Lífið

Kvart­mílu­kappi hrekkti móður sína: „Ætlarðu að drepa mig?“

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Fanneyju var brugðið í brún.
Fanneyju var brugðið í brún. Skjáskot/TikTok

Myndskeið af Teiti Guðbjarnarsyni kvartmílukappa og móður hans, Fanneyju Ósk Hallgrímsdóttur, hefur vakið mikla athygli netverja síðastliðinn sólarhring. Í myndbandinu sést Teitur gefa allt í botn á sportbílnum sínum við lítinn fögnuð Fanneyjar. 

„Ég á Evo-sportbíl sem er 600 hestöfl,“ segir Teitur í samtali við Vísi. „Mamma er rosalega hrædd við svona bíla svo ég ákvað að fara með hana á rúnt gefa svona rosalega inn.“

Hann segir viðbrögð hennar hafa vakið mikla athygli. „Þetta er út um allt á TikTok og 22 þúsund manns búnir að horfa.“

Teitur áréttir að engin lög hafi verið brotin við gerð myndbandsins. „Þetta var á lokuðum vegi sko, þannig að ég fór í raun ekki yfir hámarkshraða.“

„Þetta var í fyrsta skipti sem mamma fékk að sitja í bílnum,“ segir Teitur, sem játar að það sé líklegast einnig það síðasta. 

Aðspurður segir Teitur eiga það til að hrekkja mömmuna. „Það kemur fyrir, hún hefur bara húmor fyrir því,“ segir hann. 

Myndbandið má sjá hér:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×