Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, þekktur sem Prettyboitjokkó, er staddur á grísku eyjunni Mykonos með kærustunni Friðþóru Sigurjónsdóttur.
Af myndum að dæma er óhætt er að segja að parið sé að njóta frísins þar sem þau gista af lúxus hótelinu, Tropicana Hotel, Suites og Villas Mykonos, þar sem þau eru með einkasundlaug og stórbrotið útsýni út á sjó.
Á bókunarvef Booking.com segir að slíkt hótelherbergi kosti um það bil 90 þúsund krónur nóttin.
Parið hefur deilt fjölda mynda með fylgjendum sínum bæði í hringrásinni (e.story) á Instagram og birt myndir sem gefa fólki sýn inn í fallegt umhverfi þar sem sólin og blár himinn leikur við þau.
Kærastan fegin að hafa kynnst Patrik fyrir Prettyboitjokko
Sundskýla Patriks frá ítalska tískurisanum Versace, slík skýla kostar tæpar 27 þúsund íslenskar krónur.










Kampavín og einkasigling
Áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Sunneva Einarsdóttir nýtur lífisins í sólinni í bænum Saint Laurent D'eze í Frakklandi, með kærastanum Benedikt Bjarnasyni, og vinkonunum og áhrifavöldunum, Jóhönnu Helgu Jensdóttur, Birtu Líf Ólafsdóttur og Evu Einarsdóttur.
Sunneva Einars slær sér upp með syni ráðherra
Vinahópurinn birti myndir í hringrásinni (e. story) á samfélasmiðlinum Instagram þar sem mátti sjá þegar þau sigldu um frönsku rívíeruna í sól og blíðu, stukku í sjóinn og drukku kampavín af tegundinni, Champagne Nicolas Feuillatte.
Þá spókuðu vinkonurnar sig um götur bæjarins og gerðu vel við sig í mat og drykk á huggulegum veitingastöðum.








