Telur sig eiga stærsta buffsafnið á Íslandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. júní 2023 10:11 Guðni segist hlakka til að taka á móti gestum á Bessastöðum á sunnudag. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segist eiga stærsta buffsafn Íslands, svo mörg hefur hann fengið í gjöf síðastliðin ár. Forsetinn mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun í tilefni af því að hann hyggst bjóða almenningi í heimsókn á Bessastaði á sunnudag milli 13 og 16. Hlusta má á viðtalið neðar í fréttinni. Buff hefur lengi verið eitt af einkennismerkjum forsetans en það vakti landsathygli þegar hann deildi mynd af sér með buff á höfði við afhjúpun á upplýsingaskilti á Bessastöðum í nóvember 2016. Líklega var hann þar fyrsti forsetinn til að gegna embættisverki með slíkt höfuðfat. „Það voru engir pítsustaðir þegar Sveinn Björnsson var forseti,“ sagði forsetinn léttur í bragði í Bítinu á Bylgjunni í morgun spurður hvort hann væri alþýðlegri forseti en aðrir sem á undan honum komu. Hann og Eliza Reid forsetafrú hafi mætt með barnaskara á Bessastaði. Spurður að því hvernig börnunum hafi líkað veran á Bessastaði segir Guðni að hann telji að þeim líki ágætlega vel við sig. Guðni með einkennisklæðnað sinn á sér, buffið góða í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2018. Vísir/Vilhelm Guðni segir alltaf vel mætt á Bessastaði þegar forseti býður almenningi í heimsókn líkt og næstkomandi sunnudag. Hann verður til staðar til þess að taka á móti gestum en Eliza verður erlendis til þess að vera viðstödd heimsleika Special Olympics. „Það verður hægt að ganga um húsakynnin, fara inn í sal og inn í bókhlöðu, niður fyrir þau sem hafa á því tök að fara niður í fornleifakjallara og svo eru gjafir sem má sjá uppi á lofti frá Reagan og Gorbachev og Nixon og fleirum.“ Spurður út í gjafir til forseta Íslands segir Guðni að þær séu opinber eign embættisins en ekki forsetans persónulega, nema þær séu minniháttar. „Buff. Ég fæ að eiga öll mín buff. Ég held að ég eigi stærsta buffsafn á Íslandi. Nú eða ef gjöfin er þess eðlis að það má neyta henni þar og þá í föstu formi eða fljótandi en aðrar gjafir þær eru eign embættisins.“ Frétt uppfærð kl. 12:55. Í upphaflegri útgáfu fréttar kom fram að forseti byði almenningi í heimsókn á morgun 17. júní. Rétt er að boðið er á sunnudag á milli 13 og 16. Forseti Íslands 17. júní Bítið Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Buff hefur lengi verið eitt af einkennismerkjum forsetans en það vakti landsathygli þegar hann deildi mynd af sér með buff á höfði við afhjúpun á upplýsingaskilti á Bessastöðum í nóvember 2016. Líklega var hann þar fyrsti forsetinn til að gegna embættisverki með slíkt höfuðfat. „Það voru engir pítsustaðir þegar Sveinn Björnsson var forseti,“ sagði forsetinn léttur í bragði í Bítinu á Bylgjunni í morgun spurður hvort hann væri alþýðlegri forseti en aðrir sem á undan honum komu. Hann og Eliza Reid forsetafrú hafi mætt með barnaskara á Bessastaði. Spurður að því hvernig börnunum hafi líkað veran á Bessastaði segir Guðni að hann telji að þeim líki ágætlega vel við sig. Guðni með einkennisklæðnað sinn á sér, buffið góða í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2018. Vísir/Vilhelm Guðni segir alltaf vel mætt á Bessastaði þegar forseti býður almenningi í heimsókn líkt og næstkomandi sunnudag. Hann verður til staðar til þess að taka á móti gestum en Eliza verður erlendis til þess að vera viðstödd heimsleika Special Olympics. „Það verður hægt að ganga um húsakynnin, fara inn í sal og inn í bókhlöðu, niður fyrir þau sem hafa á því tök að fara niður í fornleifakjallara og svo eru gjafir sem má sjá uppi á lofti frá Reagan og Gorbachev og Nixon og fleirum.“ Spurður út í gjafir til forseta Íslands segir Guðni að þær séu opinber eign embættisins en ekki forsetans persónulega, nema þær séu minniháttar. „Buff. Ég fæ að eiga öll mín buff. Ég held að ég eigi stærsta buffsafn á Íslandi. Nú eða ef gjöfin er þess eðlis að það má neyta henni þar og þá í föstu formi eða fljótandi en aðrar gjafir þær eru eign embættisins.“ Frétt uppfærð kl. 12:55. Í upphaflegri útgáfu fréttar kom fram að forseti byði almenningi í heimsókn á morgun 17. júní. Rétt er að boðið er á sunnudag á milli 13 og 16.
Forseti Íslands 17. júní Bítið Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira