Laxagöngur víða nokkuð góðar Karl Lúðvíksson skrifar 4. júlí 2023 08:46 Það eru allar líkur á að sumarið verði yfir meðallagi ef það tölur laxa sem hafa gengið í gegnum laxateljara landsins eru skoðaðar. Ef við byrjum á að skoða tölur úr laxateljaranum í Elliðaánum þá er mjög góð ganga að koma í árnar en í gær fóru 201 lax í gegnum teljarann og heildartalan er 653 sem er í raun rosaleg tala því það eru tvær til þrjár vikur eftir af göngutíma og næstu tvær vikur eru yfirleitt tíminn sem stærsta gangan fer í gegn. Í Korpu eru gengnir 311 laxar sem er líka mjög góð ganga og neðra svæðið í ánni eins og í Elliðaánum er "smekkað" af laxi eins og veiðimenn hafa gjarnan á orði. Til að setja það í samhangi hvað gangan í þessar tvær perlur Reykjavíkur er góð þá eru aðeins 194 laxar gengnir í Langá á Mýrum en hún er samt sem þaður þekkt fyrir að fá sínar stærstu göngur á fyrsta stóra júlíflóðinu og dagana þar í kring en það er á morgun. 231 lax hefur gengið í gegnum Glanna í Norðurá og heildarveiðin í ánni er komin yfir 300 laxa sem er mjög gott. Það eru allar líkur á að Norðurá, miðað við þessar tölur, gæti farið yfir 1.500 laxa veiði og jafnvel hærra ef takturinn í göngunum heldur svona áfram. Stangveiði Mest lesið 60 sm bleikjur úr Hjaltadalsá og Kolku Veiði Yfirlýsing frá Skotvís: Týndar rjúpnaskyttur afleiðing sinnuleysis ráðherra Veiði Frábær tími fyrir ísdorg Veiði Góð opnun í Blöndu Veiði Laxinn gengin upp á svæði II og III í Blöndu Veiði Góður frágangur fer betur með búnaðinn Veiði 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði
Ef við byrjum á að skoða tölur úr laxateljaranum í Elliðaánum þá er mjög góð ganga að koma í árnar en í gær fóru 201 lax í gegnum teljarann og heildartalan er 653 sem er í raun rosaleg tala því það eru tvær til þrjár vikur eftir af göngutíma og næstu tvær vikur eru yfirleitt tíminn sem stærsta gangan fer í gegn. Í Korpu eru gengnir 311 laxar sem er líka mjög góð ganga og neðra svæðið í ánni eins og í Elliðaánum er "smekkað" af laxi eins og veiðimenn hafa gjarnan á orði. Til að setja það í samhangi hvað gangan í þessar tvær perlur Reykjavíkur er góð þá eru aðeins 194 laxar gengnir í Langá á Mýrum en hún er samt sem þaður þekkt fyrir að fá sínar stærstu göngur á fyrsta stóra júlíflóðinu og dagana þar í kring en það er á morgun. 231 lax hefur gengið í gegnum Glanna í Norðurá og heildarveiðin í ánni er komin yfir 300 laxa sem er mjög gott. Það eru allar líkur á að Norðurá, miðað við þessar tölur, gæti farið yfir 1.500 laxa veiði og jafnvel hærra ef takturinn í göngunum heldur svona áfram.
Stangveiði Mest lesið 60 sm bleikjur úr Hjaltadalsá og Kolku Veiði Yfirlýsing frá Skotvís: Týndar rjúpnaskyttur afleiðing sinnuleysis ráðherra Veiði Frábær tími fyrir ísdorg Veiði Góð opnun í Blöndu Veiði Laxinn gengin upp á svæði II og III í Blöndu Veiði Góður frágangur fer betur með búnaðinn Veiði 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði