Ákærður fyrir að klæðast United treyju með tilvísun í Hillsborough harmleikinn Smári Jökull Jónsson skrifar 5. júní 2023 07:00 Stuðningsmenn Manchester United fjölmenntu á Wembley á laugardag þar sem liðið beið lægri hlut gegn Manchester City í úrslitaleik FA-bikarsins. Vísir/Getty Karlmaður á Englandi hefur verið ákærður eftir að hann sást á mynd á úrslitaleik FA-bikarsins íklæddur Manchester United treyju með móðgandi texta sem vísaði í Hillsborough harmleikinn. James White, 33 ára karlmaður frá Warwickshire, var birt ákæra í gær en myndin af honum í treyjunni var tekin á bikarúrslitaleik Manchester United og Manchester City á laugardag. White var látinn laus gegn tryggingu en þarf að mæta fyrir dómara þann 19. júní næstkomandi. Á bakhlið treyjunnar var númerið 97 og textinn „not enough“ en 97 er sá fjöldi stuðningsmanna Liverpool sem létust á leik Liverpool og Nottingham Forest á Hillsborough-vellinum árið 1986. Óháð rannsóknarnefnd úrskurðaði árið 2016 að stuðningsmennirnir hefðu látist vegna fjölda mistaka lögreglu við umsjón leiksins. „Knattspyrnusambandið fordæmir harðlega athæfi þess einstaklings sem klæddist treyju með tilvísun í Hillsborough harmleikinn í aðdraganda úrslitaleiks FA-bikarsins á Wembley,“ segir í yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins. A short story. pic.twitter.com/v8qCZibNyX— Football Tweet (@Football__Tweet) June 3, 2023 „Við fögnum snöggum viðbrögðum lögreglunnar. Sambandið mun ekki líða nokkurs konar hatur sem tengist Hillsborough eða öðrum knattspyrnutengdum harmleikjum á Wembley og mun halda áfram að vinna með yfirvöldum til að tryggja að gripið sé til harða aðgerða.“ Lögreglan sagði í yfirlýsingu í gær að tuttugu og tveir til viðbótar hefðu verið handteknir í sérstakri aðgerð sem beindist að líkamsárásum, átökum, vörslu fíkniefna og drykkjulátum. Þá bætti lögreglan við að fyrirspurnir hefðu borist vegna atviks skömmu eftir mark Manchester United í leiknum í gær þar sem hlut var kastað inn á völlinn. Engar handtökur hafa verið framkvæmdar en hluturinn virtist hæfa Victor Lindelöf, leikmann United. Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
James White, 33 ára karlmaður frá Warwickshire, var birt ákæra í gær en myndin af honum í treyjunni var tekin á bikarúrslitaleik Manchester United og Manchester City á laugardag. White var látinn laus gegn tryggingu en þarf að mæta fyrir dómara þann 19. júní næstkomandi. Á bakhlið treyjunnar var númerið 97 og textinn „not enough“ en 97 er sá fjöldi stuðningsmanna Liverpool sem létust á leik Liverpool og Nottingham Forest á Hillsborough-vellinum árið 1986. Óháð rannsóknarnefnd úrskurðaði árið 2016 að stuðningsmennirnir hefðu látist vegna fjölda mistaka lögreglu við umsjón leiksins. „Knattspyrnusambandið fordæmir harðlega athæfi þess einstaklings sem klæddist treyju með tilvísun í Hillsborough harmleikinn í aðdraganda úrslitaleiks FA-bikarsins á Wembley,“ segir í yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins. A short story. pic.twitter.com/v8qCZibNyX— Football Tweet (@Football__Tweet) June 3, 2023 „Við fögnum snöggum viðbrögðum lögreglunnar. Sambandið mun ekki líða nokkurs konar hatur sem tengist Hillsborough eða öðrum knattspyrnutengdum harmleikjum á Wembley og mun halda áfram að vinna með yfirvöldum til að tryggja að gripið sé til harða aðgerða.“ Lögreglan sagði í yfirlýsingu í gær að tuttugu og tveir til viðbótar hefðu verið handteknir í sérstakri aðgerð sem beindist að líkamsárásum, átökum, vörslu fíkniefna og drykkjulátum. Þá bætti lögreglan við að fyrirspurnir hefðu borist vegna atviks skömmu eftir mark Manchester United í leiknum í gær þar sem hlut var kastað inn á völlinn. Engar handtökur hafa verið framkvæmdar en hluturinn virtist hæfa Victor Lindelöf, leikmann United.
Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira