Svona losar þú veiðikróka úr húðinni Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2023 15:05 Þið ykkar sem ekki veiði eruð örugglega búin að smella á þessa frétt og velta fyrir ykkur um hvað er eiginlega verið að tala svo ég ætla að útskýra það í stuttu máli. Það gerist mjög oft við veiðiárnar að einhver veiðimaður eða veiðikona fær flugukrókinn á kaf í húðina og það er ekki vandræðalaust að ná þessum krókum út. Undirritaður hefur lent í þessu einu sinni sjálfur og líklega allir mínir veiðivinir líka. Fólk bregst misvel við þeim tillögum sem maður kemur með þegar það þarf að kippa þessu í liðinn og stundum er þetta lítið mál en stundum raunverulega þannig að það er bara reynt að finna lækni í grennd. Flest þessara tilfella eru samt á þann veg að um er að ræða litla flugu í stærð 12-16 sem er föst með einum eða tveimur krókum undir húðinni. Það er leið til að gera þetta hratt, nokkuð örugglega og eina sem þú finnur er smástingur svo er það bara búið. Þess má geta að þetta vesen gerist ekki þegar notaðir eru agnhaldslausir krókar. Ég mæli með því að horfa á þetta myndband og læra þessa einföldu aðferð. Þú finnur myndbandið HÉR. Stangveiði Mest lesið Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Vinningshafar í Veiðikortaleiknum á Veiðivísi Veiði
Það gerist mjög oft við veiðiárnar að einhver veiðimaður eða veiðikona fær flugukrókinn á kaf í húðina og það er ekki vandræðalaust að ná þessum krókum út. Undirritaður hefur lent í þessu einu sinni sjálfur og líklega allir mínir veiðivinir líka. Fólk bregst misvel við þeim tillögum sem maður kemur með þegar það þarf að kippa þessu í liðinn og stundum er þetta lítið mál en stundum raunverulega þannig að það er bara reynt að finna lækni í grennd. Flest þessara tilfella eru samt á þann veg að um er að ræða litla flugu í stærð 12-16 sem er föst með einum eða tveimur krókum undir húðinni. Það er leið til að gera þetta hratt, nokkuð örugglega og eina sem þú finnur er smástingur svo er það bara búið. Þess má geta að þetta vesen gerist ekki þegar notaðir eru agnhaldslausir krókar. Ég mæli með því að horfa á þetta myndband og læra þessa einföldu aðferð. Þú finnur myndbandið HÉR.
Stangveiði Mest lesið Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Vinningshafar í Veiðikortaleiknum á Veiðivísi Veiði