Enski boltinn

Sjáðu mörkin sem tryggðu City bikar­meistara­titilinn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Leikmenn Manchester City fagna bikarmeistaratilinum.
Leikmenn Manchester City fagna bikarmeistaratilinum. Vísir/Getty

Ilkay Gundogan skoraði bæði mörk Manchester City þegar liðið vann 2-1 sigur á Manchester United í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í dag.

Þetta var í fyrsta sinn sem nágrannaliðin frá Manchester mættust í úrslitaleik bikarkeppninnar en City varð enskur meistari fyrir skömmu og er því nú þegar búið að vinna tvöfalt á tímabilinu. Liðið fær tækifæri til að vinna þrennuna þegar liðið mætir Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi.

Fyrirliði City, Ilkay Gundogan, var svo sannarlega hetja liðsins í dag. Hann kom liðinu yfir eftir aðeins þrettán sekúndur þegar hann skoraði með góðu skoti fyrir utan teig. Aldrei hefur verið skorað fyrr í úrstlialeik bikarkeppninnar.

Bruno Fernandes jafnaði metin fyrir Manchester United úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Aaron Wan-Bissaka skallaði í hönd Jack Grealish í teignum en í síðari hálfleik tryggði Gundogan City titilinn með sínu öðru marki.

Það er spurning hvort David De Gea í marki Manchester United hefði átt að gera betur í seinna marki City en sjón er sögu ríkari í myndbandinu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×