Myndaveisla: Þær voru fjallkonur um land allt í ár Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. júní 2023 07:00 Fjallkonan er þjóðartákngervingur Íslands en kona í gervi fjallkonunnar kom fyrst fram á Íslendingadeginum í Winnipeg í Kanada 1924. Árlega stíga fjallkonur um land allt á stokk á 17. júní. Samsett/Skjáskot Frá lýðveldisstofnun hefur það verið hefð að kona í hlutverki fjallkonunnar flytji ávarp fyrir hátíðargesti á þjóðhátíðardaginn. Í ár var fjöldi glæsilegra kvenna sem tók að sér hlutverk fjallkonunnar um land allt. Vísir tók saman fjölda fjallkvenna sem fluttu ávarp á 17. júní í ár frá hinum ýmsu sveitarfélögum og bæjum landsins. Unnið var niður lista sveitarfélaga eftir fjölda íbúa og stuðst var við vefsíður bæjanna. Blár kyrtill er vinsælasti þjóbúningurinn meðal fjallkvennanna árið 2023 þó einnig megi sjá skautbúninga, svarta og hvíta kyrtla og upphluti. Fyrirheitna landið eða skítapleis? Leikkonan Arndís Hrönn Egilsdóttir var fjallkona ársins 2023 í Reykjavík. Arndís Hrönn lærði leiklist og leikhúsfræði í París. Hún hefur starfað sem leikkona á sviði, í sjónvarpi, í útvarpi og kvikmyndum og er ein af forsvarsmanneskjum leikhópsins Sokkabandið. Arndís Hrönn Egilsdóttir flutti ræðu um landnámsmennina á Austurvelli. Reykjavíkurborg Í ávarpi sínu fjallaði Arndís Hrönn um landnámsmennina Hrafna-Flóka, Þórólf og Herjólf. „Þegar Hrafna-Flóki og félagar sigldu aftur til Noregs voru þeir spurðir hvernig staður þetta væri, eyjan sem þeir kölluðu Ísland. Skítapleis, sagði Flóki. Herjólfur sagði að hún væri la la. Þórólfur sagði smjör drjúpa af hverju strái,“ sagði Arndís Hrönn í upphafi ávarpsins. Kópavogsmær í þriðja ættlið í beinan kvenlegg Svandís Dóra Einarsdóttir, leikkona, var fjallkona ársins 2023 í Kópavogi. Hún las upp ljóðið „Sérstakur dagur“ eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur fyrir viðstadda. Svandís Dóra les ljóðið Sérstakur dagur fyrir viðstadda.Facebook/Kópavogsbær Svandís sló í gegn í þáttunum Aftureldingu í vor og hefur leikið í fjölda sjónvarpssería undanfarin ár, þar á meðal Ófærð, Vitjunum og Borgarstjóranum. Á Facebook-síðu sinni skrifar Svandís að gamall draumur hennar hafi ræst þegar henni hlotnaðist sá heiður að vera fjallkona Kópavogs. „Fædd og uppalin Kópavogsmær í þriðja ættlið í beinan kvenlegg. Það sem hún amma mín heitin, Jóhanna Bjarnfreðsdóttir, væri stolt,“ skrifar hún jafnframt Söng um Hafnarfjörð Hafnfirska söngkonan Klara Ósk Elíasdóttir, sem skaust upp á stjörnuhimininn með stúlknabandinu Nylon árið 2004 og hefur síðan gefið út lög undir nafninu Klara Elias, var fjallkona Hafnarfjarðar í ár. Hennar ávarp var óvenjulegt að því leyti að hún söng það. Klara Elíasdóttir í fullum fjallkonuskrúða með kórónu og sverð. Við hliðina á henni má sjá fyrirmyndina, eina þekktustu myndrænu framsetningu fjallkonunnar.Samsett/Hafnarfjörður/Wikipedia Klara sagði fyrirmyndina að bæði ávarpi hennar og búning vera eina frægustu myndina af íslenskri fjallkonu. Það er mynd sem kom fyrir í öðru bindi Icelandic Legends, þjóðsagnaútgáfu Eiríks Magnússonar og George E. J. Powell, sem kom út árið 1866. Þar situr fjallkonan í tunglsljósi í kyrtli með ískórónu og er umkringd hafi. Klara frumflutti lag sitt „Loforð“ sem ávarp og ástarljóð til Hafnarfjarðar í hjarta bæjarins að viðstöddu fjölmenni. Hér fyrir ofan má sjá flutning hennar á ávarpinu og hér fyrir neðan er texti lagsins. Norðlenskur kærleikur úr Biblíunni Ylfa Rún Arnarsdóttir, stúdent frá VMA, var fjallkona Akureyrar í ár. Hún var í hvítum kyrtli með skautfald. Hún fjallaði um kærleikann og mikilvægi hans í ræðu sinni og vísaði þar í bæði Einar Benediktsson og Pál Postula. Fjallkonan Ylfa Rún Arnarsdóttir með bæjarstjóranum Ásthildi Sturludóttur. Með þeim er dóttir Ásthildar, Lilja Sigríður Hafþórsdóttir.Akureyri Hér má sjá brot úr ræðu hennar: „Því til er það sem enginn getur verið án en allir geta gefið án þess að kosta nokkru til. Ég er að tala um kærleikann, brosið, vonina. En í amstri dagsins vill þessi einfaldi sannleikur gjarnan gleymast.“ „Fólki hættir til að sífellt þiggja án þess að gefa. Við eigum það stundum til að gleyma að gefa hvert öðru og sjálfum okkur kærleika, en án kærleikans visnar hvert eilífðar smáblóm, hvert mannsins hjarta verður kalið, hvert samfélag manna leysist upp - sem dæmin sanna. Því það ríkir ekki mikill kærleikur í hjörtum þeirra sem heyja stríð og fara með ofbeldi og yfirgangi gegn meðbræðrum og -systrum á móður jörð.“ Þá vísaði hún í fyrra bréf Páls postula til Korintumanna þar sem hann talar um kærleikann: „Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari,“ tók hún meðal annars frá Páli. Listnemi í Garðabæ Bryndís Ásta Magnúsdóttir, nítján ára nemi við Listaháskóla Íslands, var fjallkona Garðabæjar í ár. Hún var í fallegum skautbúning skreyttum blómum frá kvenfélagi Garðabæjar. Bryndís Ásta Magnúsdóttir var fjallkona Garðabæjar árið 2023.Facebook/Garðabær Forstjóri ávarpaði sólsvelta Mosfellinga Fjallkona Mosfellsbæjar í ár var Lára Hrönn Pétursdóttir, forstjóri sjávarklasans PNWOC. Hún var í bláum kyrtli og flutti „sjálfshjálparljóðið“ Storm eftir Hannes Hafstein fyrir „sólsvelta Íslendinga“. Lára Hrönn var í fallega bláum kyrtli.Facebook/Skjáskot Lára Hrönn er upprunalega úr Stykkishólmi og er menntuð í sjávarútvegsfræðum. Hún hefur unnið sem skipstjóri og siglt með ferðamenn út á Breiðafjörð. Hún er stofnandi og forstjóri Pacific Northwest Ocean Cluster, sjávarklasa sem tengir saman fyrirtæki og einstaklinga í sjávarútvegsgeiranum. Hér má sjá flutning hennar á kvæði Hannesar Hafstein á Facebook: Þverflautukennari á Skaganum Fjallkona Akurnesinga í ár var Patrycja Szalkowicz, þverflautuleikari og kennari. Á vef Akranesbæjar má sjá stutt ævigrip um Patrycju. Þar segir að hún hafi fæðst 8. október 1972 í Katowice í Póllandi. Þegar hún var tvítug flutti Patrycja til Krakow og hóf nám við tónlistarakademíuna þar. Að námi loknu spilaði hún með sinfóníuhljómsveitum og kenndi á þverflautu þar í landi. Árið 2002 flutti Patrycja á Akranes og hefur síðan þá kennt á þverflautu við Tónlistarskólann á Akranesi samhliða því að starfa á dvalarheimilinu Höfða á sumrin. Patrycja flutti á Skagann fyrir rúmum tuttugu árum og hefur hún glætt tónlistarlíf bæjarins gríðarlega.Akranes Þá segir í tilkynningunni að framlag hennar til samfélagsins sem tónlistarkona og kennari hafi verið kærkomin viðbót við menningarflóruna og tónlistarsenuna í bænum. Ananassólin úti á Seltjarnarnesi Fjallkona Seltjarnarnessbæjar í ár var leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir. Hún var í fallegum skautbúning með stokkabelti um sig miðja. Elma Lísa flutti frumsamið ljóð eftir rithöfundinn Auði Jónsdóttur sem bar titilinn Ananassól. Ljóðið er ansi skondið og fer um víðan völl Seltjarnarnessins. Elma Lísa las um fjölskrúðugt líf Seltjarnarnarnessbæjar í ljóðinu Ananassól. Þar koma fyrir fuglar af ýmsu tagi, hömpandi hundar og fólk í heita pottum.Facebook/Auður Jónsdóttir Glöggir lesendur muna kannski eftir því fyrir þremur árum þegar Auður vakti athygli á því að ef maður setti ananas í innkaupakerru sína á ákveðnum tímapunkti í Hagkaup úti á Seltjarnarnesi þá þýddi það að maður væri til í makaskipti. Í ljóðinu er ekkert talað um makaskipti en þar koma fyrir bæði börn sem „skríkja gráta skríkja og snertast feimnislega áræðin í ananassól“ og grillaðir ananasbitar Fegurðardrottning og kennari í Vestmannaeyjum Fjallkona Vestmannaeyinga í ár var Erna Jóhannesdóttir, kennari. Hún var í bláum kyrtli. Erna Jóhannesdóttir fjallkona ásamt öflugum fánaberum í Eyjum.Facebook/Sagnheimar Þess má geta að Erna var valin ungfrú Ísland árið 1970, þá fyrst Vestmanneyinga. Hún sagði í viðtali 25 árum síðar að hún hefði tekið þátt af þvermóðsku og sagðist ekki vilja láta einhverjar rauðsokkur segja öðrum konum til hvað þær mættu og mættu ekki gera. Viðtal Þorsteins Gunnarssonar við Ernu Jóhannesdóttur frá 21. desember 1995.Timarit/Skjáskot Knattspyrnukona í Grindavík Fjallkona Grindavíkurbæjar í ár er Tinna Hrönn Einarsdóttir, nýstúdent og knattspyrnukona hjá Grindavík. Hún er fertugasta fjallkona Grindavíkurbæjar en bærinn hóf að útnefna fjallkonur árið 1984. Tinna Hrönn Einarsdóttur, fjallkona Grindavíkurbæjar árið 2023 og Kristín E. Pálsdóttir, sem fyrst kvenna kom fram í hlutverki fjallkonu í Grindavík við hátíðarhöld árið 1984. Grindavík Fjallkonan á Selfossi Fjallkona Selfyssinga í ár var Guðný Birgisdóttir. Hún var í ansi fínum svörtum kyrtli. Helsta fréttasíða Suðurlands, Sunnlenska.is, tók saman allar sunnlensku fjallkonurnar í ár á síðu sinni. Fjallkonan á Selfossi ásamt tveimur lögregluþjónum og fánaberum frá skátunum.Sunnlenska.is/Guðmundur Karl Framsækin fjallkona í Hveragerði Fjallkona Hveragerðis í ár var Thelma Rún Runólfsdóttir, háskólanemi, leiðbeinandi á leikskóla og Framsóknarkona. Hún las ljóðið „Hver á sér fegra föðurland“ eftir Huldu. Hún var í bláum kyrtli og fór með ljóð. Thelma Rún Runólfsdóttir var ansi glæsileg í hlutverki sínu sem fjallkona Hveragerðis.Sunnlenska/Aðsent Langalangömmubarn Fjallkonu á Eyrarbakka Fjallkona Eyrarbakka í ár var Hera Fjord, leikkona, listakona og ritlistarnemi. Hera Fjord í bláum kyrtli ásamt fánaberum í þjóðbúning.Sunnlenska.is/Elín Birna Bjarnfinnsdóttir Hera er upprunalega Hafnfirðingur en flutti á Eyrarbakka fyrir nokkrum árum og hefur blásið miklu lífi í menningarlíf bæjarins með listahátíðum og öðrum uppákomum. Fyrir sex árum frumsýndi Hera einmitt einleikinn Fjallkonuna sem fjallaði um Kristínu Dahlstedt, langalangömmu Heru og veitingakonu, sem rak veitingahús og gistiheimili víðsvegar í Reykjavík frá árinu 1905, oftast undir nafninu Fjallkona. Nýstúdent á Hellu Fjallkona Hellu í ár var Helga Melsted, tvítugur nýstúdent úr Fjölbrautaskóla Suðurlands. Fjallkona Hellu ásamt fánaberum, þeim Ragnheiði Öldu Grímsdóttur t.v. og Maju Sakowicz t.h.Sunnlenska.is/Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Verkefnastýra Kötluseturs í Vík í Mýrdal Fjallkona Mýrdalshrepps í ár var Hugrún Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá Kötlusetri, upplýsingamiðstöð Víkur. Fjallkona Mýrdalshrepps árið 2023. Í bakgrunni má sjá lúpínuþakta brekkuna á leið upp að Víkurkirkju.Facebook/Skjáskot Hún var í blómum skreyttum upphlut, ein af fáum fjallkonum sem var í upphlut, og flutti ljóðið „Ísland“ eftir skaftfellska skáldið og prófastinn Valgeir Helgason. Nýstúdent á Hvolsvelli Fjallkona Rangárþings Eystra í ár var Eva María Þrastardóttir, nýstúdína frá Hvolsvelli. Hún flutti ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum fyrir hátíðargesti. Rétt eins og kollega sín úr Mýrdalshreppi var hún í upphlut. Fjallkona Rangárþings eystra var í upphlut á þjóðhátíðardaginn.Sunnlenska.is/Árný Lára Karvelsdóttir Læknir í Þorlákshöfn Fjallkona Þorlákshafnar í ár var Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir, læknir. Hún var í bláum kyrtli og fór með ljóð. Fjallkonan í Þorlákshöfn brosir sínu breiðasta í blíðunni.Sunnlenska/Anna Margrét Káradóttir Nítján ára á Norðurþingi Fjallkona Norðurþings í ár var hin nítján ára Brynja Björk Höskuldsdóttir, leikmaður Völsungs í knattspyrnu. Hún las ættjarðarljóðið „Hver á sér fegra föðurland“ eftir Huldu sem var samið í tilefni þjóðhátíðardagsins 1944. Brynja Björk las „Hver á sér fegra föðurland“ fyrir framan manngerða steinmyndunina „Heimskautsgerðið“.Skjáskot Hér fyrir neðan má sjá hátíðardagskrá Norðurþings þar sem Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, flytur ræðu og fjallkonan les ljóð Huldu. Einnig má sjá fallegar myndir af náttúru og bæjarlífi Norðurþings. Verkefnastjóri í Fjallabyggð Fjallkona Fjallabyggðar í ár var Anna Lind Björnsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Hún var í hvítum kyrtli og flutti ávarp fyrir Siglfirðinga. Aðsend/Anna Lind Björnsdóttir Nýstúdent á Húnaþingi Fjallkona Húnaþings var Jóhanna Björk Auðunsdóttir, nýstúdent frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Jóhanna var í svörtum kyrtli og flutti ljóð. Skjáskot/Facebook Sjúkraliði á Stykkishólmi Í sveitarfélaginu Stykkishólmi, sem nýlega sameinaðist Helgafellssveit var Jóhanna Kristín Hjaltadóttir fjallkona. Jóhanna er sjúkraliði en starfar einnig við ferðaþjónustu. Hún flutti ljóðið „Bláfjöll“ eftir Davíð Stefánsson. Aðsend Unglingalandsliðskona í sundi í Hvalfirði Fjallkona Hvalfjarðarsveitar í ár er Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, unglingalandsliðskona í sundi. Guðbjörg Bjartey er fædd 22. ágúst 2005 og hefur búið á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði frá fæðingu. Hún stundar nám á afreksíþróttabraut við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, er í unglingalandsliði Íslands í sundi, stundar hestamennsku á sumrin og er samviskusamur og metnaðarfullur nemandi. Fjallkona Hvalfjarðarsveitar hefur frá árinu 1970 klæðst bláum skautbúningi sem er í eigu kvenfélaganna sunnan Skarðsheiðar.Aðsent Á hátíðardagskrá Hvalfjarðarsveitar á 17. júní flutti fjallkonan átta valin erindi úr ljóðinu „Helga Jarlsdóttir“ eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Sögusvið ljóðsins, sem byggir á Harðar sögu og Hólmverja, er Hvalfjörður. Guðbjörg valdi ljóðið vegna tengslanna við Hvalfjörð og sterkrar persónu Helgu Haraldsdóttur. Guðbjörg var í fallegum bláum skautbúningi sem er í eigu kvenfélaganna sunnan Skarðsheiðar. Búningurinn var gerður á árunum 1969-70 og hefur fjallkona Hvalfjarðarsveitar klæðst honum frá árinu 1970. Sextán ára stúdent úr Búðardal Fjallkona Dalabyggðar í ár var Kristín Ólína Guðbjartsdóttir Blöndal. Kristín Ólína Blöndal flutti ljóð eftir Dýrlaugu á 17. júní.Aðsent Kristín Ólína er 16 ára og nýútskrifuð úr Auðarskóla í Búðardal. Hún stefnir á nám á náttúrufræðibraut við Menntaskóla Borgarfjarðar næsta haust. Kristín flutti ljóðið „Móðurást eftir Dýrlaugu. 17. júní Íslensk flík Menning Tengdar fréttir Arndís Hrönn er fjallkona ársins 2023 Leikkonan Arndís Hrönn Egilsdóttir er fjallkona ársins 2023 í Reykjavík. 17. júní 2023 12:09 Heiður fyrir pólska samfélagið á Íslandi Sylwia Zajkowska er fjallkonan árið 2022. Hún flutti ávarp á Austurvelli í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Sylwia er pólsk og segir það mikinn heiður að hafa fengið að gegna hlutverki fjallkonunnar. 17. júní 2022 19:25 „Mikill heiður að fá að vera brautryðjandi“ Aldís Amah Hamilton er 28 ára leikkona sem útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands fyrir þremur árum. Aldís hefur meðal annars leikið hlutverk Desdemónu í uppsetningu Vesturports á Shakespeareverkinu Óþelló sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu 2016. 17. júní 2019 23:03 Eva Ágústa fyrsta transkonan sem fer í búning fjallkonunnar Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur í Hafnarfirði en það var transkonan Eva sem fékk þann heiður að vera fjallkona í bænum. 17. júní 2017 20:09 Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Sjá meira
Vísir tók saman fjölda fjallkvenna sem fluttu ávarp á 17. júní í ár frá hinum ýmsu sveitarfélögum og bæjum landsins. Unnið var niður lista sveitarfélaga eftir fjölda íbúa og stuðst var við vefsíður bæjanna. Blár kyrtill er vinsælasti þjóbúningurinn meðal fjallkvennanna árið 2023 þó einnig megi sjá skautbúninga, svarta og hvíta kyrtla og upphluti. Fyrirheitna landið eða skítapleis? Leikkonan Arndís Hrönn Egilsdóttir var fjallkona ársins 2023 í Reykjavík. Arndís Hrönn lærði leiklist og leikhúsfræði í París. Hún hefur starfað sem leikkona á sviði, í sjónvarpi, í útvarpi og kvikmyndum og er ein af forsvarsmanneskjum leikhópsins Sokkabandið. Arndís Hrönn Egilsdóttir flutti ræðu um landnámsmennina á Austurvelli. Reykjavíkurborg Í ávarpi sínu fjallaði Arndís Hrönn um landnámsmennina Hrafna-Flóka, Þórólf og Herjólf. „Þegar Hrafna-Flóki og félagar sigldu aftur til Noregs voru þeir spurðir hvernig staður þetta væri, eyjan sem þeir kölluðu Ísland. Skítapleis, sagði Flóki. Herjólfur sagði að hún væri la la. Þórólfur sagði smjör drjúpa af hverju strái,“ sagði Arndís Hrönn í upphafi ávarpsins. Kópavogsmær í þriðja ættlið í beinan kvenlegg Svandís Dóra Einarsdóttir, leikkona, var fjallkona ársins 2023 í Kópavogi. Hún las upp ljóðið „Sérstakur dagur“ eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur fyrir viðstadda. Svandís Dóra les ljóðið Sérstakur dagur fyrir viðstadda.Facebook/Kópavogsbær Svandís sló í gegn í þáttunum Aftureldingu í vor og hefur leikið í fjölda sjónvarpssería undanfarin ár, þar á meðal Ófærð, Vitjunum og Borgarstjóranum. Á Facebook-síðu sinni skrifar Svandís að gamall draumur hennar hafi ræst þegar henni hlotnaðist sá heiður að vera fjallkona Kópavogs. „Fædd og uppalin Kópavogsmær í þriðja ættlið í beinan kvenlegg. Það sem hún amma mín heitin, Jóhanna Bjarnfreðsdóttir, væri stolt,“ skrifar hún jafnframt Söng um Hafnarfjörð Hafnfirska söngkonan Klara Ósk Elíasdóttir, sem skaust upp á stjörnuhimininn með stúlknabandinu Nylon árið 2004 og hefur síðan gefið út lög undir nafninu Klara Elias, var fjallkona Hafnarfjarðar í ár. Hennar ávarp var óvenjulegt að því leyti að hún söng það. Klara Elíasdóttir í fullum fjallkonuskrúða með kórónu og sverð. Við hliðina á henni má sjá fyrirmyndina, eina þekktustu myndrænu framsetningu fjallkonunnar.Samsett/Hafnarfjörður/Wikipedia Klara sagði fyrirmyndina að bæði ávarpi hennar og búning vera eina frægustu myndina af íslenskri fjallkonu. Það er mynd sem kom fyrir í öðru bindi Icelandic Legends, þjóðsagnaútgáfu Eiríks Magnússonar og George E. J. Powell, sem kom út árið 1866. Þar situr fjallkonan í tunglsljósi í kyrtli með ískórónu og er umkringd hafi. Klara frumflutti lag sitt „Loforð“ sem ávarp og ástarljóð til Hafnarfjarðar í hjarta bæjarins að viðstöddu fjölmenni. Hér fyrir ofan má sjá flutning hennar á ávarpinu og hér fyrir neðan er texti lagsins. Norðlenskur kærleikur úr Biblíunni Ylfa Rún Arnarsdóttir, stúdent frá VMA, var fjallkona Akureyrar í ár. Hún var í hvítum kyrtli með skautfald. Hún fjallaði um kærleikann og mikilvægi hans í ræðu sinni og vísaði þar í bæði Einar Benediktsson og Pál Postula. Fjallkonan Ylfa Rún Arnarsdóttir með bæjarstjóranum Ásthildi Sturludóttur. Með þeim er dóttir Ásthildar, Lilja Sigríður Hafþórsdóttir.Akureyri Hér má sjá brot úr ræðu hennar: „Því til er það sem enginn getur verið án en allir geta gefið án þess að kosta nokkru til. Ég er að tala um kærleikann, brosið, vonina. En í amstri dagsins vill þessi einfaldi sannleikur gjarnan gleymast.“ „Fólki hættir til að sífellt þiggja án þess að gefa. Við eigum það stundum til að gleyma að gefa hvert öðru og sjálfum okkur kærleika, en án kærleikans visnar hvert eilífðar smáblóm, hvert mannsins hjarta verður kalið, hvert samfélag manna leysist upp - sem dæmin sanna. Því það ríkir ekki mikill kærleikur í hjörtum þeirra sem heyja stríð og fara með ofbeldi og yfirgangi gegn meðbræðrum og -systrum á móður jörð.“ Þá vísaði hún í fyrra bréf Páls postula til Korintumanna þar sem hann talar um kærleikann: „Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari,“ tók hún meðal annars frá Páli. Listnemi í Garðabæ Bryndís Ásta Magnúsdóttir, nítján ára nemi við Listaháskóla Íslands, var fjallkona Garðabæjar í ár. Hún var í fallegum skautbúning skreyttum blómum frá kvenfélagi Garðabæjar. Bryndís Ásta Magnúsdóttir var fjallkona Garðabæjar árið 2023.Facebook/Garðabær Forstjóri ávarpaði sólsvelta Mosfellinga Fjallkona Mosfellsbæjar í ár var Lára Hrönn Pétursdóttir, forstjóri sjávarklasans PNWOC. Hún var í bláum kyrtli og flutti „sjálfshjálparljóðið“ Storm eftir Hannes Hafstein fyrir „sólsvelta Íslendinga“. Lára Hrönn var í fallega bláum kyrtli.Facebook/Skjáskot Lára Hrönn er upprunalega úr Stykkishólmi og er menntuð í sjávarútvegsfræðum. Hún hefur unnið sem skipstjóri og siglt með ferðamenn út á Breiðafjörð. Hún er stofnandi og forstjóri Pacific Northwest Ocean Cluster, sjávarklasa sem tengir saman fyrirtæki og einstaklinga í sjávarútvegsgeiranum. Hér má sjá flutning hennar á kvæði Hannesar Hafstein á Facebook: Þverflautukennari á Skaganum Fjallkona Akurnesinga í ár var Patrycja Szalkowicz, þverflautuleikari og kennari. Á vef Akranesbæjar má sjá stutt ævigrip um Patrycju. Þar segir að hún hafi fæðst 8. október 1972 í Katowice í Póllandi. Þegar hún var tvítug flutti Patrycja til Krakow og hóf nám við tónlistarakademíuna þar. Að námi loknu spilaði hún með sinfóníuhljómsveitum og kenndi á þverflautu þar í landi. Árið 2002 flutti Patrycja á Akranes og hefur síðan þá kennt á þverflautu við Tónlistarskólann á Akranesi samhliða því að starfa á dvalarheimilinu Höfða á sumrin. Patrycja flutti á Skagann fyrir rúmum tuttugu árum og hefur hún glætt tónlistarlíf bæjarins gríðarlega.Akranes Þá segir í tilkynningunni að framlag hennar til samfélagsins sem tónlistarkona og kennari hafi verið kærkomin viðbót við menningarflóruna og tónlistarsenuna í bænum. Ananassólin úti á Seltjarnarnesi Fjallkona Seltjarnarnessbæjar í ár var leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir. Hún var í fallegum skautbúning með stokkabelti um sig miðja. Elma Lísa flutti frumsamið ljóð eftir rithöfundinn Auði Jónsdóttur sem bar titilinn Ananassól. Ljóðið er ansi skondið og fer um víðan völl Seltjarnarnessins. Elma Lísa las um fjölskrúðugt líf Seltjarnarnarnessbæjar í ljóðinu Ananassól. Þar koma fyrir fuglar af ýmsu tagi, hömpandi hundar og fólk í heita pottum.Facebook/Auður Jónsdóttir Glöggir lesendur muna kannski eftir því fyrir þremur árum þegar Auður vakti athygli á því að ef maður setti ananas í innkaupakerru sína á ákveðnum tímapunkti í Hagkaup úti á Seltjarnarnesi þá þýddi það að maður væri til í makaskipti. Í ljóðinu er ekkert talað um makaskipti en þar koma fyrir bæði börn sem „skríkja gráta skríkja og snertast feimnislega áræðin í ananassól“ og grillaðir ananasbitar Fegurðardrottning og kennari í Vestmannaeyjum Fjallkona Vestmannaeyinga í ár var Erna Jóhannesdóttir, kennari. Hún var í bláum kyrtli. Erna Jóhannesdóttir fjallkona ásamt öflugum fánaberum í Eyjum.Facebook/Sagnheimar Þess má geta að Erna var valin ungfrú Ísland árið 1970, þá fyrst Vestmanneyinga. Hún sagði í viðtali 25 árum síðar að hún hefði tekið þátt af þvermóðsku og sagðist ekki vilja láta einhverjar rauðsokkur segja öðrum konum til hvað þær mættu og mættu ekki gera. Viðtal Þorsteins Gunnarssonar við Ernu Jóhannesdóttur frá 21. desember 1995.Timarit/Skjáskot Knattspyrnukona í Grindavík Fjallkona Grindavíkurbæjar í ár er Tinna Hrönn Einarsdóttir, nýstúdent og knattspyrnukona hjá Grindavík. Hún er fertugasta fjallkona Grindavíkurbæjar en bærinn hóf að útnefna fjallkonur árið 1984. Tinna Hrönn Einarsdóttur, fjallkona Grindavíkurbæjar árið 2023 og Kristín E. Pálsdóttir, sem fyrst kvenna kom fram í hlutverki fjallkonu í Grindavík við hátíðarhöld árið 1984. Grindavík Fjallkonan á Selfossi Fjallkona Selfyssinga í ár var Guðný Birgisdóttir. Hún var í ansi fínum svörtum kyrtli. Helsta fréttasíða Suðurlands, Sunnlenska.is, tók saman allar sunnlensku fjallkonurnar í ár á síðu sinni. Fjallkonan á Selfossi ásamt tveimur lögregluþjónum og fánaberum frá skátunum.Sunnlenska.is/Guðmundur Karl Framsækin fjallkona í Hveragerði Fjallkona Hveragerðis í ár var Thelma Rún Runólfsdóttir, háskólanemi, leiðbeinandi á leikskóla og Framsóknarkona. Hún las ljóðið „Hver á sér fegra föðurland“ eftir Huldu. Hún var í bláum kyrtli og fór með ljóð. Thelma Rún Runólfsdóttir var ansi glæsileg í hlutverki sínu sem fjallkona Hveragerðis.Sunnlenska/Aðsent Langalangömmubarn Fjallkonu á Eyrarbakka Fjallkona Eyrarbakka í ár var Hera Fjord, leikkona, listakona og ritlistarnemi. Hera Fjord í bláum kyrtli ásamt fánaberum í þjóðbúning.Sunnlenska.is/Elín Birna Bjarnfinnsdóttir Hera er upprunalega Hafnfirðingur en flutti á Eyrarbakka fyrir nokkrum árum og hefur blásið miklu lífi í menningarlíf bæjarins með listahátíðum og öðrum uppákomum. Fyrir sex árum frumsýndi Hera einmitt einleikinn Fjallkonuna sem fjallaði um Kristínu Dahlstedt, langalangömmu Heru og veitingakonu, sem rak veitingahús og gistiheimili víðsvegar í Reykjavík frá árinu 1905, oftast undir nafninu Fjallkona. Nýstúdent á Hellu Fjallkona Hellu í ár var Helga Melsted, tvítugur nýstúdent úr Fjölbrautaskóla Suðurlands. Fjallkona Hellu ásamt fánaberum, þeim Ragnheiði Öldu Grímsdóttur t.v. og Maju Sakowicz t.h.Sunnlenska.is/Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Verkefnastýra Kötluseturs í Vík í Mýrdal Fjallkona Mýrdalshrepps í ár var Hugrún Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá Kötlusetri, upplýsingamiðstöð Víkur. Fjallkona Mýrdalshrepps árið 2023. Í bakgrunni má sjá lúpínuþakta brekkuna á leið upp að Víkurkirkju.Facebook/Skjáskot Hún var í blómum skreyttum upphlut, ein af fáum fjallkonum sem var í upphlut, og flutti ljóðið „Ísland“ eftir skaftfellska skáldið og prófastinn Valgeir Helgason. Nýstúdent á Hvolsvelli Fjallkona Rangárþings Eystra í ár var Eva María Þrastardóttir, nýstúdína frá Hvolsvelli. Hún flutti ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum fyrir hátíðargesti. Rétt eins og kollega sín úr Mýrdalshreppi var hún í upphlut. Fjallkona Rangárþings eystra var í upphlut á þjóðhátíðardaginn.Sunnlenska.is/Árný Lára Karvelsdóttir Læknir í Þorlákshöfn Fjallkona Þorlákshafnar í ár var Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir, læknir. Hún var í bláum kyrtli og fór með ljóð. Fjallkonan í Þorlákshöfn brosir sínu breiðasta í blíðunni.Sunnlenska/Anna Margrét Káradóttir Nítján ára á Norðurþingi Fjallkona Norðurþings í ár var hin nítján ára Brynja Björk Höskuldsdóttir, leikmaður Völsungs í knattspyrnu. Hún las ættjarðarljóðið „Hver á sér fegra föðurland“ eftir Huldu sem var samið í tilefni þjóðhátíðardagsins 1944. Brynja Björk las „Hver á sér fegra föðurland“ fyrir framan manngerða steinmyndunina „Heimskautsgerðið“.Skjáskot Hér fyrir neðan má sjá hátíðardagskrá Norðurþings þar sem Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, flytur ræðu og fjallkonan les ljóð Huldu. Einnig má sjá fallegar myndir af náttúru og bæjarlífi Norðurþings. Verkefnastjóri í Fjallabyggð Fjallkona Fjallabyggðar í ár var Anna Lind Björnsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Hún var í hvítum kyrtli og flutti ávarp fyrir Siglfirðinga. Aðsend/Anna Lind Björnsdóttir Nýstúdent á Húnaþingi Fjallkona Húnaþings var Jóhanna Björk Auðunsdóttir, nýstúdent frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Jóhanna var í svörtum kyrtli og flutti ljóð. Skjáskot/Facebook Sjúkraliði á Stykkishólmi Í sveitarfélaginu Stykkishólmi, sem nýlega sameinaðist Helgafellssveit var Jóhanna