Lífið

Sigga Bein­teins syngur í enn einum bensín­­stöðvar­eyrna­orminum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sigga Beinteins syngur um að hlaupa í laginu Hlaupa Hlaupa úr smiðju Atlantsolíu.
Sigga Beinteins syngur um að hlaupa í laginu Hlaupa Hlaupa úr smiðju Atlantsolíu. Vísir/Hulda

Sigga Bein­teins­dóttir söngkona með meiru syngur nýjasta lagið frá At­lants­olíu. Um er að ræða enn einn eyrna­orminn frá bensín­stöðinni, sem lýsir laginu sem sumar­smelli í til­kynningu.

„Við erum gríðar­lega glöð með þennan hressa og heila­límandi sumar­bæn­ger og spennt fyrir við­brögðunum og vonum auð­vitað að lagið fái á­líka við­tökur og fyrri smellir okkar,“ er haft eftir Rakel Guð­munds­dóttur, markaðs­stjóra At­lants­olíu.

Þar kemur fram að lagið beri heitið Hlaupa hlaupa og er það eins og fyrri lög At­lants­olíu samið af Helga Sæ­mundi Guð­munds­syni, úr hljóm­sveitinni Úlfur Úlfur, og sungið af Siggu Bein­teins og Sögu Garðars­dóttur, sem hingað til hefur ljáð aug­lýsingum bensín­stöðvarinnar rödd sína.

At­lants­olía hefur áður gefið út hljóm­diskinn Reif í dælunni þar sem finna mátti lög úr í aug­lýsinga­her­ferð bensín­stöðvarinnar. Eyrna­ormurinn Bensín­laus sem flest­öll börn landsins fengu á heilann vakti þar lík­lega mesta at­hygli. Platan fékk yfir 100 þúsund hlustanir á Spoti­fy og Bensín­laus 60 þúsund hlustanir.

„Að fá Siggu Bein­teins til liðs við okkur er ekkert minna en stór­kost­legt. Hún er náttúru­lega ein­stök – aðal­kellingin - eins og hún segir sjálf í laginu,“ segir Rakel.

„Það má alveg búast við því að nýja lagið muni festast í höfðum lands­manna. Sigga og Saga er auð­vitað dúett sem getur ekki klikkað.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.