaður fyrir þessu.“ Atla Viðari fannst ekki að Rúnar hefði notað fyrirkomulagið sem afsökun fyrir slæmu gengi sinna manna á lokasprettinum. Hann hefur þó eitt og annað við fyrirkomulagið að athuga. „Ég er sammála honum frekar en Baldri varðandi fyrirkomulagið. Ég er hundrað prósent sammála að það þyrfti að fjölga leikjum og gera eitthvað en ég held að það séu til skemmtilegri og betri leiðir en við erum með núna til að fá 27 leikja mót,“ sagði Atli Viðar sem vill fá tíu liða deild með þrefaldri umferð, eins og Rúnar. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Fram Besta sætið Tengdar fréttir „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Eftir gott gengi framan af móti fjaraði undan Fram-liðinu og það fékk aðeins fjögur stig í síðustu tíu leikjunum í Bestu deildinni. Rúnar er ekki mikill aðdáandi úrslitakeppninnar sem var tekin upp hér á landi 2022 og sagði sína skoðun á fyrirkomulaginu eftir 1-4 tap Fram fyrir KA í lokaumferðinni. Þar sagði Rúnar að fyrirkomulagið væri slæmt fyrir lið sem hefðu ekki að neinu að keppa eins og Fram og að hann vildi fá tíu liða deild með þrefaldri umferð. „Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi. Ég sagði að það væri allt í lagi að prófa þetta, eitt eða tvö ár, ég hafði reynslu af þessu frá Belgíu og annars staðar sem ég hef starfað,“ sagði Rúnar meðal annars. Ummæli Rúnars um fyrirkomulagið báru á góma í uppgjöri á Bestu deildinni í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. „Þú færð mig aldrei til að tala á móti þessu fyrirkomulagi. Ég er gríðarlegur úrslitakeppnismaður og við lendum í móti þar sem við erum með spennu í lokaumferð á öllum vígstöðvum, botn-, Evrópu- og toppbaráttu. Það eru alltaf lið í 6.-9. sæti sem eru ekki að keppa að neinu,“ sagði Baldur. „Ég er ósammála honum, mjög. Það er ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun. Hann á ekki að vera í viðtölum leik eftir leik eftir leik, hann var ekkert bara í þessu eftir mót, að tala um þetta. Mér finnst það ekki rétt skilaboð inn í hópinn. Ég sé ekkert að þessu fyrirkomulagi. Ég er mjög peppaður fyrir þessu.“ Atla Viðari fannst ekki að Rúnar hefði notað fyrirkomulagið sem afsökun fyrir slæmu gengi sinna manna á lokasprettinum. Hann hefur þó eitt og annað við fyrirkomulagið að athuga. „Ég er sammála honum frekar en Baldri varðandi fyrirkomulagið. Ég er hundrað prósent sammála að það þyrfti að fjölga leikjum og gera eitthvað en ég held að það séu til skemmtilegri og betri leiðir en við erum með núna til að fá 27 leikja mót,“ sagði Atli Viðar sem vill fá tíu liða deild með þrefaldri umferð, eins og Rúnar. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Fram Besta sætið Tengdar fréttir „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16