Kristín Hjaltadóttir fjallkona. Jóhanna er sjúkraliði en starfar einnig við ferðaþjónustu. Hún flutti ljóðið „Bláfjöll“ eftir Davíð Stefánsson. Aðsend Unglingalandsliðskona í sundi í Hvalfirði Fjallkona Hvalfjarðarsveitar í ár er Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, unglingalandsliðskona í sundi. Guðbjörg Bjartey er fædd 22. ágúst 2005 og hefur búið á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði frá fæðingu. Hún stundar nám á afreksíþróttabraut við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, er í unglingalandsliði Íslands í sundi, stundar hestamennsku á sumrin og er samviskusamur og metnaðarfullur nemandi. Fjallkona Hvalfjarðarsveitar hefur frá árinu 1970 klæðst bláum skautbúningi sem er í eigu kvenfélaganna sunnan Skarðsheiðar.Aðsent Á hátíðardagskrá Hvalfjarðarsveitar á 17. júní flutti fjallkonan átta valin erindi úr ljóðinu „Helga Jarlsdóttir“ eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Sögusvið ljóðsins, sem byggir á Harðar sögu og Hólmverja, er Hvalfjörður. Guðbjörg valdi ljóðið vegna tengslanna við Hvalfjörð og sterkrar persónu Helgu Haraldsdóttur. Guðbjörg var í fallegum bláum skautbúningi sem er í eigu kvenfélaganna sunnan Skarðsheiðar. Búningurinn var gerður á árunum 1969-70 og hefur fjallkona Hvalfjarðarsveitar klæðst honum frá árinu 1970. Sextán ára stúdent úr Búðardal Fjallkona Dalabyggðar í ár var Kristín Ólína Guðbjartsdóttir Blöndal. Kristín Ólína Blöndal flutti ljóð eftir Dýrlaugu á 17. júní.Aðsent Kristín Ólína er 16 ára og nýútskrifuð úr Auðarskóla í Búðardal. Hún stefnir á nám á náttúrufræðibraut við Menntaskóla Borgarfjarðar næsta haust. Kristín flutti ljóðið „Móðurást eftir Dýrlaugu.
17. júní Íslensk flík Menning Tengdar fréttir Arndís Hrönn er fjallkona ársins 2023 Leikkonan Arndís Hrönn Egilsdóttir er fjallkona ársins 2023 í Reykjavík. 17. júní 2023 12:09 Heiður fyrir pólska samfélagið á Íslandi Sylwia Zajkowska er fjallkonan árið 2022. Hún flutti ávarp á Austurvelli í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Sylwia er pólsk og segir það mikinn heiður að hafa fengið að gegna hlutverki fjallkonunnar. 17. júní 2022 19:25 „Mikill heiður að fá að vera brautryðjandi“ Aldís Amah Hamilton er 28 ára leikkona sem útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands fyrir þremur árum. Aldís hefur meðal annars leikið hlutverk Desdemónu í uppsetningu Vesturports á Shakespeareverkinu Óþelló sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu 2016. 17. júní 2019 23:03 Eva Ágústa fyrsta transkonan sem fer í búning fjallkonunnar Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur í Hafnarfirði en það var transkonan Eva sem fékk þann heiður að vera fjallkona í bænum. 17. júní 2017 20:09 Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Sjá meira
Arndís Hrönn er fjallkona ársins 2023 Leikkonan Arndís Hrönn Egilsdóttir er fjallkona ársins 2023 í Reykjavík. 17. júní 2023 12:09
Heiður fyrir pólska samfélagið á Íslandi Sylwia Zajkowska er fjallkonan árið 2022. Hún flutti ávarp á Austurvelli í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Sylwia er pólsk og segir það mikinn heiður að hafa fengið að gegna hlutverki fjallkonunnar. 17. júní 2022 19:25
„Mikill heiður að fá að vera brautryðjandi“ Aldís Amah Hamilton er 28 ára leikkona sem útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands fyrir þremur árum. Aldís hefur meðal annars leikið hlutverk Desdemónu í uppsetningu Vesturports á Shakespeareverkinu Óþelló sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu 2016. 17. júní 2019 23:03
Eva Ágústa fyrsta transkonan sem fer í búning fjallkonunnar Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur í Hafnarfirði en það var transkonan Eva sem fékk þann heiður að vera fjallkona í bænum. 17. júní 2017 20:09