Victor Osimhen átti frábært tímabil fyrir lið Napoli á Ítalíu sem vann ítalska meistaratitilinn í fyrsta sinn í þrjátíu og þrjú ár. Osimhen skoraði 31 mark í öllum keppnum á tímabilinu og hefur vakið athygli fjölmargra annarra stórliða í Evrópu.
Manchester United er eitt þeirra liða sem eru með Osimhen á óskalistanum en að kaupa framherja er án efa ofarlega á forgangslista Erik Ten Hag knattspyrnustjóra United.
Victor Osimhen, 2022/23
— Soar Super Eagles (@SSE_NGA) June 5, 2023
39 games
31 goals
4 assists
35 G/A in 39 games
Serie A title
Serie A top scorer
Serie A Striker of the Year pic.twitter.com/pzL7aPgsgZ
Gazetta dello Sport greinir frá því að Napoli hafi nú lækkað verðmiðann á Osimhen og muni samþykkja tilboð upp á 120 milljónir evra en áður var talið að ekki minna en 150 milljónir evra myndu duga til að næla í Osimhen.
Hinn 24 ára gamli Nígeríumaður sagði fyrr á tímabilinu að það væri hans draumur að spila í ensku úrvalsdeildinni en það væru án nokkurs vafa ein stærstu félagaskiptin á tímabilinu ef hann færir sig um set.