Ætla að bregða nýju ljósi á Sinfó Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júní 2023 22:05 Bergur Ebbi og Snorri Helgason ætla að fíla klassíska tónlist með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg Hörpu. Hlaðvarpið Fílalag, með þeim Bergi Ebba og Snorra Helgassyni, og Sinfóníuhljómsveit Íslands munu sameina krafta sína í Eldborgarsal Hörpu í haust. Bergur Ebbi segir það mikinn heiður að fá að fíla Sinfó og ætla þeir félagar að bregða nýju ljósi á hljómsveitina. „Við viljum koma til móts við hvað sinfóníutónleikar eru virðingarverð og falleg samkoma. Við viljum bæði upphefja það en líka að bregða einhverju nýju ljósi á Sinfó. Auðvitað verða þetta ekki hefðbundnir tónleikar, en gestir Sinfó eru vanir ýmsu, vonandi fáum við þá í Eldborg sem og okkar dyggu hlustendur,“ segir Bergur Ebbi í samtali við Vísi. Áður hefur hlaðvarpið, sem sent hefur verið út frá 2014, haldið lifandi viðburði, meðal annars í Borgarleikhúsi og nýjasta verkefnið eru sjónvarpsþættir á Ríkisútvarpinu. „Svo kom þessi hugmynd upp að leita til Sinfó, þau eru mjög opin fyrir öllu. Við munum nýta okkur það að hafa fullskipaða hljómsveit til fulls og spila dæmi og lög sem við viljum fíla. Þetta verður blanda af spjalli og músík,“ segir Bergur Ebbi og bætir við að dagskráin sé ekki niðurnegld enn. Leika sér að samspili popp og klassíkur En þá er spurningin: kann fílalag að fíla Sinfó? „Við höfum prófað það. Hlaðvarpið er ekki einskorðað við popptónlist þannig við höfum fílað klassísk verk sem hafa farið inn í dægurmenninguna,“ segir Bergur Ebbi og nefnir kórus-kafla 9. sinfóníu Beethoven og Nessun dorma, sem söngvarinn Pavarotti gerði ódauðlegt. „Þannig við erum mjög opnir fyrir því að fíla klassík. Svo munum við skoða popp sem er inspírerað af klassík, sem er mjög algengt. „Við munum leika okkur með samspil popp og klassíkur, það er af nógu að taka þar.“ Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason sem var tilnefndur til Grammy-verðlauna ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í flokknum Besti hljómsveitarflutningur árið 2020. „Við erum báðir rosalega spenntir. Þetta er mikill heiður og við munum vanda okkur. En ég hef mjög góða tilfinningu fyrir þessu og Daníel sem mun stýra hefur líka mjög góða tilfinningu fyrir því hvernig við viljum gera þetta,“ segir Bergur Ebbi að lokum. Miðasala á tónleikana hefst á morgun, föstudaginn 16. júní, á sinfonia.is og í miðasölu Hörpu. Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Menning Harpa Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Við viljum koma til móts við hvað sinfóníutónleikar eru virðingarverð og falleg samkoma. Við viljum bæði upphefja það en líka að bregða einhverju nýju ljósi á Sinfó. Auðvitað verða þetta ekki hefðbundnir tónleikar, en gestir Sinfó eru vanir ýmsu, vonandi fáum við þá í Eldborg sem og okkar dyggu hlustendur,“ segir Bergur Ebbi í samtali við Vísi. Áður hefur hlaðvarpið, sem sent hefur verið út frá 2014, haldið lifandi viðburði, meðal annars í Borgarleikhúsi og nýjasta verkefnið eru sjónvarpsþættir á Ríkisútvarpinu. „Svo kom þessi hugmynd upp að leita til Sinfó, þau eru mjög opin fyrir öllu. Við munum nýta okkur það að hafa fullskipaða hljómsveit til fulls og spila dæmi og lög sem við viljum fíla. Þetta verður blanda af spjalli og músík,“ segir Bergur Ebbi og bætir við að dagskráin sé ekki niðurnegld enn. Leika sér að samspili popp og klassíkur En þá er spurningin: kann fílalag að fíla Sinfó? „Við höfum prófað það. Hlaðvarpið er ekki einskorðað við popptónlist þannig við höfum fílað klassísk verk sem hafa farið inn í dægurmenninguna,“ segir Bergur Ebbi og nefnir kórus-kafla 9. sinfóníu Beethoven og Nessun dorma, sem söngvarinn Pavarotti gerði ódauðlegt. „Þannig við erum mjög opnir fyrir því að fíla klassík. Svo munum við skoða popp sem er inspírerað af klassík, sem er mjög algengt. „Við munum leika okkur með samspil popp og klassíkur, það er af nógu að taka þar.“ Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason sem var tilnefndur til Grammy-verðlauna ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í flokknum Besti hljómsveitarflutningur árið 2020. „Við erum báðir rosalega spenntir. Þetta er mikill heiður og við munum vanda okkur. En ég hef mjög góða tilfinningu fyrir þessu og Daníel sem mun stýra hefur líka mjög góða tilfinningu fyrir því hvernig við viljum gera þetta,“ segir Bergur Ebbi að lokum. Miðasala á tónleikana hefst á morgun, föstudaginn 16. júní, á sinfonia.is og í miðasölu Hörpu.
Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Menning Harpa Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira